Aldrei verið eins erfitt að fá fólk í þjónustustörf Sæunn Gísladóttir skrifar 12. september 2015 07:00 Stefán Melsteð og Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson hafa báðir fundið fyrir því að erfitt sé að fá fólk í þjónustustörf. VíSir/GVA Atvinnuleysi hefur dregist töluvert saman á undanförnum misserum, hins vegar er það enn þá mælanlegt sér í lagi hjá ungu fólki. Í júlímánuði mældist atvinnuleysi 3,9% hjá fólki á aldrinum 16-24 ára og mældist það 6,8% í júní. Þrátt fyrir það virðist mjög erfitt að fá fólk í þjónustustörf. Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri Sports Direct, segir að ástandið hafi aldrei verið eins slæmt og núna við að reyna að fá starfsfólk. Lítið af umsóknum berist þegar þeir auglýsi eftir starfsfólki. Hann segist jafnframt vita að þetta ástand sé ekki einstakt hjá honum heldur í þjónustustörfum almennt. „Okkur vantar fólk í fullt starf og hlutastarf, það virðist ekki breyta neinu hvort maður auglýsir. Það er enn þá mælanlegt atvinnuleysi og það er það sem kemur mér svo á óvart,“ segir Sigurður. Sigurður gerir ekki kröfu um fyrri reynslu og oft er það ungt fólk sem vinnur þessi störf. Spurður um hvernig hann ætli að reyna að manna störfin segist hann ætla að halda áfram að auglýsa og reyna að vera samkeppnishæfari miðað við aðra atvinnurekendur. Hins vegar hefur ein lausn hans á vandamálinu einfaldlega verið að flytja starfskrafta inn. Í síðustu viku hafði Sigurður þurft rúmlega 300 aukavinnustundir til að standa undir lágmarksþjónustu. Það er talað um að 171 vinnustund sé full vinna á mánuði, það vantaði því nærri tvær mánaðarstöður hjá mér á einni viku!" Í næstu viku ætlar hann því að fá fjóra Breta til að hjálpa sér. Hann er í samstarfi við erlenda keðju og segir að þar hafi verið rætt um að fá fólk frá þeim til starfa. Það er nú komið í einhverja vinnslu. Sigurður segist hafa áhyggjur af áhrifum af þessu til framtíðar. „Það hefur gengið vel hjá verslunareigendum í sumar. Ef á að halda áfram að byggja á því þá verðum við að hafa eitthvert fólk til að sinna þessum störfum til að halda áfram þessum uppgangi,“ segir Sigurður. Stefán Melsteð, annar eigandi Snaps, tekur undir með Sigurði. Hann segir veitingastaðinn standa mjög vel í grunninn en erfitt sé að finna fólk í hlutastarf á haustin þegar skólinn byrjar og margir starfsmenn hætta. „Við auglýsum þokkalega og það kemur ekki mikið inn af umsóknum. Sérstaklega ef við auglýsum eftir reynslumiklu fólki þá kemur ekkert,“ segir Stefán. Hann telur þó að ástæða þess að svo fáir reynslumiklir finnist í störfin sé einnig sú að það séu svo fáir lærðir þjónar. „Nú er verið að tala um að byggja upp ferðaþjónustuna, þar með talið fleiri hótel og fleiri veitingastaði. Ég hef áhyggjur af því hvernig eigi að fá mannskap í það,“ segir Stefán. Stefán segir að það geti verið fyrirtækinu erfitt að flestir umsækjendur séu ungir krakkar, oft menntaskólanemar, sem þarf að þjálfa. Svo stoppar það stutt í vinnunni, hefur ekki áhuga á framtíðarstarfi, eða er að vinna við þjónustustörf í eins konar millibilsástandi. Auðvitað kostar þetta fyrirtækið alveg svakalega mikið. Snaps hefur ráðið eitthvað af erlendu fólki til sín til að sporna við þessu, hins vegar gera þeir meiri kröfur til þess að þjónar séu íslenskumælandi eftir fremsta megni þegar kemur að þjónustunni frammi í sal, nema í þeim tilvikum þar sem mikil reynsla er að baki. Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Atvinnuleysi hefur dregist töluvert saman á undanförnum misserum, hins vegar er það enn þá mælanlegt sér í lagi hjá ungu fólki. Í júlímánuði mældist atvinnuleysi 3,9% hjá fólki á aldrinum 16-24 ára og mældist það 6,8% í júní. Þrátt fyrir það virðist mjög erfitt að fá fólk í þjónustustörf. Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri Sports Direct, segir að ástandið hafi aldrei verið eins slæmt og núna við að reyna að fá starfsfólk. Lítið af umsóknum berist þegar þeir auglýsi eftir starfsfólki. Hann segist jafnframt vita að þetta ástand sé ekki einstakt hjá honum heldur í þjónustustörfum almennt. „Okkur vantar fólk í fullt starf og hlutastarf, það virðist ekki breyta neinu hvort maður auglýsir. Það er enn þá mælanlegt atvinnuleysi og það er það sem kemur mér svo á óvart,“ segir Sigurður. Sigurður gerir ekki kröfu um fyrri reynslu og oft er það ungt fólk sem vinnur þessi störf. Spurður um hvernig hann ætli að reyna að manna störfin segist hann ætla að halda áfram að auglýsa og reyna að vera samkeppnishæfari miðað við aðra atvinnurekendur. Hins vegar hefur ein lausn hans á vandamálinu einfaldlega verið að flytja starfskrafta inn. Í síðustu viku hafði Sigurður þurft rúmlega 300 aukavinnustundir til að standa undir lágmarksþjónustu. Það er talað um að 171 vinnustund sé full vinna á mánuði, það vantaði því nærri tvær mánaðarstöður hjá mér á einni viku!" Í næstu viku ætlar hann því að fá fjóra Breta til að hjálpa sér. Hann er í samstarfi við erlenda keðju og segir að þar hafi verið rætt um að fá fólk frá þeim til starfa. Það er nú komið í einhverja vinnslu. Sigurður segist hafa áhyggjur af áhrifum af þessu til framtíðar. „Það hefur gengið vel hjá verslunareigendum í sumar. Ef á að halda áfram að byggja á því þá verðum við að hafa eitthvert fólk til að sinna þessum störfum til að halda áfram þessum uppgangi,“ segir Sigurður. Stefán Melsteð, annar eigandi Snaps, tekur undir með Sigurði. Hann segir veitingastaðinn standa mjög vel í grunninn en erfitt sé að finna fólk í hlutastarf á haustin þegar skólinn byrjar og margir starfsmenn hætta. „Við auglýsum þokkalega og það kemur ekki mikið inn af umsóknum. Sérstaklega ef við auglýsum eftir reynslumiklu fólki þá kemur ekkert,“ segir Stefán. Hann telur þó að ástæða þess að svo fáir reynslumiklir finnist í störfin sé einnig sú að það séu svo fáir lærðir þjónar. „Nú er verið að tala um að byggja upp ferðaþjónustuna, þar með talið fleiri hótel og fleiri veitingastaði. Ég hef áhyggjur af því hvernig eigi að fá mannskap í það,“ segir Stefán. Stefán segir að það geti verið fyrirtækinu erfitt að flestir umsækjendur séu ungir krakkar, oft menntaskólanemar, sem þarf að þjálfa. Svo stoppar það stutt í vinnunni, hefur ekki áhuga á framtíðarstarfi, eða er að vinna við þjónustustörf í eins konar millibilsástandi. Auðvitað kostar þetta fyrirtækið alveg svakalega mikið. Snaps hefur ráðið eitthvað af erlendu fólki til sín til að sporna við þessu, hins vegar gera þeir meiri kröfur til þess að þjónar séu íslenskumælandi eftir fremsta megni þegar kemur að þjónustunni frammi í sal, nema í þeim tilvikum þar sem mikil reynsla er að baki.
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira