Hvers vegna eru laun á Íslandi lág? ingvar haraldsson skrifar 18. apríl 2015 15:54 Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði segir tug prósenta launahækkanir muni ekki skapa aukinn kaupmátt hér á landi. vísir/gva/valli Tvær ástæður eru fyrir því að laun hér á landi eru lægri en í nágrannalöndunum að mati Ásgeirs Jónssonar, dósents í hagfræði, við Háskóla Íslands. „Í fyrsta lagi er framleiðni á Íslandi almennt séð mjög lág eins og kom fram í skýrslu McKinesy. Það leiðir til þess að tímakaupið verður lágt, en við bættum það upp með lengri vinnudegi“ segir hann og bendir á þjóðirnar í kringum okkur vinni styttri vinnudag en séu samt ríkari ef miðað er við landsframleiðslu á mann. „Lága framleiðni má að einhverju leyti rekja til slæmrar hagstjórnar áratugi aftur í tímann og kostnaði við að reka eigið myntsvæði sem hefur bæði skilað okkur mun hærri fjármagnskostnaði og meir óstöðugleika en þjóðir þekkja. Einnig má velta fyrir sér öðrum kerfisþáttum líkt og menntakerfinu, skilvirkni í opinberum rekstri og svo framvegis. Það er ekki nóg að bera aðeins saman launin við aðrar þjóðir, líkt og Norðurlöndin, heldur líka hvernig frændþjóðir okkar reka sitt hagkerfi.“ segir Ásgeir. „Hin ástæðan er sú að gengi krónunnar hefur lækkað,“ bæti hann við. Íslendingar hafi um áratugaskeið bætt upp fyrir lága framleiðni með háu gengi krónunnar sem hafi gefið íslenskum heimilum kost á því að kaupa innfluttar vörur mjög ódýrt. Þannig hafi verið nær viðstöðulaus viðskiptahalli frá seinna stríði sem hafi verið fjármagnaður með erlendri skuldasöfnun, látlausri, allt fram að hruninu 2008. „Það faldi að einhverju leyti lága framleiðni í hagkerfinu. Þeir tímar eru nú á enda, landsmenn geta ekki lengur lifað umfram efni. “ segir Ásgeir.Félagsmenn í Bandalagi háskólamanna eru nú í verkfalli.vísir/pjeturKjaradeilur munu ekki auka kaupmátt Ásgeir segir að launakröfur verkalýðsfélaga um tug prósenta hækkanir séu ekki til þess fallnar að auka kaupmátt. „Árið 2014 var reyndar metár í aukningu kaupmáttar svo nær skákar árinu 2007 og það ekki vegna mikillar hækkunar nafnlauna heldur vegna lækkunar verðbólgu. Þetta er sú leið sem allar aðrar vestrænar þjóðir fara og ætti einnig að vera okkar leið til bættra lífskjara. Hins vegar er vinnumarkaðsfélögunum einnig vorkunn að þurfa sífellt að semja undir mikilli óvissu um gengisþróun og verðbólgu.“ „Hin raunverulega undirstaða kaupmáttar er aukin framleiðni. Þegar litið er til lengri tíma er hægt að búast við 1-3% framleiðniaukningu ári og það er sú prósenta sem kaupmáttur getur vaxið um að meðaltali. Máltækið segir að sígandi lukka sé alltaf best og það á einnig við í þessu tilviki. Ef almennt launastig hækkar umfram þetta mark, versnar samkeppnisstaða íslensks atvinnulífs sem því nemur. Ef slíkar hækkanir safnast upp mun það fyrr eða síðar leiða til gengislækkunar, eða leiðréttingar á íslenskum launum við umheiminn. Það hafi gerst reglulega hérlendis, nú síðast 2008,“ segir hann.Kjarasamningur yfir 100 þúsund manns eru nú á borði ríkissáttasemjara sem er til húsa í Borgartúni 21.Erfitt að hækka laun lægst launuðu án þess að aðrir vilji fylgja með Að mati Ásgeirs er illmögulegt að hækka lægstu launuðu verulega án þess að aðrar stéttir fari fram á sambærilegar launahækkanir. „Raunar hefur áherslan á síðustu árum verið í þá átt að hækka lægstu launin umfram hin. Það er margt gott fyrir því að segja en það eru takmörk fyrir því hve langt er hægt að ganga í því,“ segir Ásgeir. Ásgeir bendir á hækkun lægstu launa sé ákveðin velferðarstefna sem hafi skilaði góðum árangri á árunum eftir hrun þar sem að einhverju marki heppnaðist að verja hag þeirra verst settu. „Raddir þeirra sem hafa lægstu launin hljóma einnig oft lágt í almennri umræðu. Af þeim sökum er það mjög þörf stefna að styðja kjarabætur fyrir þessa hópa sem eiga sér fáa málsvara.“ Hins vegar er það oft svo að þegar lægstu laun hækka vilji aðrar stéttir fá launahækkanir líka. „Íslendingar, sem þjóð, hugsa mikið til náungans þegar þeir meta launin sín. Það er einnig svo að á hverjum vinnustað er ákveðin launastigi til staðar sem ræðst af þáttum eins og aldri, reynslu, menntun, ábyrgð og hæfni sem mjög erfitt er að snúa á hvolf í miðstýrðum kjarasamningum. Á byggingarsvæði mun reyndur smiður taka því illa að óvanur handlangari sem kominn með nánast sömu laun, svo dæmi sé tekið. Af þessum sökum getur krafa um hækkun lægstu launa orðið að Trojuhesti í kjaraviðræðum, þar sem allir launastiginn hefur hliðrast í upp í kjölfarið, sérstaklega á þeim tíma sem hagkerfið er á leið uppsveiflu og fyrirtækin verða að gera sitt til þess að halda hæfu fólki.“ segir hagfræðingurinn.Laun stjórnarmanna í HB Granda voru hækkuð um 33% á meðan fiskverkafólki býðst ríflega 3% launahækkun.vísir/gvaSjávarútvegurinn gæti greitt hærri launÁsgeir bendir á að staða atvinnugreina sé mjög misjöfn. Fyrirtæki í útflutningsgreinum, á borð við sjávarútvegi, geti greitt hærri laun en fyrirtæki í öðrum greinum geti það ekki. „Við svo snarpt gengisfall líkt og 2008 flytjast tekjurnar til í atvinnulífinu, frá innlendum greinum til útflutnings. Það veldur því að sum fyrirtæki geta vel greitt hærri laun en önnur alls ekki. Þá er einnig svo að launabil hérlendis er mjög lítið í erlendu samhengi og um leið vinnumarkaðurinn verður alþjóðlegri og fólk fer að flytja á milli landa þá skapar það þrýsting á aukinn launamun. Það á bæði við þegar fólk frá hinum fátækari hluta Evrópu leitar hingað í launalág störf og þegar hinn ríkari hluti Evrópu fer að bjóða í ýmsar sérfræðistéttir hérlendis, líkt í heilbrigðisgeiranum. Allt þetta hefur sett gríðarlegan þrýsting á þjóðarsáttina frá 1989 að allir launþegar eigi að njóta sömu hækkana og er meðal annars rótin að þeim mikla óróa sem er nú á vinnumarkaði þar sem þessar breytingar særa réttlætiskennd margra.“ segir Ásgeir. Tengdar fréttir „Þetta er hvorki sanngjarnt gagnvart mér né börnunum mínum“ Fiskverkakonur eru reiðar „Scrooge“ Loftssyni og stjórn HB Granda. 16. apríl 2015 18:30 Segir ekki efnahagslegt svigrúm fyrir kröfur verkalýðsfélaga „Forysta verkalýðsfélaganna stefnir félagsmönnum sínum til verkfalla og telur að þótt kröfurnar fáist samþykktar þá muni það ekki hafa áhrif út fyrir eigin raðir.“ 16. apríl 2015 15:02 Sýður á starfsfólki HB Granda: „Erum alltaf að setja ný met en fáum aldrei neitt“ Fiskverkafólk hjá HB Granda er verulega ósátt við 33 prósenta launahækkanir stjórnarmanna HB Granda. 15. apríl 2015 13:52 Segir íslenskt atvinnulíf byggt á illri meðferð á starfsfólki Gunnar Smári Egilsson segir afstöðu HB Granda gagnvart starfsfólki sínu óverjandi. 30. mars 2015 11:39 Kröfur við samningaborðið hlaupa á 17 til 70 prósentum Kröfur stéttarfélaganna eru ekki sagðar bera með sér að verið sé að semja sérstaklega um hækkun lægstu launa. Um sé að ræða "blindar“ kröfur upp á tugi prósenta sem ekki taki mið af launaþróun ólíkra hópa. 15. apríl 2015 07:00 Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Tvær ástæður eru fyrir því að laun hér á landi eru lægri en í nágrannalöndunum að mati Ásgeirs Jónssonar, dósents í hagfræði, við Háskóla Íslands. „Í fyrsta lagi er framleiðni á Íslandi almennt séð mjög lág eins og kom fram í skýrslu McKinesy. Það leiðir til þess að tímakaupið verður lágt, en við bættum það upp með lengri vinnudegi“ segir hann og bendir á þjóðirnar í kringum okkur vinni styttri vinnudag en séu samt ríkari ef miðað er við landsframleiðslu á mann. „Lága framleiðni má að einhverju leyti rekja til slæmrar hagstjórnar áratugi aftur í tímann og kostnaði við að reka eigið myntsvæði sem hefur bæði skilað okkur mun hærri fjármagnskostnaði og meir óstöðugleika en þjóðir þekkja. Einnig má velta fyrir sér öðrum kerfisþáttum líkt og menntakerfinu, skilvirkni í opinberum rekstri og svo framvegis. Það er ekki nóg að bera aðeins saman launin við aðrar þjóðir, líkt og Norðurlöndin, heldur líka hvernig frændþjóðir okkar reka sitt hagkerfi.“ segir Ásgeir. „Hin ástæðan er sú að gengi krónunnar hefur lækkað,“ bæti hann við. Íslendingar hafi um áratugaskeið bætt upp fyrir lága framleiðni með háu gengi krónunnar sem hafi gefið íslenskum heimilum kost á því að kaupa innfluttar vörur mjög ódýrt. Þannig hafi verið nær viðstöðulaus viðskiptahalli frá seinna stríði sem hafi verið fjármagnaður með erlendri skuldasöfnun, látlausri, allt fram að hruninu 2008. „Það faldi að einhverju leyti lága framleiðni í hagkerfinu. Þeir tímar eru nú á enda, landsmenn geta ekki lengur lifað umfram efni. “ segir Ásgeir.Félagsmenn í Bandalagi háskólamanna eru nú í verkfalli.vísir/pjeturKjaradeilur munu ekki auka kaupmátt Ásgeir segir að launakröfur verkalýðsfélaga um tug prósenta hækkanir séu ekki til þess fallnar að auka kaupmátt. „Árið 2014 var reyndar metár í aukningu kaupmáttar svo nær skákar árinu 2007 og það ekki vegna mikillar hækkunar nafnlauna heldur vegna lækkunar verðbólgu. Þetta er sú leið sem allar aðrar vestrænar þjóðir fara og ætti einnig að vera okkar leið til bættra lífskjara. Hins vegar er vinnumarkaðsfélögunum einnig vorkunn að þurfa sífellt að semja undir mikilli óvissu um gengisþróun og verðbólgu.“ „Hin raunverulega undirstaða kaupmáttar er aukin framleiðni. Þegar litið er til lengri tíma er hægt að búast við 1-3% framleiðniaukningu ári og það er sú prósenta sem kaupmáttur getur vaxið um að meðaltali. Máltækið segir að sígandi lukka sé alltaf best og það á einnig við í þessu tilviki. Ef almennt launastig hækkar umfram þetta mark, versnar samkeppnisstaða íslensks atvinnulífs sem því nemur. Ef slíkar hækkanir safnast upp mun það fyrr eða síðar leiða til gengislækkunar, eða leiðréttingar á íslenskum launum við umheiminn. Það hafi gerst reglulega hérlendis, nú síðast 2008,“ segir hann.Kjarasamningur yfir 100 þúsund manns eru nú á borði ríkissáttasemjara sem er til húsa í Borgartúni 21.Erfitt að hækka laun lægst launuðu án þess að aðrir vilji fylgja með Að mati Ásgeirs er illmögulegt að hækka lægstu launuðu verulega án þess að aðrar stéttir fari fram á sambærilegar launahækkanir. „Raunar hefur áherslan á síðustu árum verið í þá átt að hækka lægstu launin umfram hin. Það er margt gott fyrir því að segja en það eru takmörk fyrir því hve langt er hægt að ganga í því,“ segir Ásgeir. Ásgeir bendir á hækkun lægstu launa sé ákveðin velferðarstefna sem hafi skilaði góðum árangri á árunum eftir hrun þar sem að einhverju marki heppnaðist að verja hag þeirra verst settu. „Raddir þeirra sem hafa lægstu launin hljóma einnig oft lágt í almennri umræðu. Af þeim sökum er það mjög þörf stefna að styðja kjarabætur fyrir þessa hópa sem eiga sér fáa málsvara.“ Hins vegar er það oft svo að þegar lægstu laun hækka vilji aðrar stéttir fá launahækkanir líka. „Íslendingar, sem þjóð, hugsa mikið til náungans þegar þeir meta launin sín. Það er einnig svo að á hverjum vinnustað er ákveðin launastigi til staðar sem ræðst af þáttum eins og aldri, reynslu, menntun, ábyrgð og hæfni sem mjög erfitt er að snúa á hvolf í miðstýrðum kjarasamningum. Á byggingarsvæði mun reyndur smiður taka því illa að óvanur handlangari sem kominn með nánast sömu laun, svo dæmi sé tekið. Af þessum sökum getur krafa um hækkun lægstu launa orðið að Trojuhesti í kjaraviðræðum, þar sem allir launastiginn hefur hliðrast í upp í kjölfarið, sérstaklega á þeim tíma sem hagkerfið er á leið uppsveiflu og fyrirtækin verða að gera sitt til þess að halda hæfu fólki.“ segir hagfræðingurinn.Laun stjórnarmanna í HB Granda voru hækkuð um 33% á meðan fiskverkafólki býðst ríflega 3% launahækkun.vísir/gvaSjávarútvegurinn gæti greitt hærri launÁsgeir bendir á að staða atvinnugreina sé mjög misjöfn. Fyrirtæki í útflutningsgreinum, á borð við sjávarútvegi, geti greitt hærri laun en fyrirtæki í öðrum greinum geti það ekki. „Við svo snarpt gengisfall líkt og 2008 flytjast tekjurnar til í atvinnulífinu, frá innlendum greinum til útflutnings. Það veldur því að sum fyrirtæki geta vel greitt hærri laun en önnur alls ekki. Þá er einnig svo að launabil hérlendis er mjög lítið í erlendu samhengi og um leið vinnumarkaðurinn verður alþjóðlegri og fólk fer að flytja á milli landa þá skapar það þrýsting á aukinn launamun. Það á bæði við þegar fólk frá hinum fátækari hluta Evrópu leitar hingað í launalág störf og þegar hinn ríkari hluti Evrópu fer að bjóða í ýmsar sérfræðistéttir hérlendis, líkt í heilbrigðisgeiranum. Allt þetta hefur sett gríðarlegan þrýsting á þjóðarsáttina frá 1989 að allir launþegar eigi að njóta sömu hækkana og er meðal annars rótin að þeim mikla óróa sem er nú á vinnumarkaði þar sem þessar breytingar særa réttlætiskennd margra.“ segir Ásgeir.
Tengdar fréttir „Þetta er hvorki sanngjarnt gagnvart mér né börnunum mínum“ Fiskverkakonur eru reiðar „Scrooge“ Loftssyni og stjórn HB Granda. 16. apríl 2015 18:30 Segir ekki efnahagslegt svigrúm fyrir kröfur verkalýðsfélaga „Forysta verkalýðsfélaganna stefnir félagsmönnum sínum til verkfalla og telur að þótt kröfurnar fáist samþykktar þá muni það ekki hafa áhrif út fyrir eigin raðir.“ 16. apríl 2015 15:02 Sýður á starfsfólki HB Granda: „Erum alltaf að setja ný met en fáum aldrei neitt“ Fiskverkafólk hjá HB Granda er verulega ósátt við 33 prósenta launahækkanir stjórnarmanna HB Granda. 15. apríl 2015 13:52 Segir íslenskt atvinnulíf byggt á illri meðferð á starfsfólki Gunnar Smári Egilsson segir afstöðu HB Granda gagnvart starfsfólki sínu óverjandi. 30. mars 2015 11:39 Kröfur við samningaborðið hlaupa á 17 til 70 prósentum Kröfur stéttarfélaganna eru ekki sagðar bera með sér að verið sé að semja sérstaklega um hækkun lægstu launa. Um sé að ræða "blindar“ kröfur upp á tugi prósenta sem ekki taki mið af launaþróun ólíkra hópa. 15. apríl 2015 07:00 Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
„Þetta er hvorki sanngjarnt gagnvart mér né börnunum mínum“ Fiskverkakonur eru reiðar „Scrooge“ Loftssyni og stjórn HB Granda. 16. apríl 2015 18:30
Segir ekki efnahagslegt svigrúm fyrir kröfur verkalýðsfélaga „Forysta verkalýðsfélaganna stefnir félagsmönnum sínum til verkfalla og telur að þótt kröfurnar fáist samþykktar þá muni það ekki hafa áhrif út fyrir eigin raðir.“ 16. apríl 2015 15:02
Sýður á starfsfólki HB Granda: „Erum alltaf að setja ný met en fáum aldrei neitt“ Fiskverkafólk hjá HB Granda er verulega ósátt við 33 prósenta launahækkanir stjórnarmanna HB Granda. 15. apríl 2015 13:52
Segir íslenskt atvinnulíf byggt á illri meðferð á starfsfólki Gunnar Smári Egilsson segir afstöðu HB Granda gagnvart starfsfólki sínu óverjandi. 30. mars 2015 11:39
Kröfur við samningaborðið hlaupa á 17 til 70 prósentum Kröfur stéttarfélaganna eru ekki sagðar bera með sér að verið sé að semja sérstaklega um hækkun lægstu launa. Um sé að ræða "blindar“ kröfur upp á tugi prósenta sem ekki taki mið af launaþróun ólíkra hópa. 15. apríl 2015 07:00