Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. desember 2024 10:42 Katrín Jakobsdóttir ræddi meðal annars rithöfundarferilinn við Heimi Má. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra Íslands segir að hún og Ragnar Jónasson hafi fengið margar áskoranir um að skrifa framhald af glæpasögunni Reykjavík. Hún segist ekki myndu geta látið myrða pólitíska andstæðinga sína í mögulegum skáldverkum og segist aðallega vera að huga að endurminningum. Þetta er meðal þess sem fram kom í Samtalinu með Heimi Má sem sýnt var í gærkvöldi. Um er að ræða hennar fyrsta viðtal eftir að hún steig til hliðar sem forsætisráðherra og bauð sig fram í forsetakosningum fyrr á þessu ári. Klippa: Katrín Jakobsdóttir um höfundarstörfin í Samtalinu Hefur verið að skrifa Í Samtalinu spyr Heimir Katrínu að því hvort hún sé ekki farin að huga að því að leita í eigin reynslu og skrifa skáldsögu. Jafnvel pólitískan thriller eða morðsögu? „Úr því að þú spyrð þá hef ég alveg verið að skrifa. Reyndar ekki skáldskap, heldur hef ég nú verið aðeins að rifja upp pólitískar minningar. Því ég sit uppi með það að ég er með skjöl á þremur brettum í Þjóðskjalasafninu sem ég er að grysja núna.“ Katrín bætir því við að hún sé reyndar eiginlega ekkert að grysja þau, þetta hafi gengið allt of hægt og það tekið mun meiri tíma en hún hafi átt von á. Hún sé ekkert sérlega vinsæl á safninu fyrir vikið. Katrín segir þar um að ræða skrif sem hún ætli sér ekki endilega að birta, þetta sé fyrst og fremst fyrir hana sjálfa og strákana hennar. Þú ert að gera upp þennan tíma á meðan þú manst hann? „Já minnið er nefnilega mjög brigðult. Ég er aðeins að vinna úr þessu. Þetta eru náttúrulega ótrúlegir tímar sem maður hefur lifað. Ég veit ekkert hvort þetta kemur út.“ Gæti vel gert framhald af Reykjavík Þá spyr Heimir Katrínu að því hvort það blundi ekkert í henni að skrifa um morð í fjármálaráðuneytinu sem dæmi. Eða búa til persónu líkt og Erlend í bókum Arnalds eða góða konu sem leysir málin og vísar til þess að Katrín hafi skrifað glæpasöguna Reykjavík með Ragnari Jónassyni sem kom út árið 2022. „Það eru náttúrulega allir að skrifa glæpasögur. Ég var að skoða Bókatíðindi, mér sýnist þetta vera mjög mikið af glæpasögum,“ segir Katrín. „En við Ragnar erum búin að fá margar áskoranir um að skrifa framhald. Það getur vel verið að við gerum það, við erum alveg með hugmyndir.“ Þú gætir fengið útrás fyrir að drepa fyrrverandi pólitíska andstæðinga þína í bók? „En þá fara allir að þekkja þá þegar þeir mæta,“ segir Katrín hlæjandi. „Menn sem líta út eins og Bjarni og Sigurður Ingi og eru drepnir hræðilega. Heldurðu að þetta væri nú gott?“ segir hún á léttum nótum í Samtalinu. Viðtalið í heild sinni má horfa á hér fyrir neðan. Menning Samtalið Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bókmenntir Tengdar fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Katrín Jakobsdóttir segist hafa orðið grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningunum því hún hafi að sjálfsögðu farið í þær til að vinna kosningarnar. Í Samtalinu með Heimi Má á Stöð 2 í kvöld segist hún hafa fundið til djúprar sorgar þegar Vinstri græn félllu af þingi í nýafstöðnum alþingiskosningum. 12. desember 2024 19:45 Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra og forsetaframbjóðandi veitti sitt fyrsta viðtal eftir forseta- og alþingiskosningar í Samtalinu hjá Heimi Má í dag sem sýnt verður á Stöð 2 klukkan 19:05 í kvöld. Hún segist hafa upplifað djúpa sorg þegar úrslit nýafstaðinna alþingiskosninga lágu fyrir. 12. desember 2024 14:47 Mest lesið Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Matur Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Tíska og hönnun Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti Tónlist Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Menning Fleiri fréttir Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Samtalinu með Heimi Má sem sýnt var í gærkvöldi. Um er að ræða hennar fyrsta viðtal eftir að hún steig til hliðar sem forsætisráðherra og bauð sig fram í forsetakosningum fyrr á þessu ári. Klippa: Katrín Jakobsdóttir um höfundarstörfin í Samtalinu Hefur verið að skrifa Í Samtalinu spyr Heimir Katrínu að því hvort hún sé ekki farin að huga að því að leita í eigin reynslu og skrifa skáldsögu. Jafnvel pólitískan thriller eða morðsögu? „Úr því að þú spyrð þá hef ég alveg verið að skrifa. Reyndar ekki skáldskap, heldur hef ég nú verið aðeins að rifja upp pólitískar minningar. Því ég sit uppi með það að ég er með skjöl á þremur brettum í Þjóðskjalasafninu sem ég er að grysja núna.“ Katrín bætir því við að hún sé reyndar eiginlega ekkert að grysja þau, þetta hafi gengið allt of hægt og það tekið mun meiri tíma en hún hafi átt von á. Hún sé ekkert sérlega vinsæl á safninu fyrir vikið. Katrín segir þar um að ræða skrif sem hún ætli sér ekki endilega að birta, þetta sé fyrst og fremst fyrir hana sjálfa og strákana hennar. Þú ert að gera upp þennan tíma á meðan þú manst hann? „Já minnið er nefnilega mjög brigðult. Ég er aðeins að vinna úr þessu. Þetta eru náttúrulega ótrúlegir tímar sem maður hefur lifað. Ég veit ekkert hvort þetta kemur út.“ Gæti vel gert framhald af Reykjavík Þá spyr Heimir Katrínu að því hvort það blundi ekkert í henni að skrifa um morð í fjármálaráðuneytinu sem dæmi. Eða búa til persónu líkt og Erlend í bókum Arnalds eða góða konu sem leysir málin og vísar til þess að Katrín hafi skrifað glæpasöguna Reykjavík með Ragnari Jónassyni sem kom út árið 2022. „Það eru náttúrulega allir að skrifa glæpasögur. Ég var að skoða Bókatíðindi, mér sýnist þetta vera mjög mikið af glæpasögum,“ segir Katrín. „En við Ragnar erum búin að fá margar áskoranir um að skrifa framhald. Það getur vel verið að við gerum það, við erum alveg með hugmyndir.“ Þú gætir fengið útrás fyrir að drepa fyrrverandi pólitíska andstæðinga þína í bók? „En þá fara allir að þekkja þá þegar þeir mæta,“ segir Katrín hlæjandi. „Menn sem líta út eins og Bjarni og Sigurður Ingi og eru drepnir hræðilega. Heldurðu að þetta væri nú gott?“ segir hún á léttum nótum í Samtalinu. Viðtalið í heild sinni má horfa á hér fyrir neðan.
Menning Samtalið Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bókmenntir Tengdar fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Katrín Jakobsdóttir segist hafa orðið grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningunum því hún hafi að sjálfsögðu farið í þær til að vinna kosningarnar. Í Samtalinu með Heimi Má á Stöð 2 í kvöld segist hún hafa fundið til djúprar sorgar þegar Vinstri græn félllu af þingi í nýafstöðnum alþingiskosningum. 12. desember 2024 19:45 Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra og forsetaframbjóðandi veitti sitt fyrsta viðtal eftir forseta- og alþingiskosningar í Samtalinu hjá Heimi Má í dag sem sýnt verður á Stöð 2 klukkan 19:05 í kvöld. Hún segist hafa upplifað djúpa sorg þegar úrslit nýafstaðinna alþingiskosninga lágu fyrir. 12. desember 2024 14:47 Mest lesið Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Matur Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Tíska og hönnun Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti Tónlist Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Menning Fleiri fréttir Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Grautfúl að tapa forsetakosningunum Katrín Jakobsdóttir segist hafa orðið grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningunum því hún hafi að sjálfsögðu farið í þær til að vinna kosningarnar. Í Samtalinu með Heimi Má á Stöð 2 í kvöld segist hún hafa fundið til djúprar sorgar þegar Vinstri græn félllu af þingi í nýafstöðnum alþingiskosningum. 12. desember 2024 19:45
Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra og forsetaframbjóðandi veitti sitt fyrsta viðtal eftir forseta- og alþingiskosningar í Samtalinu hjá Heimi Má í dag sem sýnt verður á Stöð 2 klukkan 19:05 í kvöld. Hún segist hafa upplifað djúpa sorg þegar úrslit nýafstaðinna alþingiskosninga lágu fyrir. 12. desember 2024 14:47