Yfirráðasvæði ISIS hefur stækkað Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2015 14:30 Sýrlenskir hermenn í Aleppo gætu orðið skotfæralausir ef birgðir berast ekki til þeirra. Vísir/AFP Vígamenn Íslamska ríkisins hafa tekið síðustu flutningaleið hersins að borginni Aleppo í Sýrlandi. Borgin, sem er að hluta til í haldi hersins, var sú stærsta í Sýrlandi áður en borgarastyrjöldin hófst þar fyrir fjórum og hálfu ári. Hermenn í borginni gætu því orðið skotfæralausir komist birgðaflutningar ekki til þeirra. Undanfarnar vikur hefur herinn reynt að reka uppreisnarmenn og vígahópa frá Aleppo, en sú aðgerð er nú í hættu. Um helgina réðst bandalag andstæðinga Assad, sem leitt er af al-Nusra Front, armi al-Qaeda í Sýrlandi, gegn flutningaleiðum hersins til Aleppo úr vestri og ISIS réðst á veginn úr austri. Vígamönnum ISIS tókst að leggja stóran hluta leiðarinnar undir sig. Eins og áður gerðu ISIS sjálfsmorðsárásir á stöður hersins og fylgdu þeim eftir með árás vígamanna. Þessari aðferð hafa samtökin beitt margsinnis bæði í Sýrlandi og í Írak.Bæði andstæðingar Assad og ISIS hafa þrengt að flutningaleið stjórnarhersins til borgarinnar Aleppo. Síðan þetta kort var birt um helgina hefur staðan versnað fyrir herinn. #Syria #Map Strategic Hama - Aleppo loyalist supply road cut by simultaneous attacks from Rebels and IS pic.twitter.com/84qXV4emql— IUCA (@IUCAnalysts) October 23, 2015 Það að báðir hópar hafi gert árásir á svipuðum tíma, sem eru með sama markmið hefur vakið upp spurningar meðal sérfræðinga um hvort að þeir séu farnir að starfa saman að einhverju leyti. Fyrr í mánuðinum réðust vígamenn ISIS gegn uppreisnarhópum norður Af Aleppo og tóku þeir þar nokkur þorp. Sjá einnig: ISIS gerir skyndisókn í norðurhluta Sýrlands. Sókn sýrlenska hersins hefur ekki gengið eins og skyldi, en herinn er studdur af hermönnum frá Íran, vígamönnum frá Hezbolla samtökunum í Líbanon og loftárásum Rússa. Í raun er um að ræða margar smærri aðgerðir en að hluta til hafa þær ekki gengið eins vel og ætla mætti vegna fjölgunar vopna sem ætlað er að granda skriðdrekum.Nánar um sóknina gegn flutningaleiðunum. PT: As of right now the regime supply line is threaten on 3 areas and cut at least on one #Syria pic.twitter.com/YMsfM3J14g— Michael Horowitz (@michaelh992) October 27, 2015 Bandaríkin og bandamenn þeirra hafa sent töluvert meira af slíkum vopnum, svokölluðum TOW launchers, sem skjóta eldflaugum, til Sýrlands síðan Rússar hófu aðgerðir sínar þar. Þá segja sérfræðingar sem Telegraph ræddi við að aukin geta stjórnarhersins hafi þvingað svokallað hófsama uppreisnarmenn til að leita hjálpar hjá vígahópum íslamista. Þeir hópar hafa lengi notið betri velgengni á vígvöllum Sýrlands. Þar á meðal vegna betri fjármögnunar en uppreisnarhóparnir búa yfir. Þá hafa uppreisnarhóparnir fengið áðurnefnd TOW vopn frá Bandaríkjunum og meðlimir þeirra verið þjálfaðir í notkun þeirra. Íslamistar taka stuðningi þeirra fagnandi.Rússar hafa ávalt haldið því fram að loftárásir þeirra beinist gegn ISIS, en sérfræðingar og vestræn yfirvöld segja svo ekki vera. Þeir segja að loftárásir þeirra hafi beinst gegn áðurnefndum uppreisnarhópum. Það hefur leitt til þess að ISIS hefur getað fært vígamenn af víglínum þeirra við uppreisnarmennina, sem eru svo notaðir í bardögum gegn stjórnarhernum. Þannig hefur ISIS getað beitt meiri krafti gegn Assad og fylgismönnum hans. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Rússarnir sprengja borgina mína Kinan Kadoni finnst hann ekki heppinn að hafa flúið Sýrland. Hann missir oft samband við fjölskyldu sína sem neitar að flýja á gúmmíbátum yfir hafið. 26. október 2015 10:11 Trudau hættir loftárásum á ISIS Hinn nýji forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur greint Bandaríkjaforseta frá því að kanadískar herþotur muni hætta þátttöku í loftárásum á íslamska ríkið í Írak og í Sýrlandi. 21. október 2015 08:52 Leggur til að stjórnvöld vinni með uppreisnarhópum Rússlandsforseti vill að Sýrlandsstjórn vinni með uppreisnarhópum. 23. október 2015 00:12 Hvíta húsið gagnrýnir Rússa fyrir Assad-heimsókn Rússlandsheimsóknin var fyrsta utanlandsferð Assads eftir að stríðið braust út árið 2011. 22. október 2015 07:00 Sagðir stórgræða á olíusölu Þrátt fyrir að Bandaríkin hafi reynt að tortíma olíuframleiðslu ISIS græða samtökin gífurlega. 23. október 2015 14:15 Óku yfir fanga á skriðdreka Hryðjuverkasamtökin Íslamskt ríki birta enn eitt myndbandið af aftöku fanga samtakanna. 24. október 2015 22:00 Rúmlega 700 þúsund hafa farið yfir Miðjarðarhafið í ár Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir um fimmtung þeirra vera börn. 27. október 2015 12:00 Assad skýtur óvænt upp kollinum í Moskvu Í fyrsta sinn sem forsetinn yfirgefur Sýrland frá því að borgarastyrjöldin hófst. 21. október 2015 10:15 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Vígamenn Íslamska ríkisins hafa tekið síðustu flutningaleið hersins að borginni Aleppo í Sýrlandi. Borgin, sem er að hluta til í haldi hersins, var sú stærsta í Sýrlandi áður en borgarastyrjöldin hófst þar fyrir fjórum og hálfu ári. Hermenn í borginni gætu því orðið skotfæralausir komist birgðaflutningar ekki til þeirra. Undanfarnar vikur hefur herinn reynt að reka uppreisnarmenn og vígahópa frá Aleppo, en sú aðgerð er nú í hættu. Um helgina réðst bandalag andstæðinga Assad, sem leitt er af al-Nusra Front, armi al-Qaeda í Sýrlandi, gegn flutningaleiðum hersins til Aleppo úr vestri og ISIS réðst á veginn úr austri. Vígamönnum ISIS tókst að leggja stóran hluta leiðarinnar undir sig. Eins og áður gerðu ISIS sjálfsmorðsárásir á stöður hersins og fylgdu þeim eftir með árás vígamanna. Þessari aðferð hafa samtökin beitt margsinnis bæði í Sýrlandi og í Írak.Bæði andstæðingar Assad og ISIS hafa þrengt að flutningaleið stjórnarhersins til borgarinnar Aleppo. Síðan þetta kort var birt um helgina hefur staðan versnað fyrir herinn. #Syria #Map Strategic Hama - Aleppo loyalist supply road cut by simultaneous attacks from Rebels and IS pic.twitter.com/84qXV4emql— IUCA (@IUCAnalysts) October 23, 2015 Það að báðir hópar hafi gert árásir á svipuðum tíma, sem eru með sama markmið hefur vakið upp spurningar meðal sérfræðinga um hvort að þeir séu farnir að starfa saman að einhverju leyti. Fyrr í mánuðinum réðust vígamenn ISIS gegn uppreisnarhópum norður Af Aleppo og tóku þeir þar nokkur þorp. Sjá einnig: ISIS gerir skyndisókn í norðurhluta Sýrlands. Sókn sýrlenska hersins hefur ekki gengið eins og skyldi, en herinn er studdur af hermönnum frá Íran, vígamönnum frá Hezbolla samtökunum í Líbanon og loftárásum Rússa. Í raun er um að ræða margar smærri aðgerðir en að hluta til hafa þær ekki gengið eins vel og ætla mætti vegna fjölgunar vopna sem ætlað er að granda skriðdrekum.Nánar um sóknina gegn flutningaleiðunum. PT: As of right now the regime supply line is threaten on 3 areas and cut at least on one #Syria pic.twitter.com/YMsfM3J14g— Michael Horowitz (@michaelh992) October 27, 2015 Bandaríkin og bandamenn þeirra hafa sent töluvert meira af slíkum vopnum, svokölluðum TOW launchers, sem skjóta eldflaugum, til Sýrlands síðan Rússar hófu aðgerðir sínar þar. Þá segja sérfræðingar sem Telegraph ræddi við að aukin geta stjórnarhersins hafi þvingað svokallað hófsama uppreisnarmenn til að leita hjálpar hjá vígahópum íslamista. Þeir hópar hafa lengi notið betri velgengni á vígvöllum Sýrlands. Þar á meðal vegna betri fjármögnunar en uppreisnarhóparnir búa yfir. Þá hafa uppreisnarhóparnir fengið áðurnefnd TOW vopn frá Bandaríkjunum og meðlimir þeirra verið þjálfaðir í notkun þeirra. Íslamistar taka stuðningi þeirra fagnandi.Rússar hafa ávalt haldið því fram að loftárásir þeirra beinist gegn ISIS, en sérfræðingar og vestræn yfirvöld segja svo ekki vera. Þeir segja að loftárásir þeirra hafi beinst gegn áðurnefndum uppreisnarhópum. Það hefur leitt til þess að ISIS hefur getað fært vígamenn af víglínum þeirra við uppreisnarmennina, sem eru svo notaðir í bardögum gegn stjórnarhernum. Þannig hefur ISIS getað beitt meiri krafti gegn Assad og fylgismönnum hans.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Rússarnir sprengja borgina mína Kinan Kadoni finnst hann ekki heppinn að hafa flúið Sýrland. Hann missir oft samband við fjölskyldu sína sem neitar að flýja á gúmmíbátum yfir hafið. 26. október 2015 10:11 Trudau hættir loftárásum á ISIS Hinn nýji forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur greint Bandaríkjaforseta frá því að kanadískar herþotur muni hætta þátttöku í loftárásum á íslamska ríkið í Írak og í Sýrlandi. 21. október 2015 08:52 Leggur til að stjórnvöld vinni með uppreisnarhópum Rússlandsforseti vill að Sýrlandsstjórn vinni með uppreisnarhópum. 23. október 2015 00:12 Hvíta húsið gagnrýnir Rússa fyrir Assad-heimsókn Rússlandsheimsóknin var fyrsta utanlandsferð Assads eftir að stríðið braust út árið 2011. 22. október 2015 07:00 Sagðir stórgræða á olíusölu Þrátt fyrir að Bandaríkin hafi reynt að tortíma olíuframleiðslu ISIS græða samtökin gífurlega. 23. október 2015 14:15 Óku yfir fanga á skriðdreka Hryðjuverkasamtökin Íslamskt ríki birta enn eitt myndbandið af aftöku fanga samtakanna. 24. október 2015 22:00 Rúmlega 700 þúsund hafa farið yfir Miðjarðarhafið í ár Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir um fimmtung þeirra vera börn. 27. október 2015 12:00 Assad skýtur óvænt upp kollinum í Moskvu Í fyrsta sinn sem forsetinn yfirgefur Sýrland frá því að borgarastyrjöldin hófst. 21. október 2015 10:15 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Rússarnir sprengja borgina mína Kinan Kadoni finnst hann ekki heppinn að hafa flúið Sýrland. Hann missir oft samband við fjölskyldu sína sem neitar að flýja á gúmmíbátum yfir hafið. 26. október 2015 10:11
Trudau hættir loftárásum á ISIS Hinn nýji forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur greint Bandaríkjaforseta frá því að kanadískar herþotur muni hætta þátttöku í loftárásum á íslamska ríkið í Írak og í Sýrlandi. 21. október 2015 08:52
Leggur til að stjórnvöld vinni með uppreisnarhópum Rússlandsforseti vill að Sýrlandsstjórn vinni með uppreisnarhópum. 23. október 2015 00:12
Hvíta húsið gagnrýnir Rússa fyrir Assad-heimsókn Rússlandsheimsóknin var fyrsta utanlandsferð Assads eftir að stríðið braust út árið 2011. 22. október 2015 07:00
Sagðir stórgræða á olíusölu Þrátt fyrir að Bandaríkin hafi reynt að tortíma olíuframleiðslu ISIS græða samtökin gífurlega. 23. október 2015 14:15
Óku yfir fanga á skriðdreka Hryðjuverkasamtökin Íslamskt ríki birta enn eitt myndbandið af aftöku fanga samtakanna. 24. október 2015 22:00
Rúmlega 700 þúsund hafa farið yfir Miðjarðarhafið í ár Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir um fimmtung þeirra vera börn. 27. október 2015 12:00
Assad skýtur óvænt upp kollinum í Moskvu Í fyrsta sinn sem forsetinn yfirgefur Sýrland frá því að borgarastyrjöldin hófst. 21. október 2015 10:15