Garðabær snýr baki við sínum týndu sonum Jakob Bjarnar skrifar 16. júlí 2015 13:28 Hórasareiðurinn svarinn. Listamennirnir furða sig á smásálarlegri slægð bæjaryfirvalda heimahaganna. visir/ernir Þrír af fremstu listamönnum þjóðarinnar efna til samsýningar sem opnar á laugardaginn í nýjum sýningarsal að Freyjugötu 32: Gallerí Gegenüber, gegnt garði Einars Jónssonar. En þetta er ekki eins og upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Allir eiga þeir eru þeir upphaflega frá Garðabæ og þeir leituðu til bæjaryfirvalda þar, um að styrkja sýninguna svo unnt væri að standa sómasamlega að henni. En, bæjaryfirvöld töldu þetta erindi varla svara vert. Óhætt er að segja að listamennirnir hafi upplifað þá afgreiðslu sem kalda tusku í andlitið, þetta voru ekki viðtökurnar sem þeir höfðu vænst þá er þeir hugðust snúa til baka á heimaslóðir. Gunnar Einarsson bæjarstjóri var ekki á þeim buxunum að slátra alikálfi til að fagna týndu sonunum, eins og segir í hinni helgu bók.Gunnar Einarsson og hans fólk í Garðabæ tóku erindinu frá listamönnunum þremur fremur fálega.Bóhemar úr Garðabæ Daníel Magnússon, Jón Óskar og Ómar Stefánsson eru án nokkurs vafa meðal svölustu myndlistarmönnum þjóðarinnar. Líkast til hefðu fæstir giskað á það að óathuguðu máli, en allir eru þeir úr Garðabænum. Ef stuðst er við erkitýpíska mynd af Garðabæ, og vafasamar alhæfingar um heilt bæjarfélag, þá mætti slá því fram að þar sé höfuðvígi smáborgaraháttarins á Íslandi. Daníel, Jón Óskar og Ómar myndu seint teljast þeirrar gerðar; listamenn og bóhemar. Þegar þeir lögðu myndlistina fyrir sig fluttu þeir úr Garðabæ, í sollinn í Reykjavík og út í heim. Nú eru þeir allir komir vel á miðjan aldur og hugsa heim. En, miðað við afgreiðslu Menningar- og safnanefndar eru þeir engir spámenn í sínu föðurlandi.Erindinu sýnt fálæti Sigurður Ingólfsson er sýningarstjóri og hann ætlaði sýninguna upphaflega í Garðabæ, nánar tiltekið að Haukanesi 12, og var hún hugsuð sem einskonar heimkoma þessara þriggja listamanna. Týndi sonurinn átti að vera einskonar þema, þeir komi heim og mæta hlýjum viðtökum þrátt fyrir öll sín brek. Sigurður segir, í samtali við Vísi, að hann minni að þeir hafi beðið um 300 til 500 þúsund króna styrk, sem hefði dekkað um einn þriðja kostnaðar við sýningarhaldið en Menningar- og safnanefnd vísaði málinu til upplýsinga- og menningarfulltrúa með heimild til þess að auglýsing og kynning á sýningunni fyrir íbúum Garðabæjar verði kostuð af nefndinni gegn því að sýningin sé opin öllum bæjarbúum og að auglýsing og kynning verði í nafni menningar- og safnanefndar Garðabæjar auk aðstandenda sýningarinnar. Ekki alveg eins og upp var lagt með.Sigurður sýningarstjóri segir listamennina ekki móðgaða, þeir eru alvanir móðgunum og þekkja sitt heimafólk.visir/ernirSlægð og smásálarskapur „Þetta er ennþá betra en höfnun vegna klókindanna sem í þessu felast. Bærinn fyllir öll laus pláss í Garðapóstinum hvort sem er. Hvað kostar hálfsíða, 10.000 kall? En fyrir þá kostar hún núll því þeir væru að kaupa hana undir einhverja tilkynningu hvort sem er. Okkur hefði aldrei dottið í hug að auglýsa í Garðapóstinum en það er ýmis annar kostnaður sem ekki verður komist hjá, plakat, sendibílar, prentun sýningarskrár o.fl. sbr. kostnaðaráætlun. Í staðinn fær bæjarstjórnin að þykjast vera kúltíveruð og getur vísað til þess að hafa lagt sitt af mörkum til menningarmála þegar kommarnir byrja að nöldra fyrir næstu kosningar.“ Listamennirnir hafna því hins vegar að vera sárir. Þeir segja myndlistarmenn alvana móðgunum og hlæja hátt að þeim. „Það er hin dásamlega og kunnuglega slægð og smásálarskapur sem vekur athygli okkar hér, sú afstaða að hreykjast af því að fá allt fyrir ekki neitt. Eini tilgangurinn með myndlist er að rannsaka heiminn og afhjúpa skondin samhengi og því er tilganginum náð og gjörningur hinna garðhreppsku listamanna fullkomnaður löngu áður en sýningin á Freyjugötu er haldin, hún er bara eftirmáli, minnisvarði. Það er enginn okkar móðgaður, menn þekkja sitt heimafólk. Við fjórir sem að þessu stöndum erum kunnugir úr Garðahreppi síðan í upphafi áttunda áratugarins. Við sólunduðum föðurleifðinni, það er týndum snemma þeim Garðhreppsku gildum sem til stóð að við fengjum í veganesti,“ segir Sigurður.Ekki verður af því að Bjarni Benediktsson mæti á heimaslóðir til að heiðra listamennina frá Garðabæ.Bjarni Ben tengist listamönnunum Nema, listamennirnir voru tilbúnir til að viðurkenna bæinn sem mikilvægan þátt í uppruna sínum og vonuðust til þess að Gunnar Einarsson bæjarstjóri myndi stíga inn í hlutverk föðurins með rausnarlegum styrk – sem reyndist tíkarlegur smásálarskapurinn. „Já, og koma á vernissas til að halda ræðu og faðma þá alla. Sú framganga hefði ekkert endilega þurft að vera ólógísk, ópraktísk eða ógarðbæsk. Vegna þess að listin gefur ríkisvaldinu form, líf, lit og jafnvel kyn, svo vitnað sé lauslega í Osip Mandelstam. Það má vita ráðamenn af eðlisávísun og það má sjá fyrir sér að þeir hefðu andlegt vænghaf til að taka þátt í látlausum en margræðum helgileik. Ígrunda kristin gildi, þó flókin séu,“ segir Sigurður jafnframt. Og hann heldur áfram að rekja tengsl og hvernig þeir sem að sýningunni standa voru farnir að sjá þetta fyrir sér. „Hefði það æxlast á þann veginn, hefði verið tilvalið að fá Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra til að taka þátt og leika hlutverk hins sonarins, þess sem hafði í heiðri gildin og aldrei fór hjá guðspjallamanninum Lúkasi. Bjarni er alinn upp í sömu götu og við Ómar (Lindarflöt), átti sinn knattspyrnuferil með Stjörnunni og lærði lögfræði, sem er þrautreynd aðferð til að verjast erlendri spillingu og upplausn hugarfarsins. Bjarni stofnaði síðan eigið heimili um 300 metrum sunnar, nánar tiltekið við götuna þar sem Jón Óskar ólst upp.“Ekki neitt, rien, zilch, nada Og Sigurður heldur áfram að lýsa þessu, sem í hyllingum, og færist nú allur í aukana: „Hann reiðist skiljanlega föður sínum þegar hann óverðskuldað hampar glaumgosanum og spjátrungnum. Því prodigal er auðvitað ekki beint "týndur", er það, heldur eyðslusamur. Fyrirhyggjulausi flottræfillinn sem sólundar péningnum. Hver veit nema Bjarni hefði fengist til þess að storma inn og atyrða Gunnar flokksbróður sinn með góðlátlegu þjósti. Því miður fékk ekki að reyna á það.“Þó listamennirnir hafi ekki fengið þær viðtökur sem þeir vonuðust eftir, að alikálfi yrði slátrað, þá eru þeir hvergi nærri af baki dottnir. Sýningin verður næstu helgi.visir/ernirSigurður segir að hefði bærinn verið til í að slátra þó ekki nema kiðlingi hefði mátt hugsa um þetta. „En þó ég hafi ekki sérstakt vit á fjölmiðlum þykist ég vita að bæjarstjórn Garðabæjar telur það á sínu ábyrgðarsviði að halda gangandi bæjarblaði eins og Garðapóstinum. Kostun auglýsingar þar kostar þannig bæinn nákvæmlega ekki neitt, rien, zilch, nada. Þeir hefðu alltaf þurft að borga auglýsingu í slottið hvort sem er. Og menningar- og safnanefnd Garðabæjar hefði þá tekið á sig ofurlítið form, líf, lit? Varla kyn. En fengið slatta af einhverju fyrir ekki neitt. Og gott klapp á kollinn í best rekna sveitarfélagi í heimi. Sko menninguna!“ En, þó svona hafi farið, að þeir hafi farið bónleiðir til búðar, í geitarhús að leita ullar, eru þeir félagar hvergi nærri af baki dottnir og sýningin verður, þó ekki sé hún með fulltingi Garðabæjar. Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Þrír af fremstu listamönnum þjóðarinnar efna til samsýningar sem opnar á laugardaginn í nýjum sýningarsal að Freyjugötu 32: Gallerí Gegenüber, gegnt garði Einars Jónssonar. En þetta er ekki eins og upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Allir eiga þeir eru þeir upphaflega frá Garðabæ og þeir leituðu til bæjaryfirvalda þar, um að styrkja sýninguna svo unnt væri að standa sómasamlega að henni. En, bæjaryfirvöld töldu þetta erindi varla svara vert. Óhætt er að segja að listamennirnir hafi upplifað þá afgreiðslu sem kalda tusku í andlitið, þetta voru ekki viðtökurnar sem þeir höfðu vænst þá er þeir hugðust snúa til baka á heimaslóðir. Gunnar Einarsson bæjarstjóri var ekki á þeim buxunum að slátra alikálfi til að fagna týndu sonunum, eins og segir í hinni helgu bók.Gunnar Einarsson og hans fólk í Garðabæ tóku erindinu frá listamönnunum þremur fremur fálega.Bóhemar úr Garðabæ Daníel Magnússon, Jón Óskar og Ómar Stefánsson eru án nokkurs vafa meðal svölustu myndlistarmönnum þjóðarinnar. Líkast til hefðu fæstir giskað á það að óathuguðu máli, en allir eru þeir úr Garðabænum. Ef stuðst er við erkitýpíska mynd af Garðabæ, og vafasamar alhæfingar um heilt bæjarfélag, þá mætti slá því fram að þar sé höfuðvígi smáborgaraháttarins á Íslandi. Daníel, Jón Óskar og Ómar myndu seint teljast þeirrar gerðar; listamenn og bóhemar. Þegar þeir lögðu myndlistina fyrir sig fluttu þeir úr Garðabæ, í sollinn í Reykjavík og út í heim. Nú eru þeir allir komir vel á miðjan aldur og hugsa heim. En, miðað við afgreiðslu Menningar- og safnanefndar eru þeir engir spámenn í sínu föðurlandi.Erindinu sýnt fálæti Sigurður Ingólfsson er sýningarstjóri og hann ætlaði sýninguna upphaflega í Garðabæ, nánar tiltekið að Haukanesi 12, og var hún hugsuð sem einskonar heimkoma þessara þriggja listamanna. Týndi sonurinn átti að vera einskonar þema, þeir komi heim og mæta hlýjum viðtökum þrátt fyrir öll sín brek. Sigurður segir, í samtali við Vísi, að hann minni að þeir hafi beðið um 300 til 500 þúsund króna styrk, sem hefði dekkað um einn þriðja kostnaðar við sýningarhaldið en Menningar- og safnanefnd vísaði málinu til upplýsinga- og menningarfulltrúa með heimild til þess að auglýsing og kynning á sýningunni fyrir íbúum Garðabæjar verði kostuð af nefndinni gegn því að sýningin sé opin öllum bæjarbúum og að auglýsing og kynning verði í nafni menningar- og safnanefndar Garðabæjar auk aðstandenda sýningarinnar. Ekki alveg eins og upp var lagt með.Sigurður sýningarstjóri segir listamennina ekki móðgaða, þeir eru alvanir móðgunum og þekkja sitt heimafólk.visir/ernirSlægð og smásálarskapur „Þetta er ennþá betra en höfnun vegna klókindanna sem í þessu felast. Bærinn fyllir öll laus pláss í Garðapóstinum hvort sem er. Hvað kostar hálfsíða, 10.000 kall? En fyrir þá kostar hún núll því þeir væru að kaupa hana undir einhverja tilkynningu hvort sem er. Okkur hefði aldrei dottið í hug að auglýsa í Garðapóstinum en það er ýmis annar kostnaður sem ekki verður komist hjá, plakat, sendibílar, prentun sýningarskrár o.fl. sbr. kostnaðaráætlun. Í staðinn fær bæjarstjórnin að þykjast vera kúltíveruð og getur vísað til þess að hafa lagt sitt af mörkum til menningarmála þegar kommarnir byrja að nöldra fyrir næstu kosningar.“ Listamennirnir hafna því hins vegar að vera sárir. Þeir segja myndlistarmenn alvana móðgunum og hlæja hátt að þeim. „Það er hin dásamlega og kunnuglega slægð og smásálarskapur sem vekur athygli okkar hér, sú afstaða að hreykjast af því að fá allt fyrir ekki neitt. Eini tilgangurinn með myndlist er að rannsaka heiminn og afhjúpa skondin samhengi og því er tilganginum náð og gjörningur hinna garðhreppsku listamanna fullkomnaður löngu áður en sýningin á Freyjugötu er haldin, hún er bara eftirmáli, minnisvarði. Það er enginn okkar móðgaður, menn þekkja sitt heimafólk. Við fjórir sem að þessu stöndum erum kunnugir úr Garðahreppi síðan í upphafi áttunda áratugarins. Við sólunduðum föðurleifðinni, það er týndum snemma þeim Garðhreppsku gildum sem til stóð að við fengjum í veganesti,“ segir Sigurður.Ekki verður af því að Bjarni Benediktsson mæti á heimaslóðir til að heiðra listamennina frá Garðabæ.Bjarni Ben tengist listamönnunum Nema, listamennirnir voru tilbúnir til að viðurkenna bæinn sem mikilvægan þátt í uppruna sínum og vonuðust til þess að Gunnar Einarsson bæjarstjóri myndi stíga inn í hlutverk föðurins með rausnarlegum styrk – sem reyndist tíkarlegur smásálarskapurinn. „Já, og koma á vernissas til að halda ræðu og faðma þá alla. Sú framganga hefði ekkert endilega þurft að vera ólógísk, ópraktísk eða ógarðbæsk. Vegna þess að listin gefur ríkisvaldinu form, líf, lit og jafnvel kyn, svo vitnað sé lauslega í Osip Mandelstam. Það má vita ráðamenn af eðlisávísun og það má sjá fyrir sér að þeir hefðu andlegt vænghaf til að taka þátt í látlausum en margræðum helgileik. Ígrunda kristin gildi, þó flókin séu,“ segir Sigurður jafnframt. Og hann heldur áfram að rekja tengsl og hvernig þeir sem að sýningunni standa voru farnir að sjá þetta fyrir sér. „Hefði það æxlast á þann veginn, hefði verið tilvalið að fá Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra til að taka þátt og leika hlutverk hins sonarins, þess sem hafði í heiðri gildin og aldrei fór hjá guðspjallamanninum Lúkasi. Bjarni er alinn upp í sömu götu og við Ómar (Lindarflöt), átti sinn knattspyrnuferil með Stjörnunni og lærði lögfræði, sem er þrautreynd aðferð til að verjast erlendri spillingu og upplausn hugarfarsins. Bjarni stofnaði síðan eigið heimili um 300 metrum sunnar, nánar tiltekið við götuna þar sem Jón Óskar ólst upp.“Ekki neitt, rien, zilch, nada Og Sigurður heldur áfram að lýsa þessu, sem í hyllingum, og færist nú allur í aukana: „Hann reiðist skiljanlega föður sínum þegar hann óverðskuldað hampar glaumgosanum og spjátrungnum. Því prodigal er auðvitað ekki beint "týndur", er það, heldur eyðslusamur. Fyrirhyggjulausi flottræfillinn sem sólundar péningnum. Hver veit nema Bjarni hefði fengist til þess að storma inn og atyrða Gunnar flokksbróður sinn með góðlátlegu þjósti. Því miður fékk ekki að reyna á það.“Þó listamennirnir hafi ekki fengið þær viðtökur sem þeir vonuðust eftir, að alikálfi yrði slátrað, þá eru þeir hvergi nærri af baki dottnir. Sýningin verður næstu helgi.visir/ernirSigurður segir að hefði bærinn verið til í að slátra þó ekki nema kiðlingi hefði mátt hugsa um þetta. „En þó ég hafi ekki sérstakt vit á fjölmiðlum þykist ég vita að bæjarstjórn Garðabæjar telur það á sínu ábyrgðarsviði að halda gangandi bæjarblaði eins og Garðapóstinum. Kostun auglýsingar þar kostar þannig bæinn nákvæmlega ekki neitt, rien, zilch, nada. Þeir hefðu alltaf þurft að borga auglýsingu í slottið hvort sem er. Og menningar- og safnanefnd Garðabæjar hefði þá tekið á sig ofurlítið form, líf, lit? Varla kyn. En fengið slatta af einhverju fyrir ekki neitt. Og gott klapp á kollinn í best rekna sveitarfélagi í heimi. Sko menninguna!“ En, þó svona hafi farið, að þeir hafi farið bónleiðir til búðar, í geitarhús að leita ullar, eru þeir félagar hvergi nærri af baki dottnir og sýningin verður, þó ekki sé hún með fulltingi Garðabæjar.
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira