Jói Pé og Króli skrifa söngleik Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 18. desember 2024 09:53 Jóhann Damian, Bergur Þór og Kristinn Óli sameina krafta sína við gerð söngleiks. Aðsend Eitt ástsælasta tvíeyki landsins Jói Pé og Króli munu skrifa nýjan söngleik fyrir Leikfélag Akureyrar sem verður frumsýndur 2027. Drengirnir skutust upp á stjörnuhimininn árið 2017 þegar þeir sendu frá sér smellinn BOBA og komið víða að í tónlistar- og leikhúslífi landsins. Í fréttatilkynningu segir: „Eftir mögnuð viðbrögð við sýningunni Jóla Lóla, sem nú er sýnd við miklar vinsældir í Samkomuhúsinu, hafa þeir félagar ákveðið að setja markið enn hærra og skrifa söngleik í fullri lengd. Bergur Þór Ingólfsson leikhússtjóri mun skrifa verkið með þeim en hann skrifaði einnig Jóla Lólu í samstarfi við Kristinn Óla (Króla), Urði Bergsdóttur og Hjalta Rúnar Jónsson. Jóla Lóla var fyrsta tónlistarstjórnarverkefni Jóhannesar Damian (Jóa Pé) í atvinnuleikhúsi og hefur fengið mjög góðar viðtökur á streymisveitunni Spotify. Kristinn Óli (Króli) hefur leikið sín stærstu hlutverk hjá Leikfélagi Akureyrar en hann var Tóti Tannálfur í Benedikt búálfi, Baldur í Litlu Hryllingsbúðinni og leikur nú þrjú hlutverk í fjölskyldusýningunni um Jóla Lólu. Bergur Þór segir að það sé ekki á hverjum degi sem ráðist sé í gerð nýs söngleiks og mikið fagnaðarefni að jafn hæfileikaríkir listamenn og Jói Pé og Króli ætli að vinna þetta með leikfélaginu. Söngleikir hafa líka farið mjög vel í Norðlendinga undanfarin ár og að hann sé ekki í vafa um að þetta samstarf verði jafn mikið ævintýri og fyrri verkefni og er handviss um að eitthvað frábært komi út úr þessu. Báðir hafa þeir tengingar norður þar sem rætur þeirra liggja og því liggur það í augum uppi að frumsýna þennan söngleik fyrir norðan. Kristinn Óli er ættaður úr Svarfaðardal og Jói Pé er ættaður frá Siglufirði.“ Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá JóiPé og Króla flytja eitt af sínum vinsælustu lögum, Í átt að tunglinu: Leikhús Tónlist Menning Akureyri Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir: „Eftir mögnuð viðbrögð við sýningunni Jóla Lóla, sem nú er sýnd við miklar vinsældir í Samkomuhúsinu, hafa þeir félagar ákveðið að setja markið enn hærra og skrifa söngleik í fullri lengd. Bergur Þór Ingólfsson leikhússtjóri mun skrifa verkið með þeim en hann skrifaði einnig Jóla Lólu í samstarfi við Kristinn Óla (Króla), Urði Bergsdóttur og Hjalta Rúnar Jónsson. Jóla Lóla var fyrsta tónlistarstjórnarverkefni Jóhannesar Damian (Jóa Pé) í atvinnuleikhúsi og hefur fengið mjög góðar viðtökur á streymisveitunni Spotify. Kristinn Óli (Króli) hefur leikið sín stærstu hlutverk hjá Leikfélagi Akureyrar en hann var Tóti Tannálfur í Benedikt búálfi, Baldur í Litlu Hryllingsbúðinni og leikur nú þrjú hlutverk í fjölskyldusýningunni um Jóla Lólu. Bergur Þór segir að það sé ekki á hverjum degi sem ráðist sé í gerð nýs söngleiks og mikið fagnaðarefni að jafn hæfileikaríkir listamenn og Jói Pé og Króli ætli að vinna þetta með leikfélaginu. Söngleikir hafa líka farið mjög vel í Norðlendinga undanfarin ár og að hann sé ekki í vafa um að þetta samstarf verði jafn mikið ævintýri og fyrri verkefni og er handviss um að eitthvað frábært komi út úr þessu. Báðir hafa þeir tengingar norður þar sem rætur þeirra liggja og því liggur það í augum uppi að frumsýna þennan söngleik fyrir norðan. Kristinn Óli er ættaður úr Svarfaðardal og Jói Pé er ættaður frá Siglufirði.“ Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá JóiPé og Króla flytja eitt af sínum vinsælustu lögum, Í átt að tunglinu:
Leikhús Tónlist Menning Akureyri Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira