Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. janúar 2025 14:22 Huppert sómar sér vel á skiltum borgarinnar. Vísir/Magnús Jochum Dularfullar myndir af franskri leikkonu hafa vakið athygli á auglýsingaskiltum um allt höfuðborgarsvæðið. Um er að ræða Auglýsingahlé, stærstu myndlistarsýningu ársins í almannarými, sem Roni Horn sýnir í ár. „Hví er mynd af frönsku stórleikkonunni Isabelle Huppert á öllum strætóskýlum í bænum?“ spurði Egill Helgason Facebook-vini sína á nýársdag. Egill var örugglega ekki sá eini sem var að velta því fyrir sér. Menningarsinnaðir vinir Egils voru þó fljótir að svara honum og skýra málið. Um er að ræða myndlistarsýninguna Auglýsingahlé, stærstu myndlistarsýningu ársins í almannarými, sem er haldin árlega fyrstu þrjá daga ársins á mörg hundruð skiltum um allt land. Í ár sýnir bandaríski listamaðurinn Roni Horn, sem er með annan fótinn hér á landi, verk sín á sýningunni sem er á vegum fyrirtækisins Billboard, sem á 650 stafræn auglýsingaskilti vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið, Listasafns Reykjavíkur og Y gallerýs. Isabelle gægist út um skiltið á Valsarana fyrir neðan.Leifur Wilberg Orrason Auglýsing án tískumerkis Verkið samanstendur af ljósmyndum af frönsku leikkonunni Isabelle Huppert og dagbókarskrifum og teikningum Horn. „Þetta nýja verk á skjáunum vísar í ýmis önnur verk, skrifin eru úr verkinu „Log“ sem byrjaði 2020 og ljósmyndirnar af Huppert hefur hún sýnt áður sem „Portrait of an Image“. Þá fékk hún Huppert til að leika öll hlutverkin sem hún hefur leikið en án samhengis,“ segir Siguður Atli Sigurðsson, myndlistarmaður og eigandi Y gallerýs. Ekki bara ein heldur tvær Isabellur sem horfa niður á landsmenn.Leifur Wilberg Orrason „Listamaðurinn segir kannski voða fátt um verkið, það er opið fyrir túlkun. En maður sér heimsþekkta konu sem er oft mótíf fyrir auglýsingar en svo er engin auglýsing. Það vantar tískumerkin, hún er ómáluð og sést ekki í nein föt, það er bara manneskjan eftir,“ segir hann. Huppert starir á áhorfandann af strætóskýlinu.Leifur Wilberg Orrason Vegna staðsetningar auglýsingaskiltanna sér þorri þjóðarinnar sýninguna. „Við reiknuðum út að 80 prósent borgarbúa sjái sýninguna á hverjum degi,“ segir Sigurður Atli. Þess má geta að fréttastofa tók viðtal við Isabelle Huppert þegar hún var heiðursgestur á RIFF 2023 þar sem hún fór yfir ferilinn og leiklistina. Ferill Huppert spannar hálfa öld og um 120 kvikmyndir. Hún braust fram á sviðið á áttunda áratugnum og var valin besta leikkonan á Cannes 1978 fyrir leik sinn í myndinni Violette Noziere. Sjá einnig: Konur í krísu, siðblindir síkópatar og morðkvendi Hennar þekktustu hlutverk eru kaldlyndi píanókennarinn Erika í The Piano Teacher (2001) og forstjórinn Michele sem lendir í hryllilegri nauðgun í Elle (2016). Auglýsingahlé enn á ný Þetta er í fjórða sinn sem Auglýsingahlé Billboard fer fram í byrjun árs. Á síðasta ári var Haraldur Jónsson neð sýninguna Ummyndanir, Sigurður Ámundason var með sýninguna Rétthermi árið 2023 og Hrafnkell Sigurðsson með Upplausn árið 2022. Sigurjón Sighvatsson ruddi hins vegar brautina fyrir þessa tegund auglýsingaskiltasýninga hér á landi þegar hann sýndi dularfull verk undir nafninu CozYboy á 287 skjám víða um Reykjavík á milli jóla og nýárs árið 2020. Myndlist Auglýsinga- og markaðsmál Menning Tengdar fréttir Konur í krísu, siðblindir síkópatar og morðkvendi Isabelle Huppert, ein þekktasta leikkona Frakklands og stórstjarna í evrópskri kvikmyndagerð, er heiðursgestur á RIFF í ár. Í tilefni af komu Huppert til landsins hefur Vísir tekið saman nokkra magnaða leiksigra hennar. 3. október 2023 09:00 Sigurður maðurinn á bak við Auglýsingahléð Myndlistarmaðurinn Sigurður Ámundason er maðurinn á bak við myndlistarverkin sem hafa síðastliðna daga yfirtekið auglýsingaskilti víða um borgina. Sýningin, sem ber heitið Rétthermi, birtist á hundruðum skjáa og hefur líklega náð til yfir 80% höfuðborgarbúa. 3. janúar 2023 15:48 Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áskorun Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Hví er mynd af frönsku stórleikkonunni Isabelle Huppert á öllum strætóskýlum í bænum?“ spurði Egill Helgason Facebook-vini sína á nýársdag. Egill var örugglega ekki sá eini sem var að velta því fyrir sér. Menningarsinnaðir vinir Egils voru þó fljótir að svara honum og skýra málið. Um er að ræða myndlistarsýninguna Auglýsingahlé, stærstu myndlistarsýningu ársins í almannarými, sem er haldin árlega fyrstu þrjá daga ársins á mörg hundruð skiltum um allt land. Í ár sýnir bandaríski listamaðurinn Roni Horn, sem er með annan fótinn hér á landi, verk sín á sýningunni sem er á vegum fyrirtækisins Billboard, sem á 650 stafræn auglýsingaskilti vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið, Listasafns Reykjavíkur og Y gallerýs. Isabelle gægist út um skiltið á Valsarana fyrir neðan.Leifur Wilberg Orrason Auglýsing án tískumerkis Verkið samanstendur af ljósmyndum af frönsku leikkonunni Isabelle Huppert og dagbókarskrifum og teikningum Horn. „Þetta nýja verk á skjáunum vísar í ýmis önnur verk, skrifin eru úr verkinu „Log“ sem byrjaði 2020 og ljósmyndirnar af Huppert hefur hún sýnt áður sem „Portrait of an Image“. Þá fékk hún Huppert til að leika öll hlutverkin sem hún hefur leikið en án samhengis,“ segir Siguður Atli Sigurðsson, myndlistarmaður og eigandi Y gallerýs. Ekki bara ein heldur tvær Isabellur sem horfa niður á landsmenn.Leifur Wilberg Orrason „Listamaðurinn segir kannski voða fátt um verkið, það er opið fyrir túlkun. En maður sér heimsþekkta konu sem er oft mótíf fyrir auglýsingar en svo er engin auglýsing. Það vantar tískumerkin, hún er ómáluð og sést ekki í nein föt, það er bara manneskjan eftir,“ segir hann. Huppert starir á áhorfandann af strætóskýlinu.Leifur Wilberg Orrason Vegna staðsetningar auglýsingaskiltanna sér þorri þjóðarinnar sýninguna. „Við reiknuðum út að 80 prósent borgarbúa sjái sýninguna á hverjum degi,“ segir Sigurður Atli. Þess má geta að fréttastofa tók viðtal við Isabelle Huppert þegar hún var heiðursgestur á RIFF 2023 þar sem hún fór yfir ferilinn og leiklistina. Ferill Huppert spannar hálfa öld og um 120 kvikmyndir. Hún braust fram á sviðið á áttunda áratugnum og var valin besta leikkonan á Cannes 1978 fyrir leik sinn í myndinni Violette Noziere. Sjá einnig: Konur í krísu, siðblindir síkópatar og morðkvendi Hennar þekktustu hlutverk eru kaldlyndi píanókennarinn Erika í The Piano Teacher (2001) og forstjórinn Michele sem lendir í hryllilegri nauðgun í Elle (2016). Auglýsingahlé enn á ný Þetta er í fjórða sinn sem Auglýsingahlé Billboard fer fram í byrjun árs. Á síðasta ári var Haraldur Jónsson neð sýninguna Ummyndanir, Sigurður Ámundason var með sýninguna Rétthermi árið 2023 og Hrafnkell Sigurðsson með Upplausn árið 2022. Sigurjón Sighvatsson ruddi hins vegar brautina fyrir þessa tegund auglýsingaskiltasýninga hér á landi þegar hann sýndi dularfull verk undir nafninu CozYboy á 287 skjám víða um Reykjavík á milli jóla og nýárs árið 2020.
Myndlist Auglýsinga- og markaðsmál Menning Tengdar fréttir Konur í krísu, siðblindir síkópatar og morðkvendi Isabelle Huppert, ein þekktasta leikkona Frakklands og stórstjarna í evrópskri kvikmyndagerð, er heiðursgestur á RIFF í ár. Í tilefni af komu Huppert til landsins hefur Vísir tekið saman nokkra magnaða leiksigra hennar. 3. október 2023 09:00 Sigurður maðurinn á bak við Auglýsingahléð Myndlistarmaðurinn Sigurður Ámundason er maðurinn á bak við myndlistarverkin sem hafa síðastliðna daga yfirtekið auglýsingaskilti víða um borgina. Sýningin, sem ber heitið Rétthermi, birtist á hundruðum skjáa og hefur líklega náð til yfir 80% höfuðborgarbúa. 3. janúar 2023 15:48 Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áskorun Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Konur í krísu, siðblindir síkópatar og morðkvendi Isabelle Huppert, ein þekktasta leikkona Frakklands og stórstjarna í evrópskri kvikmyndagerð, er heiðursgestur á RIFF í ár. Í tilefni af komu Huppert til landsins hefur Vísir tekið saman nokkra magnaða leiksigra hennar. 3. október 2023 09:00
Sigurður maðurinn á bak við Auglýsingahléð Myndlistarmaðurinn Sigurður Ámundason er maðurinn á bak við myndlistarverkin sem hafa síðastliðna daga yfirtekið auglýsingaskilti víða um borgina. Sýningin, sem ber heitið Rétthermi, birtist á hundruðum skjáa og hefur líklega náð til yfir 80% höfuðborgarbúa. 3. janúar 2023 15:48