Skoðaðu samhengið Magnús Guðmundsson skrifar 18. apríl 2015 11:00 Á sýningunni gefur víða að líta muni frá ólíkum tíma sem tengjast þó jafnvel með óvæntum hætti. Visir/Ernir Í dag verður Safnahúsið opnað að nýju með sýningu á sjónrænum menningararfi þjóðarinnar. Að sýningunni standa höfuðsöfnin þrjú, Þjóðminjasafn, Listasafn og Náttúruminjasafn, auk Þjóðskjalasafns, Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Samstarf þessara sex stofnana býður upp á einstakt tækifæri til að skoða arfleifðina í nýju samhengi og varpa ljósi á ósagða sögu með nýstárlegum hætti. Sjónrænn menningararfur snýr langt því frá einvörðungu að því sem almennt er litið á sem myndlist. Þarna er að finna muni á borð við íslensku handritin, hönnun og myndlist samtímans, handverk liðinna alda og svo mætti lengi telja. Mikil áhersla er lögð á fræðsluþáttinn fyrir fjölskyldur sem skóla og hefur Hlín Gylfadóttir, safnfræðslufulltrúi Þjóðminjasafnsins, unnið að fræðsluefni ásamt fleirum í aðdraganda opnunarinnar.Hlín Gylfadóttir er á meðal þeirra sem hafa unnið að fræðsluþætti sýningarinnar.Visir/Ernir„Þetta er búið að vera langt og mikið ferli sem hefur verið ákaflega gaman að taka taka þátt í. Sýningin verður tækifæri til samverustunda fyrir börn og fullorðna og þannig hugsuð að fólk geti komið saman og notið hennar á sínum forsendum. Við erum búin að útbúa fræðsluefni sem virkar eins og hjálpartæki þegar sýningin er skoðuð. Það eru t.d. spil, leikir og þrautir sem leiða fólk áfram í gegnum sýninguna og hvetja það um leið til þess að nota hugmyndaflugið. Þannig verður það sem skoðað er að lifandi munum sem tala með sínum hætti til þeirra sem skoða og njóta. Heimsókn í Safnahúsið er þannig tilvalið tækifæri til samverustundar ólíkra kynslóða. Að auki verður hægt að nálgast sérsniðið efni á vefnum okkar fyrir kennara fyrir skólaheimsóknir.“ Safnahúsið mun einnig bjóða upp á leiðsöguforrit í gegnum síma og leigu á símum. Með því er hægt að þræða sig eftir sýningunni með hvort sem er heldur hljóðleiðsögn eða skjátexta og því er mikið gert til þess að fólk geti notið sýningarinnar til fulls og fengið skemmtilega fræðslu í senn. Sýningarstjóri er Markús Þór Andrésson og er rétt að minna á að í næstu viku verður enginn aðgangseyrir að safninu. Menning Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Í dag verður Safnahúsið opnað að nýju með sýningu á sjónrænum menningararfi þjóðarinnar. Að sýningunni standa höfuðsöfnin þrjú, Þjóðminjasafn, Listasafn og Náttúruminjasafn, auk Þjóðskjalasafns, Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Samstarf þessara sex stofnana býður upp á einstakt tækifæri til að skoða arfleifðina í nýju samhengi og varpa ljósi á ósagða sögu með nýstárlegum hætti. Sjónrænn menningararfur snýr langt því frá einvörðungu að því sem almennt er litið á sem myndlist. Þarna er að finna muni á borð við íslensku handritin, hönnun og myndlist samtímans, handverk liðinna alda og svo mætti lengi telja. Mikil áhersla er lögð á fræðsluþáttinn fyrir fjölskyldur sem skóla og hefur Hlín Gylfadóttir, safnfræðslufulltrúi Þjóðminjasafnsins, unnið að fræðsluefni ásamt fleirum í aðdraganda opnunarinnar.Hlín Gylfadóttir er á meðal þeirra sem hafa unnið að fræðsluþætti sýningarinnar.Visir/Ernir„Þetta er búið að vera langt og mikið ferli sem hefur verið ákaflega gaman að taka taka þátt í. Sýningin verður tækifæri til samverustunda fyrir börn og fullorðna og þannig hugsuð að fólk geti komið saman og notið hennar á sínum forsendum. Við erum búin að útbúa fræðsluefni sem virkar eins og hjálpartæki þegar sýningin er skoðuð. Það eru t.d. spil, leikir og þrautir sem leiða fólk áfram í gegnum sýninguna og hvetja það um leið til þess að nota hugmyndaflugið. Þannig verður það sem skoðað er að lifandi munum sem tala með sínum hætti til þeirra sem skoða og njóta. Heimsókn í Safnahúsið er þannig tilvalið tækifæri til samverustundar ólíkra kynslóða. Að auki verður hægt að nálgast sérsniðið efni á vefnum okkar fyrir kennara fyrir skólaheimsóknir.“ Safnahúsið mun einnig bjóða upp á leiðsöguforrit í gegnum síma og leigu á símum. Með því er hægt að þræða sig eftir sýningunni með hvort sem er heldur hljóðleiðsögn eða skjátexta og því er mikið gert til þess að fólk geti notið sýningarinnar til fulls og fengið skemmtilega fræðslu í senn. Sýningarstjóri er Markús Þór Andrésson og er rétt að minna á að í næstu viku verður enginn aðgangseyrir að safninu.
Menning Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp