Öryggismál ofarlega á baugi á fundi Sigmundar og Stoltenberg Stefán Árni Pálsson skrifar 16. apríl 2015 13:54 Sigmundur og Jens á fundinum í dag. vísir/valli Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, funduðu í hádeginu en Stoltenberg er staddur hér á landi í fyrstu heimsókn sinni í embætti framkvæmdastjóra. Á fundinum voru öryggismál í Evrópu ofarlega á baugi, þ.m.t. staða mála í Úkraínu og samskiptin við Rússland. Rætt var um aukinn varnarviðbúnað bandalagsins í Evrópu og undirbúning fyrir leiðtogafund bandalagsins í Varsjá á næsta ári. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kemur fram að Sigmundur hafi áréttað á fundinum þær skuldbindingar Íslands um aukin framlög til bandalagsins. Ógn af hryðjuverkum var ennfremur til umræðu á fundinum, sem og málefni Afganistan en Atlantshafsbandalagið stendur nú að þjálfunaraðgerð í landinu eftir að aðgerðum alþjóðaliðsins, ISAF, lauk um síðustu áramót.Rætt var um aukinn varnarviðbúnað bandalagsins í Evrópu og undirbúning fyrir leiðtogafund bandalagsins í Varsjá.vísir/valliÞá voru öryggismál á norðurslóðum rædd og loftrýmisgæsla bandalagsins hér á landi sem þykir hafa heppnast vel. Að síðustu voru netöryggismál til umræðu sem og málefni ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um konur, frið og öryggi sem Ísland hefur stutt við. Að loknum fundi með forsætisráðherra hélt framkvæmdastjóri til fundar við utanríkisráðherra. Stoltenberg mun ennfremur eiga fundi með forseta Alþingis og utanríkismálanefnd þingsins, og einnig hitta innanríkisráðherra um borð í varðskipinu Þór. Heimsókn framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins til Íslands lýkur í fyrramálið. Alþingi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, funduðu í hádeginu en Stoltenberg er staddur hér á landi í fyrstu heimsókn sinni í embætti framkvæmdastjóra. Á fundinum voru öryggismál í Evrópu ofarlega á baugi, þ.m.t. staða mála í Úkraínu og samskiptin við Rússland. Rætt var um aukinn varnarviðbúnað bandalagsins í Evrópu og undirbúning fyrir leiðtogafund bandalagsins í Varsjá á næsta ári. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kemur fram að Sigmundur hafi áréttað á fundinum þær skuldbindingar Íslands um aukin framlög til bandalagsins. Ógn af hryðjuverkum var ennfremur til umræðu á fundinum, sem og málefni Afganistan en Atlantshafsbandalagið stendur nú að þjálfunaraðgerð í landinu eftir að aðgerðum alþjóðaliðsins, ISAF, lauk um síðustu áramót.Rætt var um aukinn varnarviðbúnað bandalagsins í Evrópu og undirbúning fyrir leiðtogafund bandalagsins í Varsjá.vísir/valliÞá voru öryggismál á norðurslóðum rædd og loftrýmisgæsla bandalagsins hér á landi sem þykir hafa heppnast vel. Að síðustu voru netöryggismál til umræðu sem og málefni ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um konur, frið og öryggi sem Ísland hefur stutt við. Að loknum fundi með forsætisráðherra hélt framkvæmdastjóri til fundar við utanríkisráðherra. Stoltenberg mun ennfremur eiga fundi með forseta Alþingis og utanríkismálanefnd þingsins, og einnig hitta innanríkisráðherra um borð í varðskipinu Þór. Heimsókn framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins til Íslands lýkur í fyrramálið.
Alþingi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira