Samningafundur SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna við ríkið stendur enn yfir en Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segist telja viðræðurnar á lokametrunum. Fundur hefur staðið yfir frá því klukkan níu í morgun.
„Það er unnið hér hörðum höndum jafnvel að ná þessu í nótt,“ segir Árni Stefán. „Við reyndum við þetta í fyrrinótt en það gekk ekki. Þessi mál hafa svona smátt og smátt verið að leysast sem við stoppuðum á í nótt.“
Aðspurður segist hann bjartsýnni en áður og að verið sé að stefna á að ná samningum nú í nótt eða undir morgun.
Umfangsmiklar verkfallsaðgerðir SFR og Sjúkraliðafélagsins skella á á fimmtudag ef samningar nást ekki á morgun. Þá hefst þing BSRB í fyrramálið og stendur fram á föstudag. Þangað mætir stór hluti samninganefnda allra þriggja stéttarfélaga og munu samningaviðræður því tæplega standa á meðan.
Formaður SFR bjartsýnn á að samningar náist í nótt eða fyrramálið

Tengdar fréttir

Löggan greip í tómt við Stjórnarráðið
Fjöldi mótmælenda mætti í morgun fyrir utan Stjórnarráðið en komu að tómum kofanum.

Verkfallslotu lokið: Næsta verkfallslota 29. október takist ekki að semja
Kennsla verður með eðlilegu móti í Háskóla Íslands, starfsmenn á síma hjá Vegagerðinni og Útlendingastofnun mæta aftur til vinnu og sjúkraliðar snúa til starfa í dag.

Yfirlækni hótað uppsögn fyrir að styðja verkfall
Gunnar Ingi Gunnarsson, yfirlæknir á Heilsugæslunni í Árbæ, sendi bréf til starfsmanna heilsugæslunnar í aðdraganda verkfalls ritara stöðvarinnar.

Ekki bjartsýn á að allsherjarverkfalli verði afstýrt
Allt kapp er nú lagt á að afstýra allsherjarverkfalli sem að skellur á að óbreyttu á fimmtudag.