Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. desember 2024 20:02 Edda Björgvinsdóttir leikkona fær listamannalaun á næsta ári. Hún hlakkar til að halda áfram að gefa af sér til íslenskrar menningar og samfélagsins. Vísir/Einar Fyrirkomulagið við úthlutun listamannalauna snýst ekki lengur um pólitíska bitlunga líkt og áður var og er nú allt á réttri leið. Þetta segir Edda Björgvinsdóttir leikkona sem er ein þeirra tvö hundruð og fimmtíu listamanna sem fá listamannalaun á næsta ári. Hún kveðst þakklát fyrir það framlag sem hún fær sem geri henni kleift að gefa enn meira af sér til baka til samfélagsins og íslenskrar menningar en ella. Rétt um 250 af þeim ríflega þrettán hundruð sem sóttu um listamannalaun fá úthlutun úr launasjóðum listamanna á næsta ári. Úthlutað er úr átta launasjóðum eftir fagstétt og nemur greiðslan 560 þúsund krónum á mánuði í verktakagreiðslu. Þrjátíu þeirra sem fá úthlutun á næsta ári teljast nýliðar, og þá hljóta tuttugu yfir 67 ára aldri úthlutun samkvæmt nýjum reglum. Þeirra á meðal er Edda Björvins. „Þetta gerir mér kleift að halda áfram að skrifa þessi þrjú leikrit sem ég er að skrifa og taka þátt í alls konar viðburðum sem ég fæ ekkert greitt fyrir en mig langar til að leggja til svo að þjóðfélagið okkar verði auðugra,“ segir Edda. „Listamannalaunin eru auðvitað bara grunnur að menningu. Við erum ofsalega montin af íslenskri menningu og við erum ofsalega montin af öllum listamönnunum okkar. Ef að við setjum ekki niður fræ í gróðurhúsið, þá er engin uppspretta. Engin uppskera ef engin eru fræin Skiptar skoðanir hafa löngum verið um ágæti listamannalauna og vekur það mikið umtal ár hvert þegar fyrir liggur hverjir fá úthlutun. „Það er bara eins og að ætlast til að fá kartöfluuppskeru og setja ekki niður kartöflur. Þannig að þetta er bara lífsnauðsynlegt ef að við ákveðum að vera menningarþjóð. Svo getum við bara ákveðið að vera iðnaðarþjóð eða eitthvað annað. En við erum ofboðslega montin af þessu, þá verðum við að standa með þessu, við verðum að setja niður fræin,“ segir Edda. Hún kveðst sérstaklega þakklát Lilju Alfreðsdóttur, fráfarandi ráðherra menningarmála, fyrir hennar framlag til lista. „Hún hefur staðið með listamönnum fram í rauðan dauðann og það er ekki algengt að ráðamenn þjóðarinnar geri það. Hún til dæmis setur á þennan sérstaka sjóð sem heitir vegferð sem er fyrir 67 og eldri, þá bæði til að þakka fyrir störfin sem maður hefur unnið og til þess að gera manni kleift að vinna,“ segir Edda sem bendir á að flestir listamenn vinni mikið á sinni starfsæfi ólaunað. „Ég er bara svo heppin að hafa starfsorku. Ég gæti náttúrlega unnið mér til húðar og bara dottið niður dauð eins og Íslendingar gera í ofvinnu,“ segir Edda sem er þakklát fyrir það framlag sem hún fær og á móti vilji hún gefa áfram af sér til samfélagsins. Allt á réttri leið Hún segist skilja að í gegnum tíðina hafi listamannalaun og fyrirkomulagið við úthlutun þeirra verið umdeilt, hins vegar séu hlutirnir á réttri leið nú. „Við erum einhvern veginn á leiðinni að gera þetta betra. Nú er þetta allt komið undir Rannís, allt þetta fjármagn sem menn voru bara að veita í litlum hópum einhvers staðar eftir pólitísku ágæti þeirra sem ekki einu sinni sóttu um. Þetta voru bara einhverjir bitlingar og þetta var algjörlega glatað en við erum svo mikið á réttri leið og þetta á bara eftir að vera enn betra,“ segir Edda. „Bara áfram íslensk menning og listamenn og takk fyrir að setja þessi fræ niður.“ Listamannalaun Menning Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið KSI kýlir út í íslenska loftið Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Rétt um 250 af þeim ríflega þrettán hundruð sem sóttu um listamannalaun fá úthlutun úr launasjóðum listamanna á næsta ári. Úthlutað er úr átta launasjóðum eftir fagstétt og nemur greiðslan 560 þúsund krónum á mánuði í verktakagreiðslu. Þrjátíu þeirra sem fá úthlutun á næsta ári teljast nýliðar, og þá hljóta tuttugu yfir 67 ára aldri úthlutun samkvæmt nýjum reglum. Þeirra á meðal er Edda Björvins. „Þetta gerir mér kleift að halda áfram að skrifa þessi þrjú leikrit sem ég er að skrifa og taka þátt í alls konar viðburðum sem ég fæ ekkert greitt fyrir en mig langar til að leggja til svo að þjóðfélagið okkar verði auðugra,“ segir Edda. „Listamannalaunin eru auðvitað bara grunnur að menningu. Við erum ofsalega montin af íslenskri menningu og við erum ofsalega montin af öllum listamönnunum okkar. Ef að við setjum ekki niður fræ í gróðurhúsið, þá er engin uppspretta. Engin uppskera ef engin eru fræin Skiptar skoðanir hafa löngum verið um ágæti listamannalauna og vekur það mikið umtal ár hvert þegar fyrir liggur hverjir fá úthlutun. „Það er bara eins og að ætlast til að fá kartöfluuppskeru og setja ekki niður kartöflur. Þannig að þetta er bara lífsnauðsynlegt ef að við ákveðum að vera menningarþjóð. Svo getum við bara ákveðið að vera iðnaðarþjóð eða eitthvað annað. En við erum ofboðslega montin af þessu, þá verðum við að standa með þessu, við verðum að setja niður fræin,“ segir Edda. Hún kveðst sérstaklega þakklát Lilju Alfreðsdóttur, fráfarandi ráðherra menningarmála, fyrir hennar framlag til lista. „Hún hefur staðið með listamönnum fram í rauðan dauðann og það er ekki algengt að ráðamenn þjóðarinnar geri það. Hún til dæmis setur á þennan sérstaka sjóð sem heitir vegferð sem er fyrir 67 og eldri, þá bæði til að þakka fyrir störfin sem maður hefur unnið og til þess að gera manni kleift að vinna,“ segir Edda sem bendir á að flestir listamenn vinni mikið á sinni starfsæfi ólaunað. „Ég er bara svo heppin að hafa starfsorku. Ég gæti náttúrlega unnið mér til húðar og bara dottið niður dauð eins og Íslendingar gera í ofvinnu,“ segir Edda sem er þakklát fyrir það framlag sem hún fær og á móti vilji hún gefa áfram af sér til samfélagsins. Allt á réttri leið Hún segist skilja að í gegnum tíðina hafi listamannalaun og fyrirkomulagið við úthlutun þeirra verið umdeilt, hins vegar séu hlutirnir á réttri leið nú. „Við erum einhvern veginn á leiðinni að gera þetta betra. Nú er þetta allt komið undir Rannís, allt þetta fjármagn sem menn voru bara að veita í litlum hópum einhvers staðar eftir pólitísku ágæti þeirra sem ekki einu sinni sóttu um. Þetta voru bara einhverjir bitlingar og þetta var algjörlega glatað en við erum svo mikið á réttri leið og þetta á bara eftir að vera enn betra,“ segir Edda. „Bara áfram íslensk menning og listamenn og takk fyrir að setja þessi fræ niður.“
Listamannalaun Menning Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið KSI kýlir út í íslenska loftið Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira