Ólafur: Hef aldrei skilið umræðuna um brennivín í landsliðinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. apríl 2015 16:31 Ólafur Jóhannesson, fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins, var gestur Hjartar Hjartarsonar í útvarpsþættinum Akraborgin á X-inu í dag. Ólafur er í dag þjálfari Vals og snýr því aftur í Pepsi-deildina eftir nokkra fjarveru. Hann hefur þjálfað Hauka síðustu ár, eftir að hann lét af störfum sem landsliðsþjálfari árið 2011. Hann naut mikillar velgengni með FH á sínum tíma og vann marga titla með liðinu á árunum 2003 til 2007, uns hann var ráðinn landsliðsþjálfari. Íslenska landsliðinu gekk hins vegar ekki vel undir hans stjórn og viðurkennir Ólafur að árangurinn hafi verið honum vonbrigði.„Þetta var feiknarskemmtilegur tími en vissulega var árangurinn vonbrigði, bæði fyrir mig og marga aðra. Það situr aðeins í manni og svo sem ekkert óeðlilegt.“ Ólafur segir að hann hafi tekinn ákveðna áhættu þegar hann var búinn að vera í starfinu í eitt og hálft ár. Áhættu sem hann vissi að gæti komið honum í koll. „Ég gat vitað að það myndi kosta eitthvað. Ég ákvað að yngja liðið upp og ég skipti alveg um allt.“ „Landsliðið var búið að vera á sama stað í mörg ár. Við Pétur [Pétursson] lögðumst yfir þetta og ég held að þetta hafi verið sniðugt hjá okkur. Ég sé ekkert eftir því.“ „Við ákváðum bara að fara þessa leið, það var bara gaman að því.“ Ólafur segist vera mikill stuðningsmaður íslenska landsliðsins og að hann sé ánægður með hversu vel liðinu hefur gengið eftir að Lars Lagerbäck tók við því ásamt Heimi Hallgrímssyni.VísirEins og Pétur Pétursson, fyrrum aðstoðarþjálfari Ólafs hjá landsliðinu, sagði í viðtali við Hjört fyrr í vikunni þá hafa þeir fengið nokkra gagnrýni frá sumum landsliðsmönnum um meint agaleysi í þeirra stjórnartíð. „Ég get svo sem ekkert sagt við því. Ef þeim finnst þetta þá get ég í sjálfu sér ekkert sagt við því. Ég taldi mig vera að gera fína hluti en einhverjir telja annað. Það er þá bara þeirra vandamál.“ Eins og fjallað var um á Vísi í dag fékk Ólafur stuðning frá landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni um að það hafi aldrei verið fyllerí í landsliðinu undir stjórn þeirra Ólafs og Péturs. „Ég hef aldrei skilið af hverju brennivíni er blandað í þessa umræðu. Við vorum ekki á fylleríi. Það er algjört kjaftæði. Menn fóru út eftir leiki. Það var þannig áður og það verður þannig áfram. Þetta voru bara sögur og mér sárnaði þetta ekki. Enda veit ég betur.“VísirÓlafur tók við liði Hauka eftir að hafa hætt með landsliðið en segir að starf sitt hafi í raun ekki breyst mikið. „Þetta eru enn ellefu á móti ellefu og æft alla daga. Það er engin breyting á minni vinnu. Það voru ekki sömu gæði hjá Haukum og hjá FH og landsliðinu en það er eini munurinn. Vinnan er sú sama.“ Ólafur ræddi einnig um tímabilið fram undan sem þjálfari Vals en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér efst í fréttinni. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pétur: Hefði getað drukkið minna og reykt minna Pétur Pétursson fór yfir feril sinn í ítarlegu viðtali við Hjört Hjartarson. 13. apríl 2015 23:22 Kári: Landsliðið var staðnaður vinaklúbbur Landsliðsmiðvörðurinn segir tvennt ólíkt að vera í landsliðinu í dag en fyrir nokkrum árum. 10. apríl 2015 09:45 Aron Einar: Þetta voru engar fyllerísferðir Landsliðsfyrirliðinn þvertekur fyrir skemmtanastand leikmanna á árum áður og segir Ólaf Jóhannesson og Pétur Pétursson eiga mikið í árangri liðsins í dag. 16. apríl 2015 10:30 Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Ólafur Jóhannesson, fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins, var gestur Hjartar Hjartarsonar í útvarpsþættinum Akraborgin á X-inu í dag. Ólafur er í dag þjálfari Vals og snýr því aftur í Pepsi-deildina eftir nokkra fjarveru. Hann hefur þjálfað Hauka síðustu ár, eftir að hann lét af störfum sem landsliðsþjálfari árið 2011. Hann naut mikillar velgengni með FH á sínum tíma og vann marga titla með liðinu á árunum 2003 til 2007, uns hann var ráðinn landsliðsþjálfari. Íslenska landsliðinu gekk hins vegar ekki vel undir hans stjórn og viðurkennir Ólafur að árangurinn hafi verið honum vonbrigði.„Þetta var feiknarskemmtilegur tími en vissulega var árangurinn vonbrigði, bæði fyrir mig og marga aðra. Það situr aðeins í manni og svo sem ekkert óeðlilegt.“ Ólafur segir að hann hafi tekinn ákveðna áhættu þegar hann var búinn að vera í starfinu í eitt og hálft ár. Áhættu sem hann vissi að gæti komið honum í koll. „Ég gat vitað að það myndi kosta eitthvað. Ég ákvað að yngja liðið upp og ég skipti alveg um allt.“ „Landsliðið var búið að vera á sama stað í mörg ár. Við Pétur [Pétursson] lögðumst yfir þetta og ég held að þetta hafi verið sniðugt hjá okkur. Ég sé ekkert eftir því.“ „Við ákváðum bara að fara þessa leið, það var bara gaman að því.“ Ólafur segist vera mikill stuðningsmaður íslenska landsliðsins og að hann sé ánægður með hversu vel liðinu hefur gengið eftir að Lars Lagerbäck tók við því ásamt Heimi Hallgrímssyni.VísirEins og Pétur Pétursson, fyrrum aðstoðarþjálfari Ólafs hjá landsliðinu, sagði í viðtali við Hjört fyrr í vikunni þá hafa þeir fengið nokkra gagnrýni frá sumum landsliðsmönnum um meint agaleysi í þeirra stjórnartíð. „Ég get svo sem ekkert sagt við því. Ef þeim finnst þetta þá get ég í sjálfu sér ekkert sagt við því. Ég taldi mig vera að gera fína hluti en einhverjir telja annað. Það er þá bara þeirra vandamál.“ Eins og fjallað var um á Vísi í dag fékk Ólafur stuðning frá landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni um að það hafi aldrei verið fyllerí í landsliðinu undir stjórn þeirra Ólafs og Péturs. „Ég hef aldrei skilið af hverju brennivíni er blandað í þessa umræðu. Við vorum ekki á fylleríi. Það er algjört kjaftæði. Menn fóru út eftir leiki. Það var þannig áður og það verður þannig áfram. Þetta voru bara sögur og mér sárnaði þetta ekki. Enda veit ég betur.“VísirÓlafur tók við liði Hauka eftir að hafa hætt með landsliðið en segir að starf sitt hafi í raun ekki breyst mikið. „Þetta eru enn ellefu á móti ellefu og æft alla daga. Það er engin breyting á minni vinnu. Það voru ekki sömu gæði hjá Haukum og hjá FH og landsliðinu en það er eini munurinn. Vinnan er sú sama.“ Ólafur ræddi einnig um tímabilið fram undan sem þjálfari Vals en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér efst í fréttinni.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pétur: Hefði getað drukkið minna og reykt minna Pétur Pétursson fór yfir feril sinn í ítarlegu viðtali við Hjört Hjartarson. 13. apríl 2015 23:22 Kári: Landsliðið var staðnaður vinaklúbbur Landsliðsmiðvörðurinn segir tvennt ólíkt að vera í landsliðinu í dag en fyrir nokkrum árum. 10. apríl 2015 09:45 Aron Einar: Þetta voru engar fyllerísferðir Landsliðsfyrirliðinn þvertekur fyrir skemmtanastand leikmanna á árum áður og segir Ólaf Jóhannesson og Pétur Pétursson eiga mikið í árangri liðsins í dag. 16. apríl 2015 10:30 Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Pétur: Hefði getað drukkið minna og reykt minna Pétur Pétursson fór yfir feril sinn í ítarlegu viðtali við Hjört Hjartarson. 13. apríl 2015 23:22
Kári: Landsliðið var staðnaður vinaklúbbur Landsliðsmiðvörðurinn segir tvennt ólíkt að vera í landsliðinu í dag en fyrir nokkrum árum. 10. apríl 2015 09:45
Aron Einar: Þetta voru engar fyllerísferðir Landsliðsfyrirliðinn þvertekur fyrir skemmtanastand leikmanna á árum áður og segir Ólaf Jóhannesson og Pétur Pétursson eiga mikið í árangri liðsins í dag. 16. apríl 2015 10:30