Segir ekki nei við gamla kennarann Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. apríl 2015 10:15 Þau Tina og Helgi Hrafn ætla að flytja létta tónlist, bæði frumsamda og eftir aðra, á tónleikunum í dag. Mynd/Jónatan Grétarsson „Það er gaman að koma fram á Seltjarnarnesi. Gamli tónlistarkennarinn minn, hann Kári Einarsson skólastjóri Tónlistarskóla Seltjarnarness, sér um þessa tónleikaröð og bað okkur að koma fram. Maður segir ekki nei við hann!“ segir Helgi Hrafn Jónsson tónlistarmaður um létta tónleika sem hann og kona hans, Tina Dickow, halda í Bókasafni Seltjarnarness í dag og hefjast klukkan 17.30. Þau hjón túra reglulega um Evrópu og Bandaríkin og fylla hvern tónleikasalinn á fætur öðrum en þetta er eina tækifærið til að sjá þau koma fram á Íslandi á þessu ári, að sögn Helga Hrafns. „Bókasafnið á Seltjarnarnesi er í uppáhaldi, við förum þangað oft með börnin okkar, lesum blöðin og fáum okkur kaffi og þó það sé kannski ekki mest töff tónleikastaðurinn í veröldinni þá er hann huggulegur,“ segir hann. Helgi Hrafn var útnefndur bæjarlistamaður Seltjarnarness 2015 og þess má geta að verðlaunaféð, eina milljón króna, lét hann renna óskipt til tónlistarskólans á Nesinu þar sem hann nam ungur að árum. Eftir tólf ára fjarveru er hann aftur á heimaslóð, nú með þekkta danska söngkonu sér við hlið, sem meðal annars hefur gefið út tíu diska. Hvar krækti hann í hana? „Ég var að túra í Ameríku árið 2008 með færeyskum tónlistarmanni sem heitir Teitur, við bjuggum í nokkra mánuði í gömlu túrrútunni hans Willie Nelson. Tina var að spila með okkur í nokkra daga því þau Teitur eru gamlir vinir. Upp frá því fórum við Tina að vinna saman og túra og tveimur árum seinna urðum við par. Það var sem sagt ekki auðvelt að koma okkur saman og það verður heldur ekki auðvelt að ná okkur sundur aftur!“ Helgi Hrafn spilar á ýmislegt. „Mitt gamla hljóðfæri sem ég lærði á er básúna. Svo tók ég upp á að syngja og spila á gítar og píanó og allt mögulegt. En er líka að semja tónlist, bæði sönglög og hljóðfæratónlist og svo útsetja fyrir okkur Tinu. Hún semur sjálf tónlist og texta og nú í seinni tíð semjum við saman.“ Helgi segir þau hjónin mikið bókuð erlendis á tónleikum. „Við erum svona rúmlega hálft árið í atganginum erlendis. Erum með börnin með okkur og flökkum um eins og sígaunar. Sumarið er skipulagt og næsti vetur líka.“ Um Bæjarlistamann Seltjarnarness 2015 Helgi Hrafn hefur gefið út sex plötur með eigin verkum og komið fram á um það bil 300 tónleikum í Evrópu og Norður-Ameríku. Nú í febrúar var frumsýnt nýtt verk við borgarleikhúsið í Frankfurt sem hann samdi tónlist við í samstarfi við Valgeir Sigurðsson. Árið 2012 samdi hann tónlist við verkið For the Disconnected Child, sem pantað var af Þjóðaróperunni í Berlín, og er jafnframt söngvari og hljóðfæraleikari í sýningunni sem er á fjórða starfsári og hefur hlotið verðlaun sem besta leiksýningin í Berlín. Þau Tina Dickow hafa saman unnið að sjö hljómplötum og samið tónlist fyrir dönsku myndirnar Old Boys og Someone You Love sem færði þeim í tvígang dönsku kvikmyndaverðlaunin fyrir tónlist. Meðal þeirra sem Helgi Hrafn hefur starfað með eru hljómsveitin Rökkurró, Kammerhljómsveit danska ríkisútvarpsins, Damien Rice, Dzihan & Kamien, Boy, Philipp Steinke, Glen Hansard, Ane Brun, Teit, Nico Muhly, Funkstörung, Philipp Poisel, Sam Amidon, Ben Frost, Wild Birds and Peacedrums og Valgeir Sigurðsson. Menning Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Það er gaman að koma fram á Seltjarnarnesi. Gamli tónlistarkennarinn minn, hann Kári Einarsson skólastjóri Tónlistarskóla Seltjarnarness, sér um þessa tónleikaröð og bað okkur að koma fram. Maður segir ekki nei við hann!“ segir Helgi Hrafn Jónsson tónlistarmaður um létta tónleika sem hann og kona hans, Tina Dickow, halda í Bókasafni Seltjarnarness í dag og hefjast klukkan 17.30. Þau hjón túra reglulega um Evrópu og Bandaríkin og fylla hvern tónleikasalinn á fætur öðrum en þetta er eina tækifærið til að sjá þau koma fram á Íslandi á þessu ári, að sögn Helga Hrafns. „Bókasafnið á Seltjarnarnesi er í uppáhaldi, við förum þangað oft með börnin okkar, lesum blöðin og fáum okkur kaffi og þó það sé kannski ekki mest töff tónleikastaðurinn í veröldinni þá er hann huggulegur,“ segir hann. Helgi Hrafn var útnefndur bæjarlistamaður Seltjarnarness 2015 og þess má geta að verðlaunaféð, eina milljón króna, lét hann renna óskipt til tónlistarskólans á Nesinu þar sem hann nam ungur að árum. Eftir tólf ára fjarveru er hann aftur á heimaslóð, nú með þekkta danska söngkonu sér við hlið, sem meðal annars hefur gefið út tíu diska. Hvar krækti hann í hana? „Ég var að túra í Ameríku árið 2008 með færeyskum tónlistarmanni sem heitir Teitur, við bjuggum í nokkra mánuði í gömlu túrrútunni hans Willie Nelson. Tina var að spila með okkur í nokkra daga því þau Teitur eru gamlir vinir. Upp frá því fórum við Tina að vinna saman og túra og tveimur árum seinna urðum við par. Það var sem sagt ekki auðvelt að koma okkur saman og það verður heldur ekki auðvelt að ná okkur sundur aftur!“ Helgi Hrafn spilar á ýmislegt. „Mitt gamla hljóðfæri sem ég lærði á er básúna. Svo tók ég upp á að syngja og spila á gítar og píanó og allt mögulegt. En er líka að semja tónlist, bæði sönglög og hljóðfæratónlist og svo útsetja fyrir okkur Tinu. Hún semur sjálf tónlist og texta og nú í seinni tíð semjum við saman.“ Helgi segir þau hjónin mikið bókuð erlendis á tónleikum. „Við erum svona rúmlega hálft árið í atganginum erlendis. Erum með börnin með okkur og flökkum um eins og sígaunar. Sumarið er skipulagt og næsti vetur líka.“ Um Bæjarlistamann Seltjarnarness 2015 Helgi Hrafn hefur gefið út sex plötur með eigin verkum og komið fram á um það bil 300 tónleikum í Evrópu og Norður-Ameríku. Nú í febrúar var frumsýnt nýtt verk við borgarleikhúsið í Frankfurt sem hann samdi tónlist við í samstarfi við Valgeir Sigurðsson. Árið 2012 samdi hann tónlist við verkið For the Disconnected Child, sem pantað var af Þjóðaróperunni í Berlín, og er jafnframt söngvari og hljóðfæraleikari í sýningunni sem er á fjórða starfsári og hefur hlotið verðlaun sem besta leiksýningin í Berlín. Þau Tina Dickow hafa saman unnið að sjö hljómplötum og samið tónlist fyrir dönsku myndirnar Old Boys og Someone You Love sem færði þeim í tvígang dönsku kvikmyndaverðlaunin fyrir tónlist. Meðal þeirra sem Helgi Hrafn hefur starfað með eru hljómsveitin Rökkurró, Kammerhljómsveit danska ríkisútvarpsins, Damien Rice, Dzihan & Kamien, Boy, Philipp Steinke, Glen Hansard, Ane Brun, Teit, Nico Muhly, Funkstörung, Philipp Poisel, Sam Amidon, Ben Frost, Wild Birds and Peacedrums og Valgeir Sigurðsson.
Menning Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira