Segir ekki efnahagslegt svigrúm fyrir kröfur verkalýðsfélaga Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2015 15:02 Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Valli Formaður Samtaka atvinnulífsins segir að ekki sé efnahagslegt svigrúm til að verða eftir kröfum verkalýðsfélaga. Mögulega sé svigrúm fyrir einn tíunda af kröfunum. Þetta sagði Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, í ræðu sinni á ársfundi samtakanna í Hörpu í dag. „Forysta verkalýðsfélaganna stefnir félagsmönnum sínum til verkfalla og telur að þótt kröfurnar fáist samþykktar þá muni það ekki hafa áhrif út fyrir eigin raðir. Kannski telja einhverjir að þetta geti gengið upp hjá fámennum hópum. Að það skiptu engu máli fyrir aðra þótt laun eins hóps hækki hressilega.“ Björgólfur sagði ekkert rými fyrir laumufarþega sem geti rifið sig lausa frá samfélaginu. Allir fylgist með og launahækkun eins hóps leiði óhjákvæmilega til aukinna krafna annarra. „Ég hef áður hvatt til að þess að gætt sé hófs þegar laun stjórnenda fyrirtækja og stjórna þeirra eru ákveðin. Samtök atvinnulífsins hafa markað ákveðna stefnu um launaþróun næstu misserin. Sú stefna á að sjálfsögðu að ná til stjórnenda fyrirtækjanna og stjórna þeirra. Það er ekkert svigrúm nú til að leiðrétta laun þessa hóps frekar en annarra. Þar verða allir að sýna ábyrgð.“ Björgólfur sagði að breyta þyrfti skipulagi vinnumarkaðarins. Að ná þyrfti samkomulagi aðila á almennum og opinberum vinnumarkaði um leikreglur við gerð kjarasamninga og úrræði við að styðja við þær. Hann sagði að kjarasamningar yrðu að byggja á svigrúmi útflutnings- og samkeppnisgreina til launabreytinga og styðja við almenna hagstjórn sem tryggi stöðugleika, lága verðbólgu, hóflega vexti og festu í gengi krónunnar. „Markmiðið verði að tryggja samkeppnishæfni atvinnulífsins, öflugan hagvöxt, fjölgun starfa og betri lífskjör.“Ný leið í samningum „Samtök atvinnulífsins hafa boðið stéttarfélögunum að fara nýja leið í samningunum. Þess verði freistað að hækka grunnlaun en lækka um leið álagsgreiðslur á laun. Breytingarnar geta leitt til minni yfirvinnu og að dagvinnulaun dugi til framfærslu. Þetta gerist þó ekki í einu vetfangi.“ Björgólfur sagði samtökin stolt af árangri í kjarasamningum síðasta árs. Hann sagði að kaupmáttur hafi aldrei aukist jafn mikið á einu ári, verðbólga hafi verið minni um áratugaskeið og stýrivextir hafi lækkað töluvert á sama tíma. Það sýni að hóflegar launahækkanir séu best til þess fallnar að tryggja aukinn kaupmátt, betri lífskjör og bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja í landinu. „Og með þessu hefur nú þegar myndast innistæða fyrir frekari lækkun vaxta, sem mun hverfa eins og dögg fyrir sólu nái kröfur stéttarfélaganna fram að ganga.“ Tengdar fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins 2015 Ársfundur atvinnulífsins 2015 fer fram í Hörpu í dag frá klukkan 14 til 16. 16. apríl 2015 14:30 Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Sjá meira
Formaður Samtaka atvinnulífsins segir að ekki sé efnahagslegt svigrúm til að verða eftir kröfum verkalýðsfélaga. Mögulega sé svigrúm fyrir einn tíunda af kröfunum. Þetta sagði Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, í ræðu sinni á ársfundi samtakanna í Hörpu í dag. „Forysta verkalýðsfélaganna stefnir félagsmönnum sínum til verkfalla og telur að þótt kröfurnar fáist samþykktar þá muni það ekki hafa áhrif út fyrir eigin raðir. Kannski telja einhverjir að þetta geti gengið upp hjá fámennum hópum. Að það skiptu engu máli fyrir aðra þótt laun eins hóps hækki hressilega.“ Björgólfur sagði ekkert rými fyrir laumufarþega sem geti rifið sig lausa frá samfélaginu. Allir fylgist með og launahækkun eins hóps leiði óhjákvæmilega til aukinna krafna annarra. „Ég hef áður hvatt til að þess að gætt sé hófs þegar laun stjórnenda fyrirtækja og stjórna þeirra eru ákveðin. Samtök atvinnulífsins hafa markað ákveðna stefnu um launaþróun næstu misserin. Sú stefna á að sjálfsögðu að ná til stjórnenda fyrirtækjanna og stjórna þeirra. Það er ekkert svigrúm nú til að leiðrétta laun þessa hóps frekar en annarra. Þar verða allir að sýna ábyrgð.“ Björgólfur sagði að breyta þyrfti skipulagi vinnumarkaðarins. Að ná þyrfti samkomulagi aðila á almennum og opinberum vinnumarkaði um leikreglur við gerð kjarasamninga og úrræði við að styðja við þær. Hann sagði að kjarasamningar yrðu að byggja á svigrúmi útflutnings- og samkeppnisgreina til launabreytinga og styðja við almenna hagstjórn sem tryggi stöðugleika, lága verðbólgu, hóflega vexti og festu í gengi krónunnar. „Markmiðið verði að tryggja samkeppnishæfni atvinnulífsins, öflugan hagvöxt, fjölgun starfa og betri lífskjör.“Ný leið í samningum „Samtök atvinnulífsins hafa boðið stéttarfélögunum að fara nýja leið í samningunum. Þess verði freistað að hækka grunnlaun en lækka um leið álagsgreiðslur á laun. Breytingarnar geta leitt til minni yfirvinnu og að dagvinnulaun dugi til framfærslu. Þetta gerist þó ekki í einu vetfangi.“ Björgólfur sagði samtökin stolt af árangri í kjarasamningum síðasta árs. Hann sagði að kaupmáttur hafi aldrei aukist jafn mikið á einu ári, verðbólga hafi verið minni um áratugaskeið og stýrivextir hafi lækkað töluvert á sama tíma. Það sýni að hóflegar launahækkanir séu best til þess fallnar að tryggja aukinn kaupmátt, betri lífskjör og bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja í landinu. „Og með þessu hefur nú þegar myndast innistæða fyrir frekari lækkun vaxta, sem mun hverfa eins og dögg fyrir sólu nái kröfur stéttarfélaganna fram að ganga.“
Tengdar fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins 2015 Ársfundur atvinnulífsins 2015 fer fram í Hörpu í dag frá klukkan 14 til 16. 16. apríl 2015 14:30 Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Sjá meira
Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins 2015 Ársfundur atvinnulífsins 2015 fer fram í Hörpu í dag frá klukkan 14 til 16. 16. apríl 2015 14:30