Reykjavík Chips lokað tímabundið vegna gallaðra kartaflna Samúel Karl Ólason skrifar 30. júní 2015 15:34 Vísir/NEJ Reykjavík Chips, veitingastað þeirra Friðriks Dórs, Ólafs Arnalds, Arnars Dan Kristjánssonar og Hermanns Óla Davíðssonar sem sérhæfir sig í frönskum kartöflum, var lokað í dag. Ástæðan er galli á sérinnfluttum kartöflum sem fyrirtækið fékk sent að utan. „Ástandið á kartöflunum var ekki nógu gott til að bjóða viðskiptavinum okkar það. Það var greinilega einhver galli og eins leiðinlegt og það er getum við ekkert gert þegar við fáum gallaða vöru til okkar og alls ekki boðið upp á hana,“ segir Friðrik Dór í samtali við Vísi. Friðrik segir að þeir hafi fengið annars konar kartöflur til prufu og að þær hafi ekki hentað heldur. „Úr varð verri vara en við viljum bjóða upp á og alls ekki á pari við það sem við viljum kalla bestu franskar á Íslandi.“ Nú eru þeir að vinna að því að útvega sér fleiri tegundir af kartöflum til prufu. Því er mögulegt að Reykjavík Chips verði lokað lengur en bara í dag. „Það verður lokað eins lengi og við erum að finna út úr þessari ömurlegu stöðu sem að við erum komnir í. Auðvitað vonumst við til að geta opnað sem allra fyrst.“ Reykjavík Chips hefur verið vel tekið að sögn Friðriks, frá því veitingastaðurinn opnaði 17. júní. Hann segir þá félaga vera ofboðslega þakkláta fyrir viðtökurnar og þeir séu ánægðir með hve margir virðist fara ánægðir frá þeim. „Auðvitað viljum við hafa það þannig, en eins og staðan var í dag, þá hef ég trú á því að einhverjir hafi farið allt annað en ánægðir út. Miðað við það sem þau voru að borða. Því lokuðum við frekar en að senda fólk óánægt út.Vonandi getum við leyst þessa stöðu sem fyrst til að geta haldið áfram að bjóða upp á alvöru heimagerðar franskar með alvöru heimagerðum sósum.“ Kæru vinir. Það getur verið erfitt að bjóða aðeins upp á einn rétt á matseðli og við höfum heldur betur fengið að...Posted by Reykjavík Chips on Tuesday, June 30, 2015 Tengdar fréttir „Það er náttúrulega bara geðveiki að opna á 17. júní“ Eigendur Reykjavík Chips vanmátu greinilega áhuga Íslendinga á frönskum kartöflum því þær seldust upp á rúmum tveimur tímum. 17. júní 2015 17:32 Reykjavík Chips opnar á morgun, 17. júní Reykjavík Chips opnar á morgun, sjálfan Þjóðhátíðardaginn. Eigendur staðarins eru þeir Friðrik Dór, Ólafur Arnalds, Arnar Dan Kristjánsson og Hermann Óli Davíðsson. 16. júní 2015 15:00 Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Sjá meira
Reykjavík Chips, veitingastað þeirra Friðriks Dórs, Ólafs Arnalds, Arnars Dan Kristjánssonar og Hermanns Óla Davíðssonar sem sérhæfir sig í frönskum kartöflum, var lokað í dag. Ástæðan er galli á sérinnfluttum kartöflum sem fyrirtækið fékk sent að utan. „Ástandið á kartöflunum var ekki nógu gott til að bjóða viðskiptavinum okkar það. Það var greinilega einhver galli og eins leiðinlegt og það er getum við ekkert gert þegar við fáum gallaða vöru til okkar og alls ekki boðið upp á hana,“ segir Friðrik Dór í samtali við Vísi. Friðrik segir að þeir hafi fengið annars konar kartöflur til prufu og að þær hafi ekki hentað heldur. „Úr varð verri vara en við viljum bjóða upp á og alls ekki á pari við það sem við viljum kalla bestu franskar á Íslandi.“ Nú eru þeir að vinna að því að útvega sér fleiri tegundir af kartöflum til prufu. Því er mögulegt að Reykjavík Chips verði lokað lengur en bara í dag. „Það verður lokað eins lengi og við erum að finna út úr þessari ömurlegu stöðu sem að við erum komnir í. Auðvitað vonumst við til að geta opnað sem allra fyrst.“ Reykjavík Chips hefur verið vel tekið að sögn Friðriks, frá því veitingastaðurinn opnaði 17. júní. Hann segir þá félaga vera ofboðslega þakkláta fyrir viðtökurnar og þeir séu ánægðir með hve margir virðist fara ánægðir frá þeim. „Auðvitað viljum við hafa það þannig, en eins og staðan var í dag, þá hef ég trú á því að einhverjir hafi farið allt annað en ánægðir út. Miðað við það sem þau voru að borða. Því lokuðum við frekar en að senda fólk óánægt út.Vonandi getum við leyst þessa stöðu sem fyrst til að geta haldið áfram að bjóða upp á alvöru heimagerðar franskar með alvöru heimagerðum sósum.“ Kæru vinir. Það getur verið erfitt að bjóða aðeins upp á einn rétt á matseðli og við höfum heldur betur fengið að...Posted by Reykjavík Chips on Tuesday, June 30, 2015
Tengdar fréttir „Það er náttúrulega bara geðveiki að opna á 17. júní“ Eigendur Reykjavík Chips vanmátu greinilega áhuga Íslendinga á frönskum kartöflum því þær seldust upp á rúmum tveimur tímum. 17. júní 2015 17:32 Reykjavík Chips opnar á morgun, 17. júní Reykjavík Chips opnar á morgun, sjálfan Þjóðhátíðardaginn. Eigendur staðarins eru þeir Friðrik Dór, Ólafur Arnalds, Arnar Dan Kristjánsson og Hermann Óli Davíðsson. 16. júní 2015 15:00 Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Sjá meira
„Það er náttúrulega bara geðveiki að opna á 17. júní“ Eigendur Reykjavík Chips vanmátu greinilega áhuga Íslendinga á frönskum kartöflum því þær seldust upp á rúmum tveimur tímum. 17. júní 2015 17:32
Reykjavík Chips opnar á morgun, 17. júní Reykjavík Chips opnar á morgun, sjálfan Þjóðhátíðardaginn. Eigendur staðarins eru þeir Friðrik Dór, Ólafur Arnalds, Arnar Dan Kristjánsson og Hermann Óli Davíðsson. 16. júní 2015 15:00