„Sýningin miðlar einstökum atburði í náttúrusögu Íslands með framúrskarandi hætti,” segir í rökstuðningi dómnefndar.
„Sýningin er til vitnis um hugmyndaríkar og vel útfærðar leiðir til að ná til gesta með öflugum sjónrænum og gagnvirkum hætti. Verkefnið er einstaklega metnaðarfullt og gildi þess ótvírætt þegar litið er til þverfaglegs samstarfs hönnuða og arkitekta.”
Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Kjarvalsstöðum og þar sem hann tók myndir af verðlaunahöfum og öðrum gestum.