Erlent

Fór ólöglega inn á heimili og handtók nakta konu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Rossi var einungis vafin í handklæði þegar handtakan átti sér stað.
Rossi var einungis vafin í handklæði þegar handtakan átti sér stað. vísir/skjáskot
Lögreglumaðurinn fyrrverandi Doug Rose sætir nú rannsókn bandarískra lögregluyfirvalda eftir að hafa handtekið nakta konu á heimili hennar í Arizona á dögunum.

Konan, Esmeralda Rossi, var nýkomin úr sturtu þegar lögreglumaðurinn óð inn á heimilí hennar og setti hana í handjárn án nokkurra útskýringa en handtakan, sem dóttir Rossi náði á myndband, hefur vakið mikla athygli beggja vegna Atlandsála.

„Mér fannst ég hjálparlaus. Mér fannst brotið á mér og, í sannleika sagt, fannst mér ég vera misnotuð,“ sagði Rossi í samtali við þarlenda fjölmiðla.

Lögreglumaðurinn var að bregðast við ábendingu um óhljóð sem bárust frá heimili Rossi og grunur lék á að um heimiliófrið væri að ræða milli konunnar og fyrrverandi eiginmanns hennar.

„Ég var í sturtunni. Dóttir mín kom inn á baðherbergið og sagði að það væru tveir lögreglumenn fyrir utan. Svo ég náði mér í handklæði,“ sagði Rossi þegar hún var beðin um að lýsa aðdraganda handtökunnar. Þegar annar lögregluþjónanna fór að sýna ógnandi tilburði dró Rossi upp símann en hún og dóttir hennar mynduðu atburðarásina. „Mér þótti þetta mjög óþægilegt. Svo að ég lokaði hurðinni. Ég sneri mér við og gekk að stofunni og ég var líklega kominn um fimm skref inn – þegar ég heyrði fótatak allt í einu fyrir aftan mig og rödd manns sem sagðist ætla að handtaka myndi ég ekki stöðva,“ sagði Rossi. Doug Rose handtók því næst konuna meðan hún var einungis vafin í handklæðið. Lögregluyfirvöld í Arizona segja að lögregluþjónninn hafi ólöglega farið inn á heimili konunnar og að rökstuddur grunur hafi ekki verið til staðar. Lögreglumaðurinn sem var með Rose á vakt gerði yfirmönnum sínum viðvart og skilaði sjálfur inn upptökum af atburðarásinni. Hann er ekki talinn hafa brotið af sér við handtökuna. Doug Rose hefur ekki verið ákærður en honum hefur verið vikið úr starfi meðan rannsókn málsins stendur yfir. Rossi var aldrei ákærð og hyggst nú sækja borgina til saka vegna framkomu Rose.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×