Aldrei verið eins erfitt að fá fólk í þjónustustörf Sæunn Gísladóttir skrifar 12. september 2015 07:00 Stefán Melsteð og Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson hafa báðir fundið fyrir því að erfitt sé að fá fólk í þjónustustörf. VíSir/GVA Atvinnuleysi hefur dregist töluvert saman á undanförnum misserum, hins vegar er það enn þá mælanlegt sér í lagi hjá ungu fólki. Í júlímánuði mældist atvinnuleysi 3,9% hjá fólki á aldrinum 16-24 ára og mældist það 6,8% í júní. Þrátt fyrir það virðist mjög erfitt að fá fólk í þjónustustörf. Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri Sports Direct, segir að ástandið hafi aldrei verið eins slæmt og núna við að reyna að fá starfsfólk. Lítið af umsóknum berist þegar þeir auglýsi eftir starfsfólki. Hann segist jafnframt vita að þetta ástand sé ekki einstakt hjá honum heldur í þjónustustörfum almennt. „Okkur vantar fólk í fullt starf og hlutastarf, það virðist ekki breyta neinu hvort maður auglýsir. Það er enn þá mælanlegt atvinnuleysi og það er það sem kemur mér svo á óvart,“ segir Sigurður. Sigurður gerir ekki kröfu um fyrri reynslu og oft er það ungt fólk sem vinnur þessi störf. Spurður um hvernig hann ætli að reyna að manna störfin segist hann ætla að halda áfram að auglýsa og reyna að vera samkeppnishæfari miðað við aðra atvinnurekendur. Hins vegar hefur ein lausn hans á vandamálinu einfaldlega verið að flytja starfskrafta inn. Í síðustu viku hafði Sigurður þurft rúmlega 300 aukavinnustundir til að standa undir lágmarksþjónustu. Það er talað um að 171 vinnustund sé full vinna á mánuði, það vantaði því nærri tvær mánaðarstöður hjá mér á einni viku!" Í næstu viku ætlar hann því að fá fjóra Breta til að hjálpa sér. Hann er í samstarfi við erlenda keðju og segir að þar hafi verið rætt um að fá fólk frá þeim til starfa. Það er nú komið í einhverja vinnslu. Sigurður segist hafa áhyggjur af áhrifum af þessu til framtíðar. „Það hefur gengið vel hjá verslunareigendum í sumar. Ef á að halda áfram að byggja á því þá verðum við að hafa eitthvert fólk til að sinna þessum störfum til að halda áfram þessum uppgangi,“ segir Sigurður. Stefán Melsteð, annar eigandi Snaps, tekur undir með Sigurði. Hann segir veitingastaðinn standa mjög vel í grunninn en erfitt sé að finna fólk í hlutastarf á haustin þegar skólinn byrjar og margir starfsmenn hætta. „Við auglýsum þokkalega og það kemur ekki mikið inn af umsóknum. Sérstaklega ef við auglýsum eftir reynslumiklu fólki þá kemur ekkert,“ segir Stefán. Hann telur þó að ástæða þess að svo fáir reynslumiklir finnist í störfin sé einnig sú að það séu svo fáir lærðir þjónar. „Nú er verið að tala um að byggja upp ferðaþjónustuna, þar með talið fleiri hótel og fleiri veitingastaði. Ég hef áhyggjur af því hvernig eigi að fá mannskap í það,“ segir Stefán. Stefán segir að það geti verið fyrirtækinu erfitt að flestir umsækjendur séu ungir krakkar, oft menntaskólanemar, sem þarf að þjálfa. Svo stoppar það stutt í vinnunni, hefur ekki áhuga á framtíðarstarfi, eða er að vinna við þjónustustörf í eins konar millibilsástandi. Auðvitað kostar þetta fyrirtækið alveg svakalega mikið. Snaps hefur ráðið eitthvað af erlendu fólki til sín til að sporna við þessu, hins vegar gera þeir meiri kröfur til þess að þjónar séu íslenskumælandi eftir fremsta megni þegar kemur að þjónustunni frammi í sal, nema í þeim tilvikum þar sem mikil reynsla er að baki. Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Atvinnuleysi hefur dregist töluvert saman á undanförnum misserum, hins vegar er það enn þá mælanlegt sér í lagi hjá ungu fólki. Í júlímánuði mældist atvinnuleysi 3,9% hjá fólki á aldrinum 16-24 ára og mældist það 6,8% í júní. Þrátt fyrir það virðist mjög erfitt að fá fólk í þjónustustörf. Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri Sports Direct, segir að ástandið hafi aldrei verið eins slæmt og núna við að reyna að fá starfsfólk. Lítið af umsóknum berist þegar þeir auglýsi eftir starfsfólki. Hann segist jafnframt vita að þetta ástand sé ekki einstakt hjá honum heldur í þjónustustörfum almennt. „Okkur vantar fólk í fullt starf og hlutastarf, það virðist ekki breyta neinu hvort maður auglýsir. Það er enn þá mælanlegt atvinnuleysi og það er það sem kemur mér svo á óvart,“ segir Sigurður. Sigurður gerir ekki kröfu um fyrri reynslu og oft er það ungt fólk sem vinnur þessi störf. Spurður um hvernig hann ætli að reyna að manna störfin segist hann ætla að halda áfram að auglýsa og reyna að vera samkeppnishæfari miðað við aðra atvinnurekendur. Hins vegar hefur ein lausn hans á vandamálinu einfaldlega verið að flytja starfskrafta inn. Í síðustu viku hafði Sigurður þurft rúmlega 300 aukavinnustundir til að standa undir lágmarksþjónustu. Það er talað um að 171 vinnustund sé full vinna á mánuði, það vantaði því nærri tvær mánaðarstöður hjá mér á einni viku!" Í næstu viku ætlar hann því að fá fjóra Breta til að hjálpa sér. Hann er í samstarfi við erlenda keðju og segir að þar hafi verið rætt um að fá fólk frá þeim til starfa. Það er nú komið í einhverja vinnslu. Sigurður segist hafa áhyggjur af áhrifum af þessu til framtíðar. „Það hefur gengið vel hjá verslunareigendum í sumar. Ef á að halda áfram að byggja á því þá verðum við að hafa eitthvert fólk til að sinna þessum störfum til að halda áfram þessum uppgangi,“ segir Sigurður. Stefán Melsteð, annar eigandi Snaps, tekur undir með Sigurði. Hann segir veitingastaðinn standa mjög vel í grunninn en erfitt sé að finna fólk í hlutastarf á haustin þegar skólinn byrjar og margir starfsmenn hætta. „Við auglýsum þokkalega og það kemur ekki mikið inn af umsóknum. Sérstaklega ef við auglýsum eftir reynslumiklu fólki þá kemur ekkert,“ segir Stefán. Hann telur þó að ástæða þess að svo fáir reynslumiklir finnist í störfin sé einnig sú að það séu svo fáir lærðir þjónar. „Nú er verið að tala um að byggja upp ferðaþjónustuna, þar með talið fleiri hótel og fleiri veitingastaði. Ég hef áhyggjur af því hvernig eigi að fá mannskap í það,“ segir Stefán. Stefán segir að það geti verið fyrirtækinu erfitt að flestir umsækjendur séu ungir krakkar, oft menntaskólanemar, sem þarf að þjálfa. Svo stoppar það stutt í vinnunni, hefur ekki áhuga á framtíðarstarfi, eða er að vinna við þjónustustörf í eins konar millibilsástandi. Auðvitað kostar þetta fyrirtækið alveg svakalega mikið. Snaps hefur ráðið eitthvað af erlendu fólki til sín til að sporna við þessu, hins vegar gera þeir meiri kröfur til þess að þjónar séu íslenskumælandi eftir fremsta megni þegar kemur að þjónustunni frammi í sal, nema í þeim tilvikum þar sem mikil reynsla er að baki.
Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira