Mun flugþreyta hjálpa Chelsea í Lundúnaslagnum á sunnudaginn? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2015 09:45 Harry Kane. Vísir/Getty Tottenham hefur verið á miklu skriði í ensku úrvalsdeildinni að undanförnu og framundan er heimaleikur á móti nágrönunum í Chelsea á sunnudaginn. Tottenham hefur leikið tólf leiki í röð í deildinni án þess að tapa og hefur fagnað sigri í 6 af síðustu 9 leikjum sínum þar af vann liðið 4-1 sigur á West Ham í Lundúnaslag um síðustu helgi. Það mun hinsvegar reyna á leikmenn Tottenham í aðdraganda stórleiksins á móti Chelsea því á fimmtudaginn þarf liðið að spila Evrópudeildarleik í Aserbaídsjan. Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, segir að það eina sem hann geti gert er að brosa þegar talist berst að leikjaskipulagi Tottenham-liðsins. Liðið þarf nú að fara í tólf tíma flug, sex tíma hvora leið, til að spila þennan leik við Qarabag og það eru síðan innan við tveir sólarhringar í leikinn við Chelsea þegar verður flautað til leiksloka í Bakú. „Þetta er eins og vikan þegar við spiluðum á mánudegi (Aston Villa), á fimmtudegi (á móti Anderlecht) og á sunnudegi (á móti Arsenal) eða þrjá leiki á sex dögum. Nú lendum við í öðru eins," sagði Mauricio Pochettino við BBC. „Ég hlæ. Ég brosi bara," bætti Mauricio Pochettino síðan við í hæðnistón. Tottenham er í efsta sæti í sínum riðli í Evrópudeildinni með sjö stig eftir fjóra leiki. Liðið hefur eins stigs forskot á Mónakó og þriggja stiga forskot á Qarabag og Anderlecht sem eru í tveimur neðstu sætunum. Tottenham gæti því lent í vandræðum tapist þessi leikur á móti Qarabag. Tottenham er í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum á eftir Manchester City og Arsenal sem sitja í tveimur síðustu sætunum sem gefa þátttökurétt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira
Tottenham hefur verið á miklu skriði í ensku úrvalsdeildinni að undanförnu og framundan er heimaleikur á móti nágrönunum í Chelsea á sunnudaginn. Tottenham hefur leikið tólf leiki í röð í deildinni án þess að tapa og hefur fagnað sigri í 6 af síðustu 9 leikjum sínum þar af vann liðið 4-1 sigur á West Ham í Lundúnaslag um síðustu helgi. Það mun hinsvegar reyna á leikmenn Tottenham í aðdraganda stórleiksins á móti Chelsea því á fimmtudaginn þarf liðið að spila Evrópudeildarleik í Aserbaídsjan. Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, segir að það eina sem hann geti gert er að brosa þegar talist berst að leikjaskipulagi Tottenham-liðsins. Liðið þarf nú að fara í tólf tíma flug, sex tíma hvora leið, til að spila þennan leik við Qarabag og það eru síðan innan við tveir sólarhringar í leikinn við Chelsea þegar verður flautað til leiksloka í Bakú. „Þetta er eins og vikan þegar við spiluðum á mánudegi (Aston Villa), á fimmtudegi (á móti Anderlecht) og á sunnudegi (á móti Arsenal) eða þrjá leiki á sex dögum. Nú lendum við í öðru eins," sagði Mauricio Pochettino við BBC. „Ég hlæ. Ég brosi bara," bætti Mauricio Pochettino síðan við í hæðnistón. Tottenham er í efsta sæti í sínum riðli í Evrópudeildinni með sjö stig eftir fjóra leiki. Liðið hefur eins stigs forskot á Mónakó og þriggja stiga forskot á Qarabag og Anderlecht sem eru í tveimur neðstu sætunum. Tottenham gæti því lent í vandræðum tapist þessi leikur á móti Qarabag. Tottenham er í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum á eftir Manchester City og Arsenal sem sitja í tveimur síðustu sætunum sem gefa þátttökurétt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira