Fjögurra kynslóða þögn rofin Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. apríl 2015 11:00 Þóra Karítas Árnadóttir og Guðbjörg Þórisdóttir eru sammála um að ferlið við að gera bókina hafi gert þær enn nánari. Það ríkir mikið traust á milli þeirra og Guðbjörg sleppti takinu á sögu sinni og leyfði Þóru að vinna með hana áfram. vísir/valli „Ég var í meistaranámi í ritlist og velti því fyrir mér hvort ég gæti skrifað bók og komst svo að því að söguefnið var beint fyrir framan nefið á mér,“ segir Þóra Karítas Árnadóttir leikkona þegar hún er spurð af hverju hún hafi ráðist í að skrifa sögu móður sinnar, Guðbjargar Þórisdóttur, í bókinni Mörk sem kemur út á þriðjudaginn. Mörk er fyrsta bók Þóru Karítasar en þar dregur hún upp mynd af lífi móður sinnar sem elst upp í hlýjum faðmi stórrar fjölskyldu í bárujárnshúsi í Vesturbænum sem alltaf var kallað Mörk. Þar bjuggu þrjár kynslóðir saman en æska Guðbjargar var mótsagnakennd, hún var umvafin gleði og öryggi en lituð af hræðilegu ofbeldi sem ekkert barn ætti að þurfa að þola. „Ég trúi því að það þurfi að sprengja kýlin til að hálfrar aldar gamalt munstur fái ekki að lita umhverfi kynslóða og það að fá leyfi mömmu til að skrifa bók um hana var skemmtileg og krefjandi áskorun fyrir mig,“ segir Þóra og Guðbjörg bætir við: „Ég fann fyrir miklum létti þegar ég vissi að sagan yrði loks sögð og fann fyrir meira frelsi.“ Langaði að flýta fyrir batanum Guðbjörg bar ein vel grafið leyndarmál langt fram á fullorðinsár og það var ekki fyrr en hún var komin á fimmtugsaldur að hún leitaði sér hjálpar hjá geðlækni. Þar sat hún tímunum saman áður en hún gat komið upp orði um ofbeldið sem hún hafði verið beitt innan fjölskyldunnar. Eftir nokkur ár hjá geðlækni sagði hún Þóru Karítas frá lífsreynslu sinni. Þá var Þóra 22 ára og að læra guðfræði. Hún las bókina Launhelgi lyganna eftir Baugalín sem fjallar um kynferðislegt ofbeldi og sú bók breytti lífi hennar, og móður hennar. „Ég hlustaði á fyrirlestur frá Barnahúsi eftir að hafa lesið bókina og fór beina leið til mömmu að lesa yfir henni mikilvægi fræðslu fyrir börn, en hún var skólastjóri á þessum tíma. Þá sagði hún mér að hún hefði sjálf verið beitt slíku ofbeldi í æsku og upplýsti mig um hver ofbeldismaðurinn var. Það var það eina sem hún sagði mér og hún bað mig um að halda því fyrir mig því hún var svo hrædd um að verða dæmd. En svo endar saga hennar í bók,“ segir Þóra hlæjandi og Guðbjörg skýtur inn í glettin: „Já, já. Svona er trúnaðurinn.“ Á þessum tíma þegar Þóra fékk að vita brot af reynslu móður sinnar var Guðbjörg engan veginn tilbúin til að tjá sig meira um hana. Hugmyndin að bókinni kviknaði svo hjá Þóru þegar hún fór í leiklistarnám til London. Þá skrifaði hún mömmu sinni bréf og bað hana um að segja sér allt. „Það var svo sárt að sjá að mamma gat ekki tjáð sig óheft um reynslu sína. Mig langaði að flýta fyrir bata hennar og opna á þetta. Hún skrifaði mér fáein bréf til baka en fór eins og köttur í kringum heitan graut. Þá ákvað ég að það væri ekki í mínu hlutverki að ýta á hana til að tjá sig og gaf hugmyndina um bók upp á bátinn.“ Bókin rýfur fimmtíu ára gamla þöggun og kemur í veg fyrir að hún fylgi fjölskyldunni áfram til næstu kynslóðar en Þóra á einmitt von á barni undir lok sumars.vísir/valli Ólst upp í óskrifaðri sögu En hugmynd að bók var ekki fjarri Guðbjörgu sjálfri þótt Þóra vissi ekki af því. Guðbjörg hefur alla tíð samið sögur og sagt börnum sínum. Hún hugsaði lengi um að vinna úr æsku sinni og leggja sitt af mörkum til að rjúfa þögn með því að skrifa sjálf bók. „Ég sökkti mér í bækur þegar ég var unglingur og þær hafa hjálpað mér mikið við að vinna úr þessari reynslu,“ segir Guðbjörg. „Ég hef lesið mikið bækur Laxness sem oftar en ekki fjalla á einn eða annan hátt um ofbeldi gegn konum en einnig bækur þar sem aðrir hafa stigið fram og sagt frá sinni reynslu. Ég var alltaf á leiðinni að skrifa bók en enginn vissi hvernig bók ég var með í huga.“ „Já, ég ólst upp með óskrifaðri sögu,“ bætir Þóra við. „Í sérhverju matarboði sem mamma blés til kom upp umræða um skáldsöguna sem hún ætlaði einhvern daginn að láta verða af að skrifa. Það lá líka alltaf á milli línanna að inntakið í sögunni væri byggt á sönnum atburðum. En fjölskylduna renndi þó ekki í grun hvað það var sem mömmu lá á hjarta.“ Guðbjörg hugsaði mikið um að skrifa bókina fyrir um þrjátíu árum en þá var samfélagið mun lokaðra og mikil þöggun um erfið og viðkvæm mál. „Þeir örfáu sem ég nefndi hugmyndina við vöruðu mig við því og sögðu að það yrði svo óþægilegt fyrir börnin mín og fjölskylduna. Þannig að þegar ég vildi skrifa bókina þá var þöggunin hreinlega sterkari en ég. Það varð því ekkert úr þessari hugmynd minni og ég hélt áfram fast í leyndarmálið mitt,“ segir Guðbjörg. „Skrifaðu þessa helvítis sögu!“ Fyrir tveimur árum fór svo Þóra Karítas á örlagaríkt ritlistarnámskeið hjá Vigdísi Grímsdóttur sem loksins kom bókinni af stað. „Á námskeiðinu bað Vigdís okkur um að deila leyndarmáli. Þegar ég dró svo upp úr hatti að ég ætti að skrifa sögu í kringum setninguna „Peysa móður þinnar liggur í hrúgu á gólfinu“ opnaðist einhver flóðgátt og ég skrifaði smásögu innblásna af æsku mömmu á tíu mínútum á meðan tárin runnu niður kinnarnar. Vigdís er gömul vinkona mömmu og því var stundin mögnuð þegar ég las upp söguna fyrir hópinn, hikandi, en Vigdís hvatti mig áfram og komst um leið að leyndarmáli vinkonu sinnar. Í lok námskeiðsins setti Vigdís hnúann á ennið á mér og sagði ákveðin: „Þú skrifar þessa helvítis bók!“ Þá varð ekki aftur snúið og ég ákvað ég að fá leyfi hjá mömmu til að taka viðtal við hana. Ég las svo smásöguna upp fyrir mömmu á 61 árs afmælisdaginn hennar og mér til mikillar undrunar gaf hún mér fullt leyfi til að skrifa söguna.“ „Já, þá var ég tilbúin,“ bætir Guðbjörg við. „Fyrst ég ætlaði ekki að skrifa söguna sjálf fannst mér gott að dóttir mín gerði það. Þetta er í raun mjög örlagatengt því Vigdís var alltaf að hvetja mig til að skrifa bók, svo endar hún á að hvetja dóttur mína til dáða. Enda hefði ég ekki getað skrifað þessa sögu sjálf. Ég var búin að bæla niður þörfina og það var eins og tjáningin væri stífluð. Það var líka bara gott að halda sig í tilfinningunum í þessu úrvinnsluferli og þurfa ekki að stíga inn í listamanninn.“ Þóra tók eingöngu eitt langt viðtal við mömmu sína fyrir bókina. „Eftir að mamma var búin að samþykkja að segja söguna fórum við á vinnustofuna mína og hún sagði mér frá öllu sem hún man. Mamma var mjög skýr í máli þegar hún sagði mér frá sínum myrkustu minningum sem hún átti úr æsku. Atburðum sem ég hafði aldrei vitað um.“ Guðbjörg kom líka sjálfri sér á óvart. „Það var merkilegt að sjá atburðarásina samfellda í stað þess að minningarnar kæmu fram í brotum sem ég hafði unnið í að ná fram í mörg ár hjá geðlækni. Það fannst mér mikið framfaraskref.“ „Maður á ekki að vera hræddur við blóðið sitt og uppruna því við fæðumst öll með frjálsan vilja til að velja gott eða illt.“vísir/valli Sameiginleg rödd mæðgna Þóra fór þá leið í bókinni að blanda saman reynslu móður sinnar og skapandi skrifum. Hún byggir bókina á viðtalinu við móður sína auk bréfaskrifanna sem hún átti við hana á meðan hún bjó í London ásamt upplýsingum sem hún hefur fengið um fjölskyldu móðurinnar í gegnum tíðina. Þóra styðst einnig við sögur sem mamma hennar sagði henni þegar hún var lítil sem byggðu oftar en ekki á ævintýrum úr Vesturbænum. „Svo dembdi ég mér í heimildarvinnu um þrjár kynslóðir á undan mér og leitaði í annála til að komast nær því samfélagi sem þessar kynslóðir lifðu og hrærðust í. Einnig fann ég Morgunblaðsviðtal við gerandann í ofbeldismálinu og það var mér mikilvæg heimild. Maður kemst að svo mörgu ótrúlegu um fólkið sitt þegar kafað er í sögur kynslóðanna og það var líka gaman að tengjast gömlu Reykjavík. Fyrir mér er tíminn fyrir farsíma og nettengingar svolítið nostalgískur en um leið var mun meiri þögn ríkjandi um tilfinningaleg málefni. Það er eitthvað sem mín kynslóð virðist hafa þörf til að sprengja.“ Jafnvel þótt bókin sé byggð á reynslu Guðbjargar leyfir Þóra sér að skálda í eyður og draga upp sínar eigin myndir af andrúmslofti í Reykjavík um miðja síðustu öld. Í bókinni er margar sögur að finna, til að mynda um fátækt, fjölskyldubönd, móðurást og ástvinamissi. „Mamma var svo æðrulaus og sleppti bara tökunum á sögu sinni þannig að ég fékk frelsi til að vera skapandi. Ég nota tóninn hennar sem kemur fram í bréfunum hennar, enda er hann svo fallegur. En ég leyfi mér líka að fá innblástur út frá heimildum og nýjum rannsóknum. Svo eftir heilmikið grúsk sleppti ég tökunum á heimildum, sannleika og spuna – og leyfði þessu að flæða svo hið ljóðræna fengi tækifæri til að lifna við. Mín rödd blandast röddinni hennar mömmu þannig að bókin ber rödd okkar beggja.“ Þurfti að kafa til að skilja Það var mikið áfall fyrir alla fjölskylduna að fá að heyra sögu Guðbjargar. Þrjár kynslóðir bjuggu saman undir sama þaki, margar manneskjur á fáum fermetrum en enginn vissi hvað fór fram í leyni. Mæðgurnar segja alla fjölskylduna standa heilshugar að baki þeim og fagna útgáfu bókarinnar. „Maður á ekki að vera hræddur við blóðið sitt og uppruna því við fæðumst öll með frjálsan vilja til að velja gott eða illt,“ segir Þóra. „Það er líka betra að fá að vita allan sannleikann heldur en eingöngu hálfan. Ég upplifði mikla sorg þegar mamma opnaði á reynslu sína fyrir um þrettán árum og þörf til að taka hluta af byrðunum af mömmu. Ég þurfti að endurhugsa lífið upp á nýtt því allur heimurinn minn var kominn á hvolf. Ég fór að sumu leyti að haga mér eins og ég hefði sjálf lent í þessari reynslu og hafði ríka þörf til að greiða úr hlutunum. Eitt af því skrýtnasta við að komast að svona stóru leyndarmáli í kjarna fjölskyldunnar er að uppgötva hversu lítið ég vissi um manneskjuna sem stóð mér næst og minn helsta uppalanda. Þar af leiðandi fannst mér ég lítið vita um sjálfa mig. Það var því mikilvægt fyrir mig að kafa djúpt til að skilja betur og í því samhengi eru skrif gott og nærandi heilunarafl.“ Gott að skilja ræturnar Eftir því sem Þóra komst að meiru um æsku móður sinnar skildi hún ýmislegt betur í uppvexti sínum. „Ég var svolítið ofverndandi,“ segir Guðbjörg og Þóra bætir við: „Áður en ég þekkti sögu mömmu var hafin hjá mér ákveðin uppreisn gegn ótta hennar um mig sem birtist fremur í öfgahugrekki en hinu og því var gott að vita raunverulega ástæðuna fyrir óttanum. Þá slaknaði á mér. Þegar börn lifa af ofbeldi í æsku verður meðvirkni sjálfkrafa afleiðing. Það hefur birst í fórnsemi hjá mömmu. Hún setti okkur alltaf í forgang og var svolítið ýkt á tímabili. Hún hefði alveg verið til í að skera af sér handlegginn eða rífa úr sér hjartað við hvert tækifæri ef það hefði nýst einhverjum öðrum. Maður hefur því þurft að minna hana á að hún eigi að halda höndunum og hjartanu fyrir sig.“ Guðbjörg tekur undir þetta og segist alltaf hafa verið að passa upp á börnin. „Ég var sífellt hrædd um þau og setti líka allan fókus á annað fólk. Ég er að læra þetta smám saman en börnin hafa oft hvatt mig til að vera eigingjarnari,“ segir hún. Stíflan losuð Síðustu tíu ár hefur Þóra lifað og hrærst í skapandi störfum og hefur það setið lengi í henni að reynsla móður hennar hafi haldið henni sjálfri frá listinni. „Ég beið alltaf eftir að fá að lesa bækurnar eftir mömmu enda held ég að hún hefði orðið frábær rithöfundur. Þegar ég byrjaði að skrifa þessa bók þurfti ég að berjast við vonbrigðin yfir að hún héldi ekki sjálf á pennanum því mér fannst hún mun hæfileikaríkari sögumaður en ég. En skömmin rændi hana frelsinu til að skapa.“ „Mér finnst núna loksins að ég gæti komið öllum þessum sögum og myndum í hausnum á mér niður á blað,“ segir Guðbjörg. „Eftir þetta ferli með bókina og að koma svona fram með söguna mína þá upplifi ég frelsi sem kemur kannski sköpuninni aftur af stað. En ég er svo sem ekkert búin að gera þetta allt upp. Ég hef til dæmis verið að hugsa undanfarna daga að ég vildi að ég gæti lært að gráta. Ég hef ekki grátið svo lengi og er farin að halda að það sé bara allt þurrt í augunum á mér. Ég er orðin svo vön að kyngja sársauka og melta hann í stað þess að losa mig við hann. Næsta verkefni hjá mér er því að læra að gráta,“ segir Guðbjörg að lokum án þess að vita að saga hennar kom út ansi mörgum tárum hjá blaðamanni þegar hann las bókina til að undirbúa sig fyrir viðtalið við hana. Bókmenntir Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég var í meistaranámi í ritlist og velti því fyrir mér hvort ég gæti skrifað bók og komst svo að því að söguefnið var beint fyrir framan nefið á mér,“ segir Þóra Karítas Árnadóttir leikkona þegar hún er spurð af hverju hún hafi ráðist í að skrifa sögu móður sinnar, Guðbjargar Þórisdóttur, í bókinni Mörk sem kemur út á þriðjudaginn. Mörk er fyrsta bók Þóru Karítasar en þar dregur hún upp mynd af lífi móður sinnar sem elst upp í hlýjum faðmi stórrar fjölskyldu í bárujárnshúsi í Vesturbænum sem alltaf var kallað Mörk. Þar bjuggu þrjár kynslóðir saman en æska Guðbjargar var mótsagnakennd, hún var umvafin gleði og öryggi en lituð af hræðilegu ofbeldi sem ekkert barn ætti að þurfa að þola. „Ég trúi því að það þurfi að sprengja kýlin til að hálfrar aldar gamalt munstur fái ekki að lita umhverfi kynslóða og það að fá leyfi mömmu til að skrifa bók um hana var skemmtileg og krefjandi áskorun fyrir mig,“ segir Þóra og Guðbjörg bætir við: „Ég fann fyrir miklum létti þegar ég vissi að sagan yrði loks sögð og fann fyrir meira frelsi.“ Langaði að flýta fyrir batanum Guðbjörg bar ein vel grafið leyndarmál langt fram á fullorðinsár og það var ekki fyrr en hún var komin á fimmtugsaldur að hún leitaði sér hjálpar hjá geðlækni. Þar sat hún tímunum saman áður en hún gat komið upp orði um ofbeldið sem hún hafði verið beitt innan fjölskyldunnar. Eftir nokkur ár hjá geðlækni sagði hún Þóru Karítas frá lífsreynslu sinni. Þá var Þóra 22 ára og að læra guðfræði. Hún las bókina Launhelgi lyganna eftir Baugalín sem fjallar um kynferðislegt ofbeldi og sú bók breytti lífi hennar, og móður hennar. „Ég hlustaði á fyrirlestur frá Barnahúsi eftir að hafa lesið bókina og fór beina leið til mömmu að lesa yfir henni mikilvægi fræðslu fyrir börn, en hún var skólastjóri á þessum tíma. Þá sagði hún mér að hún hefði sjálf verið beitt slíku ofbeldi í æsku og upplýsti mig um hver ofbeldismaðurinn var. Það var það eina sem hún sagði mér og hún bað mig um að halda því fyrir mig því hún var svo hrædd um að verða dæmd. En svo endar saga hennar í bók,“ segir Þóra hlæjandi og Guðbjörg skýtur inn í glettin: „Já, já. Svona er trúnaðurinn.“ Á þessum tíma þegar Þóra fékk að vita brot af reynslu móður sinnar var Guðbjörg engan veginn tilbúin til að tjá sig meira um hana. Hugmyndin að bókinni kviknaði svo hjá Þóru þegar hún fór í leiklistarnám til London. Þá skrifaði hún mömmu sinni bréf og bað hana um að segja sér allt. „Það var svo sárt að sjá að mamma gat ekki tjáð sig óheft um reynslu sína. Mig langaði að flýta fyrir bata hennar og opna á þetta. Hún skrifaði mér fáein bréf til baka en fór eins og köttur í kringum heitan graut. Þá ákvað ég að það væri ekki í mínu hlutverki að ýta á hana til að tjá sig og gaf hugmyndina um bók upp á bátinn.“ Bókin rýfur fimmtíu ára gamla þöggun og kemur í veg fyrir að hún fylgi fjölskyldunni áfram til næstu kynslóðar en Þóra á einmitt von á barni undir lok sumars.vísir/valli Ólst upp í óskrifaðri sögu En hugmynd að bók var ekki fjarri Guðbjörgu sjálfri þótt Þóra vissi ekki af því. Guðbjörg hefur alla tíð samið sögur og sagt börnum sínum. Hún hugsaði lengi um að vinna úr æsku sinni og leggja sitt af mörkum til að rjúfa þögn með því að skrifa sjálf bók. „Ég sökkti mér í bækur þegar ég var unglingur og þær hafa hjálpað mér mikið við að vinna úr þessari reynslu,“ segir Guðbjörg. „Ég hef lesið mikið bækur Laxness sem oftar en ekki fjalla á einn eða annan hátt um ofbeldi gegn konum en einnig bækur þar sem aðrir hafa stigið fram og sagt frá sinni reynslu. Ég var alltaf á leiðinni að skrifa bók en enginn vissi hvernig bók ég var með í huga.“ „Já, ég ólst upp með óskrifaðri sögu,“ bætir Þóra við. „Í sérhverju matarboði sem mamma blés til kom upp umræða um skáldsöguna sem hún ætlaði einhvern daginn að láta verða af að skrifa. Það lá líka alltaf á milli línanna að inntakið í sögunni væri byggt á sönnum atburðum. En fjölskylduna renndi þó ekki í grun hvað það var sem mömmu lá á hjarta.“ Guðbjörg hugsaði mikið um að skrifa bókina fyrir um þrjátíu árum en þá var samfélagið mun lokaðra og mikil þöggun um erfið og viðkvæm mál. „Þeir örfáu sem ég nefndi hugmyndina við vöruðu mig við því og sögðu að það yrði svo óþægilegt fyrir börnin mín og fjölskylduna. Þannig að þegar ég vildi skrifa bókina þá var þöggunin hreinlega sterkari en ég. Það varð því ekkert úr þessari hugmynd minni og ég hélt áfram fast í leyndarmálið mitt,“ segir Guðbjörg. „Skrifaðu þessa helvítis sögu!“ Fyrir tveimur árum fór svo Þóra Karítas á örlagaríkt ritlistarnámskeið hjá Vigdísi Grímsdóttur sem loksins kom bókinni af stað. „Á námskeiðinu bað Vigdís okkur um að deila leyndarmáli. Þegar ég dró svo upp úr hatti að ég ætti að skrifa sögu í kringum setninguna „Peysa móður þinnar liggur í hrúgu á gólfinu“ opnaðist einhver flóðgátt og ég skrifaði smásögu innblásna af æsku mömmu á tíu mínútum á meðan tárin runnu niður kinnarnar. Vigdís er gömul vinkona mömmu og því var stundin mögnuð þegar ég las upp söguna fyrir hópinn, hikandi, en Vigdís hvatti mig áfram og komst um leið að leyndarmáli vinkonu sinnar. Í lok námskeiðsins setti Vigdís hnúann á ennið á mér og sagði ákveðin: „Þú skrifar þessa helvítis bók!“ Þá varð ekki aftur snúið og ég ákvað ég að fá leyfi hjá mömmu til að taka viðtal við hana. Ég las svo smásöguna upp fyrir mömmu á 61 árs afmælisdaginn hennar og mér til mikillar undrunar gaf hún mér fullt leyfi til að skrifa söguna.“ „Já, þá var ég tilbúin,“ bætir Guðbjörg við. „Fyrst ég ætlaði ekki að skrifa söguna sjálf fannst mér gott að dóttir mín gerði það. Þetta er í raun mjög örlagatengt því Vigdís var alltaf að hvetja mig til að skrifa bók, svo endar hún á að hvetja dóttur mína til dáða. Enda hefði ég ekki getað skrifað þessa sögu sjálf. Ég var búin að bæla niður þörfina og það var eins og tjáningin væri stífluð. Það var líka bara gott að halda sig í tilfinningunum í þessu úrvinnsluferli og þurfa ekki að stíga inn í listamanninn.“ Þóra tók eingöngu eitt langt viðtal við mömmu sína fyrir bókina. „Eftir að mamma var búin að samþykkja að segja söguna fórum við á vinnustofuna mína og hún sagði mér frá öllu sem hún man. Mamma var mjög skýr í máli þegar hún sagði mér frá sínum myrkustu minningum sem hún átti úr æsku. Atburðum sem ég hafði aldrei vitað um.“ Guðbjörg kom líka sjálfri sér á óvart. „Það var merkilegt að sjá atburðarásina samfellda í stað þess að minningarnar kæmu fram í brotum sem ég hafði unnið í að ná fram í mörg ár hjá geðlækni. Það fannst mér mikið framfaraskref.“ „Maður á ekki að vera hræddur við blóðið sitt og uppruna því við fæðumst öll með frjálsan vilja til að velja gott eða illt.“vísir/valli Sameiginleg rödd mæðgna Þóra fór þá leið í bókinni að blanda saman reynslu móður sinnar og skapandi skrifum. Hún byggir bókina á viðtalinu við móður sína auk bréfaskrifanna sem hún átti við hana á meðan hún bjó í London ásamt upplýsingum sem hún hefur fengið um fjölskyldu móðurinnar í gegnum tíðina. Þóra styðst einnig við sögur sem mamma hennar sagði henni þegar hún var lítil sem byggðu oftar en ekki á ævintýrum úr Vesturbænum. „Svo dembdi ég mér í heimildarvinnu um þrjár kynslóðir á undan mér og leitaði í annála til að komast nær því samfélagi sem þessar kynslóðir lifðu og hrærðust í. Einnig fann ég Morgunblaðsviðtal við gerandann í ofbeldismálinu og það var mér mikilvæg heimild. Maður kemst að svo mörgu ótrúlegu um fólkið sitt þegar kafað er í sögur kynslóðanna og það var líka gaman að tengjast gömlu Reykjavík. Fyrir mér er tíminn fyrir farsíma og nettengingar svolítið nostalgískur en um leið var mun meiri þögn ríkjandi um tilfinningaleg málefni. Það er eitthvað sem mín kynslóð virðist hafa þörf til að sprengja.“ Jafnvel þótt bókin sé byggð á reynslu Guðbjargar leyfir Þóra sér að skálda í eyður og draga upp sínar eigin myndir af andrúmslofti í Reykjavík um miðja síðustu öld. Í bókinni er margar sögur að finna, til að mynda um fátækt, fjölskyldubönd, móðurást og ástvinamissi. „Mamma var svo æðrulaus og sleppti bara tökunum á sögu sinni þannig að ég fékk frelsi til að vera skapandi. Ég nota tóninn hennar sem kemur fram í bréfunum hennar, enda er hann svo fallegur. En ég leyfi mér líka að fá innblástur út frá heimildum og nýjum rannsóknum. Svo eftir heilmikið grúsk sleppti ég tökunum á heimildum, sannleika og spuna – og leyfði þessu að flæða svo hið ljóðræna fengi tækifæri til að lifna við. Mín rödd blandast röddinni hennar mömmu þannig að bókin ber rödd okkar beggja.“ Þurfti að kafa til að skilja Það var mikið áfall fyrir alla fjölskylduna að fá að heyra sögu Guðbjargar. Þrjár kynslóðir bjuggu saman undir sama þaki, margar manneskjur á fáum fermetrum en enginn vissi hvað fór fram í leyni. Mæðgurnar segja alla fjölskylduna standa heilshugar að baki þeim og fagna útgáfu bókarinnar. „Maður á ekki að vera hræddur við blóðið sitt og uppruna því við fæðumst öll með frjálsan vilja til að velja gott eða illt,“ segir Þóra. „Það er líka betra að fá að vita allan sannleikann heldur en eingöngu hálfan. Ég upplifði mikla sorg þegar mamma opnaði á reynslu sína fyrir um þrettán árum og þörf til að taka hluta af byrðunum af mömmu. Ég þurfti að endurhugsa lífið upp á nýtt því allur heimurinn minn var kominn á hvolf. Ég fór að sumu leyti að haga mér eins og ég hefði sjálf lent í þessari reynslu og hafði ríka þörf til að greiða úr hlutunum. Eitt af því skrýtnasta við að komast að svona stóru leyndarmáli í kjarna fjölskyldunnar er að uppgötva hversu lítið ég vissi um manneskjuna sem stóð mér næst og minn helsta uppalanda. Þar af leiðandi fannst mér ég lítið vita um sjálfa mig. Það var því mikilvægt fyrir mig að kafa djúpt til að skilja betur og í því samhengi eru skrif gott og nærandi heilunarafl.“ Gott að skilja ræturnar Eftir því sem Þóra komst að meiru um æsku móður sinnar skildi hún ýmislegt betur í uppvexti sínum. „Ég var svolítið ofverndandi,“ segir Guðbjörg og Þóra bætir við: „Áður en ég þekkti sögu mömmu var hafin hjá mér ákveðin uppreisn gegn ótta hennar um mig sem birtist fremur í öfgahugrekki en hinu og því var gott að vita raunverulega ástæðuna fyrir óttanum. Þá slaknaði á mér. Þegar börn lifa af ofbeldi í æsku verður meðvirkni sjálfkrafa afleiðing. Það hefur birst í fórnsemi hjá mömmu. Hún setti okkur alltaf í forgang og var svolítið ýkt á tímabili. Hún hefði alveg verið til í að skera af sér handlegginn eða rífa úr sér hjartað við hvert tækifæri ef það hefði nýst einhverjum öðrum. Maður hefur því þurft að minna hana á að hún eigi að halda höndunum og hjartanu fyrir sig.“ Guðbjörg tekur undir þetta og segist alltaf hafa verið að passa upp á börnin. „Ég var sífellt hrædd um þau og setti líka allan fókus á annað fólk. Ég er að læra þetta smám saman en börnin hafa oft hvatt mig til að vera eigingjarnari,“ segir hún. Stíflan losuð Síðustu tíu ár hefur Þóra lifað og hrærst í skapandi störfum og hefur það setið lengi í henni að reynsla móður hennar hafi haldið henni sjálfri frá listinni. „Ég beið alltaf eftir að fá að lesa bækurnar eftir mömmu enda held ég að hún hefði orðið frábær rithöfundur. Þegar ég byrjaði að skrifa þessa bók þurfti ég að berjast við vonbrigðin yfir að hún héldi ekki sjálf á pennanum því mér fannst hún mun hæfileikaríkari sögumaður en ég. En skömmin rændi hana frelsinu til að skapa.“ „Mér finnst núna loksins að ég gæti komið öllum þessum sögum og myndum í hausnum á mér niður á blað,“ segir Guðbjörg. „Eftir þetta ferli með bókina og að koma svona fram með söguna mína þá upplifi ég frelsi sem kemur kannski sköpuninni aftur af stað. En ég er svo sem ekkert búin að gera þetta allt upp. Ég hef til dæmis verið að hugsa undanfarna daga að ég vildi að ég gæti lært að gráta. Ég hef ekki grátið svo lengi og er farin að halda að það sé bara allt þurrt í augunum á mér. Ég er orðin svo vön að kyngja sársauka og melta hann í stað þess að losa mig við hann. Næsta verkefni hjá mér er því að læra að gráta,“ segir Guðbjörg að lokum án þess að vita að saga hennar kom út ansi mörgum tárum hjá blaðamanni þegar hann las bókina til að undirbúa sig fyrir viðtalið við hana.
Bókmenntir Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira