Fótbolti

Milan stórhuga fyrir næsta tímabil

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Adriano skoraði níu mörk í Meistaradeildinni í vetur.
Adriano skoraði níu mörk í Meistaradeildinni í vetur. vísir/getty
AC Milan er stórhuga fyrir næsta tímabil en liðið hefur fest kaup á tveimur framherjum.

Eins og fram kom á Vísi í gær keypti Milan Kólumbíumanninn Carlos Bacca frá Sevilla í gær og nú hefur Brasilíumaðurinn Luiz Adriano bæst í hópinn.

Milan greiddi Shakhtar Donetsk átta milljónir evra fyrir Adriano sem skrifaði undir fimm ára samning við ítalska liðið.

Adriano lék í átta tímabil með Shakhtar og er markahæsti leikmaður í sögu félagsins. Hann skoraði 21 mark í 33 leikjum á síðasta tímabili, þar af níu í sjö leikjum í Meistaradeild Evrópu. Aðeins Lionel Messi, Neymar og Cristiano Ronaldo skoruðu fleiri mörk í Meistaradeildinni í vetur.

Þrátt fyrir góða frammistöðu með Shakhtar hefur Adriano fengið fá tækifæri með brasilíska landsliðinu en hann hefur aðeins leikið fjóra landsleiki.

Milan endaði í 10. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar í fyrra, 35 stigum á eftir meistaraliði Juventus og 17 stigum frá Meistaradeildarsæti.

Eftir tímabilið var Filippo Inzaghi látinn taka pokann sinn og við starfi hans tók Sinisa Mihajlovic.


Tengdar fréttir

Milan krækti í Bacca

AC Milan hefur fest kaup á kólumbíska framherjanum Carlos Bacca frá Sevilla. Ítalska liðið borgaði 21 milljón punda fyrir leikmanninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×