Erlent

Saka bandarískt herskip um landhelgisbrot

Hér má sjá byggingu einnar eyjunnar.
Hér má sjá byggingu einnar eyjunnar. Vísir/EPA
Bandaríski tundurspillirinn USS Lassen herskip sigldi í gær nálægt manngerðum eyjum sem Kínverjar hafa byggt í Suður Kínahafi en mjög er deilt um yfirráðaréttinn yfir svæðinu nú um stundir. Herskipið Lassen fór inn fyrir tólf míla landhelgi eyjanna í aðgerð sem þeir segja vera hefðbundna.

Hér má sjá yfirlit yfir hverjir stjórna hvaða eyjum og eyjur sem Kínverjar byggðu upp.Vísir/Graphic News
Um er að ræða eyjur sem byggðar voru úr rifum árið 2013.

Utanríkisráðherra Kína sendi Bandaríkjamönnum tóninn og sagði að þeir skyldu hugsa sig tvisvar um áður en þeir reyndu slíkt aftur. Kínverjar hafa slegið eign sinni á rif sem voru á kafi og þeir byggðu upp, þrátt fyrir hörð mótmæli annarra ríkja á svæðinu og hafa þeir farið út í gríðarlegar aðgerðir til að stækka þær með landfyllingum en talið er að náttúruauðlindir leynist á hafsbotninum umhverfis þær.

Yfirvöld í Ástralíu hafa lýst yfir fullum stuðningi við Bandaríkin. Marise Payne, varnamálaráðherra Ástralíu, segir að öll ríki hafi rétt til að sigla um alþjóðasiglingaleiðir.


Tengdar fréttir

Filippseyjar gefast upp á viðræðum

Stjórnvöld á Filippseyjum leita til Sameinuðu þjóðanna í hafréttardeilum við Kínverja um yfirráð á Suður-Kínahafi. Segja friðsamlegar viðræður engum árangri hafa skilað. Alls gera sex ríki tilkall til mismunandi stórra svæða í Suður-Kínahafi.

Kína sýndi mátt sinn

Haldið var upp á að 70 ár eru frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×