Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Snæfell 56-71 | Snæfell í úrslit Anton Ingi Leifsson í Röstinni í Grindavík skrifar 16. apríl 2015 21:30 Hildur Sigurðardóttir, leikmaður Snæfells. vísir/stefán Snæfell tryggði sér sæti í úrslitum Dominos-deildar kvenna eftir öflugan útisigur á Grindavík, 56-71. Snæfell vann því einvigið 3-1 og mætir Keflavík í úrslitarimmunni, en hún hefst næsta miðvikudag, þann 22. maí. Snæfell getur varið titilinn frá því í fyrra. Gestirnir úr Stykkishólmi lögðu grunninn að sigirnum með góðum öðrum leikhluta, en þær unnu hann 24-12. Heimastúlkur ekki með á nótunum. Í síðari hálfleik var svipað uppá teningnum og Snæfell hélt forskotinu. Þær tryggðu sig að lokum sæti í úrslitum. Grindavík spilaði vel í fyrsta leikhluta. Þær mættu grimmari en gestirnir og það var eins og gestirnir væru enn að hrista af sér ferðalagið. Grindavík komst meðal annars í 7-2 og 9-4, en þá tók Ingi Þór Steinþórsson leikhlé og fór yfir málin með sínum stúlkum. Eftir það jafnaðist leikurinn meira og Grindavík leiddi með einu stigi eftir fyrsta leikhluta, 11-10. Afar lítið skorað í fyrsta leikhluta, en gestirnir úr Hólminum komu beittir til leiks í öðrum leikhluta. Þær skoruðu fimm fyrstu körfurnar í öðrum leikhluta og breyttu stöðunni úr 11-10 í 11-21. Þær voru að hirða nánast öll fráköst undir körfunum og Grindavíkur-liðið var ekki að berjast fyrir öllum boltum, eins og maður hefði kannski haldið, því það var á leið í sumarfrí ef þær myndu tapa. Grindavík náði góðu forskoti og þegar flautan gall í hálfleik var staðan 23-34, Grindavík í vil. Snæfell tók til að mynda tólf sóknarfráköst á móti þremur sóknarfráköstum hjá Grindavík. Grindavík hitti úr einum þrist af sjö í fyrri hálfleik, en Snæfell þremur af níu. Kristina King og Pálína Gunnlaugsdóttir höfðu skorað 19 af 23 stigum Grindavíkur. Athyglisvert. Í síðari hálfleik var svipað uppá teningnum. Í þriðja leikhluta hótuðu heimastúlkur tvisvar til þrisvar áhlaupum, en þær náðu að minnka muninn í sjö stig og sex stig um miðjan leikhluta. Grindavíkur-liðið var alltof ragt við að keyra á körfuna. Þær fengu ekki vítarétt fyrr en í fjórða leikhluta sem segir allt sem segja þarf. Snæfell var með góða forystu eftir þriðja leikhluta, 40-53. Í fjórða leikhluta hélt Snæfell jafnt og þétt forskotinu. Þær voru að sóknafrákasta rosalega vel og Kaninn var að spila mun betur hjá Snæfell heldur en Grindavík. Leikurinn fjaraði jafnt og þétt út, en þegar fjórði leikhluti var hálfnaður var staðan 61-47 fyrir gestunum. Þær vörðu forskotið með kjaft og klóm og unnu að lokum 71-56. Kristen McCarthy var mikilvæg fyrir Snæfell, en hún skoraði 25 stig og tók ellefu fráköst. Hildur Sigurðardóttir lagði sín lóð á vogaskálarnar (12 stig og 12 fráköst), en það voru margar sem voru að setja í púkkinn hjá gestunum. Alls komust átta leikmenn á blað hjá Snæfell, en einungis fimm hjá Grindavík. Hjá Grindavík var Pálína stigahæst með 19 stig, en hún tók einnig átta fráköst. Kristina King skoraði tólf stig og tók fimm fráköst. Það er einfaldlega ekki nægilega gott framlag frá gæðaleikmanni eins og Kristina er. Petrúnelal Skúladóttir, sem er lykilmaður í Grindavíkurliðinu, náði sér heldur ekki á strik. Snæfell er því komið í úrslitaleikinn gegn Keflavík, en Snæfell leikur til úrslita annað árið í röð. Einvígið hefst næsta miðvikudag. Grindavík varð bikarmeistari á árinu og komst í undanúrslit. Fínn árangur þar á bæ, þó fólkið þar í bæ hefði eflaust viljað fara lengra en raun bar vitni.Hildur: Hef gaman af því að fara til Keflavíkur „Þetta tókst í dag. Við ætluðum að láta þetta takast og það er mjög ánægjulegt að klára þetta,” sagði Hildur Sigurðardóttir, lykilmaður Snæfells, í leikslok. „Mér fannst barátta og liðsvinna vera okkar aðalsmerki í dag. Við vorum margar að koma með gott framlag. Við höfum verið að stóla á mikið framlag frá Kananum okkar, en núna vorum við fleiri að leggja í púkk og það skilar góðum úrslitum.” „Það var planið hjá okkur í dag að vera grimmar í dag. Í svona keppni þá þarf maður bara komast í gírinn og fara í alla bolta og þá endar þetta á góðan veg. Grimmdin er mikilvæg í þessu og þetta endaði vel.” Hildur segir að það hafi ekki komið til greina að fara aftur í oddaleik í Hólminum á sunnudaginn. Það hafi einfaldlega ekki verið í boði. „Okkur fannst þetta vera komið gott. Það er fínt að klára þetta í kvöld og geta kannski slakað á á morgun og svo farið að undirbúa sig á fullu fyrir Keflavíkur-rimmuna.” „Mér líst mjög vel á hana. Ég hef gaman af því að fara til Keflavíkur og þetta leggst vel í mig,” sagi Hildur. Aðspurð hvort lokaserían færi 3-0 svaraði Hildur kokhraust: „Auðvitað fer maður í alla leiki til að vinna.”Sverrir: McCarthy númeri of stór „Við vorum í vandræðum sóknarlega. Við skorum alltof lítið, við klúðrum auðveldum færum og þannig var þetta í allri seríunni,” sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, sem stýrði sínum síðasta leik. Sverrir mun taka sér frí frá körfubolta á næstu leiktíð. „Þær voru að spila grimma vörn. Þar af leiðandi var þetta rosalega stirrt. Þær voru einnig að rífa fullt af sóknarfráköstum og svo nátturlega var Kaninn þeirra, í nánast öllum leikjunum, númeri of stór. Hrikalega góð.” „Stelpurnar börðust ágætlega og svo misstum við þær aðeins fram úr. Það var þá erfitt að koma til baka og Snæfell er með það gott lið að þær gefa ekki mörg færi á sér. Við reyndum og stelpurnar lögðu sig í verkefnið, en Snæfell er bara betri en við í dag og því fór sem fór.” „Við ætluðum okkur stóra hluti og vinnum bikarinn, við komumst í úrslitakeppnina með sigri í lokaleik í deildinni. Við mætum svo deildarmeisturunum, en ég hefði viljað vinna heimaleikinn núna og látið þetta ráðast í oddaleik í Hólminum.” „Þá hefðum við verið sátt með tímabilið. Að fara eins langt gegn Snæfell og hægt var og eiga séns í fimmta leik þar sem öll pressan er á þeim og komast í úrslit, en við lendum í skakkaföllum.” „Við missum besta stóra manninn okkar út og það var bara ekki til að hjálpa, en ég vil hrósa stelpunum. Þær voru að leggja sig fram. Þeir börðust og gerðu sitt besta, en Snæfell var bara betri og við vorum ekki nægilega ákveðnar.” „Það er algjörlega 50-50. Þó að Snæfell sé með heimavöllinn þá er Keflavík með svipað lið. Þetta verður hörkusería. Ég vil fá oddaleik fyrirkörfuboltann,” sagði þessi magnaði þjálfari sem dregur sig nú í hlé.Grindavík-Snæfell 56-71 (11-10, 12-24, 17-19, 16-18)Grindavík: Pálína María Gunnlaugsdóttir 19/8 fráköst, Kristina King 12/5 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 10/8 fráköst/6 stoðsendingar, Petrúnella Skúladóttir 9, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 6/6 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 0/7 stoðsendingar/3 varin skot.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 25/11 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 12/12 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 11/4 fráköst/3 varin skot, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 8/6 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 6, María Björnsdóttir 4/7 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3, Anna Soffía Lárusdóttir 2, Alda Leif Jónsdóttir 0/5 fráköst/4 varin skot.[Bein lýsing]Leik lokið | 56-71: Öruggur sigur Snæfells staðreynd. Nánari umfjöllun og viðtöl síðar í kvöld.39. mín | 52-69: Þetta er búið. Minni spámenn, ef svo mætti kalla, fá að spreyta sig.37. mín | 52-67: Fimmtán stiga munur og 3:01 eftir. Þetta verður erfitt fyrir Grindavík. Nánast vonlaust.36. mín | 50-63: Þristur frá Pálínu heldur þessu gangandi. Hún skoraði ekkert stig í síðasta leik, en hún er með nítján stig núna.35. mín | 47-61: Einungis tvö stig síðustu mínútur, en það gerði María Björnsdóttir nú rétt í þessu. Sverrir tekur leikhlé. Nú eru síðustu forvöð fyrir Grindavík að fara minnka muninn. Fjórtán stiga munur þegar 5:07 eru eftir.33. mín | 47-59: Tólf stiga leikur. McCarthy heldur áfram að hitta, en hún er með 21 stig.31. mín | 45-53: Guðlaug skorar fyrstu stigin og Petrúnella bætir við þrist. Við erum með bullandi leik, gott fólk!Þriðja leikhluta lokið | 40-53: Grindavík leiðir með þrettán stigum þegar einungis fjórði leikhluti er eftir. McCarthy er komin með nítján stig samtals, en hún er stigahæst með nítján stig. Pálína er með sextán fyrir heimastúlkur.29. mín | 38-51: Liðin skiptast á að taka góða spretti. Nú er Snæfell sterkari aðilinn. Þetta fer að verða erfitt fyrir Grindavík, en munurinn er þrettán stig og Snæfell með boltann.28. mín | 38-45: Sex stig í röð frá Grindavík eftir leikhléið sem Sverrir tók. Allt annað að sjá þær. Petrúnelal fær sína fjórðu villu.26. mín | 32-45: Þrettán stiga munur. Ég þarf að éta það ofan í mig sem ég sagði áðan varðandi það að það væru ferskir vindar með Grindavík. Þær þurfa að efla sóknarleik sinn til muna til þess að fara með sigur burt úr Röstinni í kvöld. Sverrir tekur leikhlé.25. mín | 30-41: Varnarleikurinn er aðalsmerki þessa leiks. Það er lítið að frétta sóknarlega, en hver önnur en Hildur Sigurðardóttir hendir í þrist?23. mín | 28-36: Enn er þetta átta stiga leikur. Lítið skorað. Grindavík var að vinna boltann þessa stundina og það er eins og það eru smá ferskir vindar með þeim þessar mínúturnar.21. mín | 26-34: Pálína setur niður þrist í þann mund sem skotklukkan var að renna út. Afar furðulegt allt saman. Tíminn var að rnna út og hún henti boltanum nánast út í loftið og hann endaði ofan í. Skemmtikraftur.Tölfræði fyrri hálfleiks: Kristina King er með tíu stig í fyrri hálfleik fyrir Grindavík. Hún hefur að auki tekið fjögur fráköst og gefið tvær stoðsendingar. Pálína hefur gert níu stig í fyrri hálfleik og tekið fimm fráköst. Aðrar minna. Hjá gestunum er Gunnhildur Gunnarsdóttir með níu stig, en þær Kristin McCarthy og Hildur Sigurðardóttir eru með sjö hvor. Kristen er með átta fráköst, en Hildur sex.Hálfleikur | 23-34: Snæfell er ellefu stigum yfir í hálfleik. Þær unnu hann hann með helmingsmun, 24-12, og eru verðskuldað yfir í hálfleik. Eftir slakan fyrsta leikhluta rifu þær sig upp. Þær byrjuðu að hirða öll fráköst á meðan Grindavík slakaði aðeins á klónni.19. mínúta | 19-33: Snæfell er að spila svakalega vel þessa stundina, en að sama skapi er Grindavík að spila savkalega illa. Ekki að hitta neitt og sumar í liðinu gætu ekki keypt sér stig.17. mínúta | 17-25: Jafn leikur þessa stundina. Dómararnir eru ekki bestu vinir Sverris, þjálfara Grindavíkur, þessa stundina. Margir dómar eru að fara í taugarnar á honum, en hans stelpur eru all svakalega að tapa frákasta baráttunni þessar mínúturnar.15. mínúta | 13-21: Kristina skorar fyrstu stig Grindavíkur í leikhluta númer tvö. Hún þarf að keyra mikið meira inn á körfuna. Þar er hún sterk.14. mínúta | 11-21: Grindavík er ekki enn búið að skora í öðrum leikhluta. Leikhlutinn eign gestana sem hafa vaknað af værum blundi, en þær voru ekki að spila vel í fyrsta leikhluta. 0-11 leikhluti hingað til.13. mínúta | 11-17: Hildur Sigurðardóttir er að byrja þetta vel. Hún setur niður þrist og er að spila rosalega vel. Sex stiga leikur.12. mínúta | 11-14: Fyrstu tvær körfurnar í öðrum leikhluta eru gestana. Þriggja stiga leikur.Fyrsta leikhluta lokið | 11-10: Helga Hjördís setur niður þrist núna. Hitti ekki áðan, en ekki klikkar ekki tveimur þristum í röð.8. mínúta | 9-7: Gunnhildur neglir niður þrist fyrir gestina, en bæði lið eru að klikka á afar auðveldum skotfærum. Auðveldum sniðskotum sem liðin eru öllu jöfnu að setja niður.7. mínúta | 9-4: Ingi, þjálfari Snæfells, tekur leikhlé. Einungis fjögur stig skoruð á rúmum sjö mínútum er ekkert sérstakt skot. 2:51 eftir af leikhlutanum. Helga Hjördís var að koma inn og henti í einn þristar-loftbolta. Skotnýtingin léleg hjá gestunum, sköminni skárri hjá Grindavík.6. mínúta | 9-4: Kristen McCarthy kemst á blað fyrir Snæfell. Hefur verið vel passað upp á hana hingað til. Grindavík með undirtökin.4. mínúta | 7-2: Pálína hendir í þrist sem áhorfendur kunna að meta. Hún hefur alltaf spilað fyrir áhorfendur og heldur því áfram. Skemmtikraftur!3. mínúta | 4-2: Snæfell er í smá vandræðum þessa stundina. Voru að tapa boltanum þessa stundina, en Grindavík byrjar varnarleikinn mjög vel.1. mínúta | 2-0: Pálína skorar fyrstu stigin. Hún komst ekki á blað í síðasta leik. Gleðiefni fyrir Grindavík.1. mínúta | 0-0: Þetta er byrjað! Góða skemmtun!Fyrir leik: Sjö mínútur. Áhorfendur byrjaðir að týnast inn í húsið. Ætlar Grindavík í sumarfrí eða verður oddaleikur í Hólminum á sunnudaginn? Þetta fáum við allt á hreint á næstu einni og hálfu klukkustundinni.Fyrir leik: Um stundarfjórðungur er þangað til allt fer af stað hérna í Röstinni. Bæði lið eru þessa stundina að hita upp og gera sig tilbúin í átökin. Það er að duga eða drepast!Fyrir leik: Rögnvaldur Hreiðarsson og Ísak Ernir Kristinsson eru með flauturnar hér í kvöld. Pétur Hrafn Sigurðsson er eftirlitsmaður KKÍ og sér til þess að allt fari vel fram hér í dag. Vonandi vegnar þeim vel og þeir leysa þetta vel. Hef enga trú á öðru!Fyrir leik: Kristina King er efst í tölfræðiþáttum Grindavíkur. Hún hefur skorað 18,4 stig að meðaltali, tekið rúmlega átta fráköst í leik og gefið fjórar stoðsendingar. Kristen Denise McCarthy hefur verið afar öflug í Íslandsmeistaraliði Snæfells. Hún hefur skorað tæp 28 stig að meðaltali í leik og tekið rúm þrettán fráköst. Hildur Sigurðardóttir er efst í stoðsendingar-meðaltalinu hjá Snæfell, en hún hefur gefið sex stoðsendingar í leik að meðaltali.Fyrir leik: Grindavík þarf að spila mikið betri sóknarleik í kvöld heldur en í síðasta leik þegar liðið skoraði einungis 48 stig. Það skoraði einnig einungis 44 stig í fyrstu leiknum, en þeim gulklæddu virðist takast illa að skora í Hólminum.Fyrir leik: Leikurinn er fjórði leikur liðanna. Snæfell vann fyrsta leikinn 66-44, Grindavík vann leik númer tvö 79-72. Snæfell kom sér svo aftur yfir í einvíginu með sigri í þriðja leik liðanna; 69-48, og getur með sigri hér í kvöld tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu. Keflavík er komið þangað eftir 3-0 sigur á Haukum.Fyrir leik: Góða kvöldið og velkomin með Vísi í Röstina í Grinadvík. Hér verður fylgst með fjórða leik Grindavíkur og Snæfells í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna. Dominos-deild kvenna Mest lesið Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti Sjá meira
Snæfell tryggði sér sæti í úrslitum Dominos-deildar kvenna eftir öflugan útisigur á Grindavík, 56-71. Snæfell vann því einvigið 3-1 og mætir Keflavík í úrslitarimmunni, en hún hefst næsta miðvikudag, þann 22. maí. Snæfell getur varið titilinn frá því í fyrra. Gestirnir úr Stykkishólmi lögðu grunninn að sigirnum með góðum öðrum leikhluta, en þær unnu hann 24-12. Heimastúlkur ekki með á nótunum. Í síðari hálfleik var svipað uppá teningnum og Snæfell hélt forskotinu. Þær tryggðu sig að lokum sæti í úrslitum. Grindavík spilaði vel í fyrsta leikhluta. Þær mættu grimmari en gestirnir og það var eins og gestirnir væru enn að hrista af sér ferðalagið. Grindavík komst meðal annars í 7-2 og 9-4, en þá tók Ingi Þór Steinþórsson leikhlé og fór yfir málin með sínum stúlkum. Eftir það jafnaðist leikurinn meira og Grindavík leiddi með einu stigi eftir fyrsta leikhluta, 11-10. Afar lítið skorað í fyrsta leikhluta, en gestirnir úr Hólminum komu beittir til leiks í öðrum leikhluta. Þær skoruðu fimm fyrstu körfurnar í öðrum leikhluta og breyttu stöðunni úr 11-10 í 11-21. Þær voru að hirða nánast öll fráköst undir körfunum og Grindavíkur-liðið var ekki að berjast fyrir öllum boltum, eins og maður hefði kannski haldið, því það var á leið í sumarfrí ef þær myndu tapa. Grindavík náði góðu forskoti og þegar flautan gall í hálfleik var staðan 23-34, Grindavík í vil. Snæfell tók til að mynda tólf sóknarfráköst á móti þremur sóknarfráköstum hjá Grindavík. Grindavík hitti úr einum þrist af sjö í fyrri hálfleik, en Snæfell þremur af níu. Kristina King og Pálína Gunnlaugsdóttir höfðu skorað 19 af 23 stigum Grindavíkur. Athyglisvert. Í síðari hálfleik var svipað uppá teningnum. Í þriðja leikhluta hótuðu heimastúlkur tvisvar til þrisvar áhlaupum, en þær náðu að minnka muninn í sjö stig og sex stig um miðjan leikhluta. Grindavíkur-liðið var alltof ragt við að keyra á körfuna. Þær fengu ekki vítarétt fyrr en í fjórða leikhluta sem segir allt sem segja þarf. Snæfell var með góða forystu eftir þriðja leikhluta, 40-53. Í fjórða leikhluta hélt Snæfell jafnt og þétt forskotinu. Þær voru að sóknafrákasta rosalega vel og Kaninn var að spila mun betur hjá Snæfell heldur en Grindavík. Leikurinn fjaraði jafnt og þétt út, en þegar fjórði leikhluti var hálfnaður var staðan 61-47 fyrir gestunum. Þær vörðu forskotið með kjaft og klóm og unnu að lokum 71-56. Kristen McCarthy var mikilvæg fyrir Snæfell, en hún skoraði 25 stig og tók ellefu fráköst. Hildur Sigurðardóttir lagði sín lóð á vogaskálarnar (12 stig og 12 fráköst), en það voru margar sem voru að setja í púkkinn hjá gestunum. Alls komust átta leikmenn á blað hjá Snæfell, en einungis fimm hjá Grindavík. Hjá Grindavík var Pálína stigahæst með 19 stig, en hún tók einnig átta fráköst. Kristina King skoraði tólf stig og tók fimm fráköst. Það er einfaldlega ekki nægilega gott framlag frá gæðaleikmanni eins og Kristina er. Petrúnelal Skúladóttir, sem er lykilmaður í Grindavíkurliðinu, náði sér heldur ekki á strik. Snæfell er því komið í úrslitaleikinn gegn Keflavík, en Snæfell leikur til úrslita annað árið í röð. Einvígið hefst næsta miðvikudag. Grindavík varð bikarmeistari á árinu og komst í undanúrslit. Fínn árangur þar á bæ, þó fólkið þar í bæ hefði eflaust viljað fara lengra en raun bar vitni.Hildur: Hef gaman af því að fara til Keflavíkur „Þetta tókst í dag. Við ætluðum að láta þetta takast og það er mjög ánægjulegt að klára þetta,” sagði Hildur Sigurðardóttir, lykilmaður Snæfells, í leikslok. „Mér fannst barátta og liðsvinna vera okkar aðalsmerki í dag. Við vorum margar að koma með gott framlag. Við höfum verið að stóla á mikið framlag frá Kananum okkar, en núna vorum við fleiri að leggja í púkk og það skilar góðum úrslitum.” „Það var planið hjá okkur í dag að vera grimmar í dag. Í svona keppni þá þarf maður bara komast í gírinn og fara í alla bolta og þá endar þetta á góðan veg. Grimmdin er mikilvæg í þessu og þetta endaði vel.” Hildur segir að það hafi ekki komið til greina að fara aftur í oddaleik í Hólminum á sunnudaginn. Það hafi einfaldlega ekki verið í boði. „Okkur fannst þetta vera komið gott. Það er fínt að klára þetta í kvöld og geta kannski slakað á á morgun og svo farið að undirbúa sig á fullu fyrir Keflavíkur-rimmuna.” „Mér líst mjög vel á hana. Ég hef gaman af því að fara til Keflavíkur og þetta leggst vel í mig,” sagi Hildur. Aðspurð hvort lokaserían færi 3-0 svaraði Hildur kokhraust: „Auðvitað fer maður í alla leiki til að vinna.”Sverrir: McCarthy númeri of stór „Við vorum í vandræðum sóknarlega. Við skorum alltof lítið, við klúðrum auðveldum færum og þannig var þetta í allri seríunni,” sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, sem stýrði sínum síðasta leik. Sverrir mun taka sér frí frá körfubolta á næstu leiktíð. „Þær voru að spila grimma vörn. Þar af leiðandi var þetta rosalega stirrt. Þær voru einnig að rífa fullt af sóknarfráköstum og svo nátturlega var Kaninn þeirra, í nánast öllum leikjunum, númeri of stór. Hrikalega góð.” „Stelpurnar börðust ágætlega og svo misstum við þær aðeins fram úr. Það var þá erfitt að koma til baka og Snæfell er með það gott lið að þær gefa ekki mörg færi á sér. Við reyndum og stelpurnar lögðu sig í verkefnið, en Snæfell er bara betri en við í dag og því fór sem fór.” „Við ætluðum okkur stóra hluti og vinnum bikarinn, við komumst í úrslitakeppnina með sigri í lokaleik í deildinni. Við mætum svo deildarmeisturunum, en ég hefði viljað vinna heimaleikinn núna og látið þetta ráðast í oddaleik í Hólminum.” „Þá hefðum við verið sátt með tímabilið. Að fara eins langt gegn Snæfell og hægt var og eiga séns í fimmta leik þar sem öll pressan er á þeim og komast í úrslit, en við lendum í skakkaföllum.” „Við missum besta stóra manninn okkar út og það var bara ekki til að hjálpa, en ég vil hrósa stelpunum. Þær voru að leggja sig fram. Þeir börðust og gerðu sitt besta, en Snæfell var bara betri og við vorum ekki nægilega ákveðnar.” „Það er algjörlega 50-50. Þó að Snæfell sé með heimavöllinn þá er Keflavík með svipað lið. Þetta verður hörkusería. Ég vil fá oddaleik fyrirkörfuboltann,” sagði þessi magnaði þjálfari sem dregur sig nú í hlé.Grindavík-Snæfell 56-71 (11-10, 12-24, 17-19, 16-18)Grindavík: Pálína María Gunnlaugsdóttir 19/8 fráköst, Kristina King 12/5 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 10/8 fráköst/6 stoðsendingar, Petrúnella Skúladóttir 9, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 6/6 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 0/7 stoðsendingar/3 varin skot.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 25/11 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 12/12 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 11/4 fráköst/3 varin skot, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 8/6 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 6, María Björnsdóttir 4/7 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3, Anna Soffía Lárusdóttir 2, Alda Leif Jónsdóttir 0/5 fráköst/4 varin skot.[Bein lýsing]Leik lokið | 56-71: Öruggur sigur Snæfells staðreynd. Nánari umfjöllun og viðtöl síðar í kvöld.39. mín | 52-69: Þetta er búið. Minni spámenn, ef svo mætti kalla, fá að spreyta sig.37. mín | 52-67: Fimmtán stiga munur og 3:01 eftir. Þetta verður erfitt fyrir Grindavík. Nánast vonlaust.36. mín | 50-63: Þristur frá Pálínu heldur þessu gangandi. Hún skoraði ekkert stig í síðasta leik, en hún er með nítján stig núna.35. mín | 47-61: Einungis tvö stig síðustu mínútur, en það gerði María Björnsdóttir nú rétt í þessu. Sverrir tekur leikhlé. Nú eru síðustu forvöð fyrir Grindavík að fara minnka muninn. Fjórtán stiga munur þegar 5:07 eru eftir.33. mín | 47-59: Tólf stiga leikur. McCarthy heldur áfram að hitta, en hún er með 21 stig.31. mín | 45-53: Guðlaug skorar fyrstu stigin og Petrúnella bætir við þrist. Við erum með bullandi leik, gott fólk!Þriðja leikhluta lokið | 40-53: Grindavík leiðir með þrettán stigum þegar einungis fjórði leikhluti er eftir. McCarthy er komin með nítján stig samtals, en hún er stigahæst með nítján stig. Pálína er með sextán fyrir heimastúlkur.29. mín | 38-51: Liðin skiptast á að taka góða spretti. Nú er Snæfell sterkari aðilinn. Þetta fer að verða erfitt fyrir Grindavík, en munurinn er þrettán stig og Snæfell með boltann.28. mín | 38-45: Sex stig í röð frá Grindavík eftir leikhléið sem Sverrir tók. Allt annað að sjá þær. Petrúnelal fær sína fjórðu villu.26. mín | 32-45: Þrettán stiga munur. Ég þarf að éta það ofan í mig sem ég sagði áðan varðandi það að það væru ferskir vindar með Grindavík. Þær þurfa að efla sóknarleik sinn til muna til þess að fara með sigur burt úr Röstinni í kvöld. Sverrir tekur leikhlé.25. mín | 30-41: Varnarleikurinn er aðalsmerki þessa leiks. Það er lítið að frétta sóknarlega, en hver önnur en Hildur Sigurðardóttir hendir í þrist?23. mín | 28-36: Enn er þetta átta stiga leikur. Lítið skorað. Grindavík var að vinna boltann þessa stundina og það er eins og það eru smá ferskir vindar með þeim þessar mínúturnar.21. mín | 26-34: Pálína setur niður þrist í þann mund sem skotklukkan var að renna út. Afar furðulegt allt saman. Tíminn var að rnna út og hún henti boltanum nánast út í loftið og hann endaði ofan í. Skemmtikraftur.Tölfræði fyrri hálfleiks: Kristina King er með tíu stig í fyrri hálfleik fyrir Grindavík. Hún hefur að auki tekið fjögur fráköst og gefið tvær stoðsendingar. Pálína hefur gert níu stig í fyrri hálfleik og tekið fimm fráköst. Aðrar minna. Hjá gestunum er Gunnhildur Gunnarsdóttir með níu stig, en þær Kristin McCarthy og Hildur Sigurðardóttir eru með sjö hvor. Kristen er með átta fráköst, en Hildur sex.Hálfleikur | 23-34: Snæfell er ellefu stigum yfir í hálfleik. Þær unnu hann hann með helmingsmun, 24-12, og eru verðskuldað yfir í hálfleik. Eftir slakan fyrsta leikhluta rifu þær sig upp. Þær byrjuðu að hirða öll fráköst á meðan Grindavík slakaði aðeins á klónni.19. mínúta | 19-33: Snæfell er að spila svakalega vel þessa stundina, en að sama skapi er Grindavík að spila savkalega illa. Ekki að hitta neitt og sumar í liðinu gætu ekki keypt sér stig.17. mínúta | 17-25: Jafn leikur þessa stundina. Dómararnir eru ekki bestu vinir Sverris, þjálfara Grindavíkur, þessa stundina. Margir dómar eru að fara í taugarnar á honum, en hans stelpur eru all svakalega að tapa frákasta baráttunni þessar mínúturnar.15. mínúta | 13-21: Kristina skorar fyrstu stig Grindavíkur í leikhluta númer tvö. Hún þarf að keyra mikið meira inn á körfuna. Þar er hún sterk.14. mínúta | 11-21: Grindavík er ekki enn búið að skora í öðrum leikhluta. Leikhlutinn eign gestana sem hafa vaknað af værum blundi, en þær voru ekki að spila vel í fyrsta leikhluta. 0-11 leikhluti hingað til.13. mínúta | 11-17: Hildur Sigurðardóttir er að byrja þetta vel. Hún setur niður þrist og er að spila rosalega vel. Sex stiga leikur.12. mínúta | 11-14: Fyrstu tvær körfurnar í öðrum leikhluta eru gestana. Þriggja stiga leikur.Fyrsta leikhluta lokið | 11-10: Helga Hjördís setur niður þrist núna. Hitti ekki áðan, en ekki klikkar ekki tveimur þristum í röð.8. mínúta | 9-7: Gunnhildur neglir niður þrist fyrir gestina, en bæði lið eru að klikka á afar auðveldum skotfærum. Auðveldum sniðskotum sem liðin eru öllu jöfnu að setja niður.7. mínúta | 9-4: Ingi, þjálfari Snæfells, tekur leikhlé. Einungis fjögur stig skoruð á rúmum sjö mínútum er ekkert sérstakt skot. 2:51 eftir af leikhlutanum. Helga Hjördís var að koma inn og henti í einn þristar-loftbolta. Skotnýtingin léleg hjá gestunum, sköminni skárri hjá Grindavík.6. mínúta | 9-4: Kristen McCarthy kemst á blað fyrir Snæfell. Hefur verið vel passað upp á hana hingað til. Grindavík með undirtökin.4. mínúta | 7-2: Pálína hendir í þrist sem áhorfendur kunna að meta. Hún hefur alltaf spilað fyrir áhorfendur og heldur því áfram. Skemmtikraftur!3. mínúta | 4-2: Snæfell er í smá vandræðum þessa stundina. Voru að tapa boltanum þessa stundina, en Grindavík byrjar varnarleikinn mjög vel.1. mínúta | 2-0: Pálína skorar fyrstu stigin. Hún komst ekki á blað í síðasta leik. Gleðiefni fyrir Grindavík.1. mínúta | 0-0: Þetta er byrjað! Góða skemmtun!Fyrir leik: Sjö mínútur. Áhorfendur byrjaðir að týnast inn í húsið. Ætlar Grindavík í sumarfrí eða verður oddaleikur í Hólminum á sunnudaginn? Þetta fáum við allt á hreint á næstu einni og hálfu klukkustundinni.Fyrir leik: Um stundarfjórðungur er þangað til allt fer af stað hérna í Röstinni. Bæði lið eru þessa stundina að hita upp og gera sig tilbúin í átökin. Það er að duga eða drepast!Fyrir leik: Rögnvaldur Hreiðarsson og Ísak Ernir Kristinsson eru með flauturnar hér í kvöld. Pétur Hrafn Sigurðsson er eftirlitsmaður KKÍ og sér til þess að allt fari vel fram hér í dag. Vonandi vegnar þeim vel og þeir leysa þetta vel. Hef enga trú á öðru!Fyrir leik: Kristina King er efst í tölfræðiþáttum Grindavíkur. Hún hefur skorað 18,4 stig að meðaltali, tekið rúmlega átta fráköst í leik og gefið fjórar stoðsendingar. Kristen Denise McCarthy hefur verið afar öflug í Íslandsmeistaraliði Snæfells. Hún hefur skorað tæp 28 stig að meðaltali í leik og tekið rúm þrettán fráköst. Hildur Sigurðardóttir er efst í stoðsendingar-meðaltalinu hjá Snæfell, en hún hefur gefið sex stoðsendingar í leik að meðaltali.Fyrir leik: Grindavík þarf að spila mikið betri sóknarleik í kvöld heldur en í síðasta leik þegar liðið skoraði einungis 48 stig. Það skoraði einnig einungis 44 stig í fyrstu leiknum, en þeim gulklæddu virðist takast illa að skora í Hólminum.Fyrir leik: Leikurinn er fjórði leikur liðanna. Snæfell vann fyrsta leikinn 66-44, Grindavík vann leik númer tvö 79-72. Snæfell kom sér svo aftur yfir í einvíginu með sigri í þriðja leik liðanna; 69-48, og getur með sigri hér í kvöld tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu. Keflavík er komið þangað eftir 3-0 sigur á Haukum.Fyrir leik: Góða kvöldið og velkomin með Vísi í Röstina í Grinadvík. Hér verður fylgst með fjórða leik Grindavíkur og Snæfells í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti Sjá meira