Erlent

Ráðgátan um kasakska „svefnbæinn“ leyst

Atli Ísleifsson skrifar
Drengur frá kasakska bænum Kalachi.
Drengur frá kasakska bænum Kalachi. Vísir/RT
Niðurstöður liggja nú fyrir um ástæður þess að fjölmargir íbúar kasakska bæjarins Kalachi sofnuðu skyndilega og vöknuðu ekki fyrr en að nokkrum dögum liðnum.

Vísindamenn hafa um nokkurt skeið reynt að komast að því hvað veldur og nú hefur verið sýnt fram á að gas úr nálægri og yfirgefinni úrannámu losnaði og lagðist yfir bæinn.

Russia Today frumsýndi í lok síðasta árs heimildarmynd þar sem sagt var frá „svefnfaraldrinum“. Þar kemur fram að sex hundruð af íbúum bæjarins „smituðust“ á undanförnum tveimur árum.

Faraldurinn bitnaði á nánast öllum fjölskyldum í bænum. Í myndinni kemur fram að í september síðastliðnum hafi hvert skólabarnið á fætur öðru óvænt sofnað á fyrsta degi skólans. Nemandi minnist þess að átta börn sofnuðu á innan við klukkustund þennan fyrsta dag skólaársins.

Í frétt Daily Mail segir jafnframt frá því að kynhvöt karlmanna bæjarins hafi einnig aukist mikið á síðustu árum og hafi það einnig verið rakið til gassins.

Varaforseti Kasakstans segir að niðurstöður vísindamannanna hafi verið sannreyndar af óháðum aðilum bæði í Prag og Moskvu. Úrannámunni var lokað fyrir tveimur áratugum síðan.

Sjá má heimildarmynd Russia Today að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×