Fyrrverandi formaður Framsóknar segir stjórnarflokkana sýna stjórnskipan lýðveldisins fyrirlitningu Heimir Már Pétursson skrifar 14. mars 2015 12:57 Jón Sigurðsson Fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Tveir fyrrverandi formenn Framsóknarflokksins lýsa undrun sinni á hvernig núverandi forysta og stjórnarflokkar halda á Evrópumálunum. Jón Sigurðsson segir utanríkisráðherra troða á stjórnskipaninni með því að fara framhjá utanríkismálanefnd með bréfi sínu til Evrópusambandsins. Valgerður Sverrisdóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins segir aðferð ríkisstjórnarinnar í tengslum við ESB viðræðurnar athygliverða. Þegar spurt sé hvort viðræðunum sé slitið með bréfi utanríkisráðherra sé því ekki svarað beint af utanríkisráðherranum en hins vegar reyni formaður Sjálfstæðisflokksins að taka af skarið með að svo sé. Í vandræðagangi sínum kasti ríkisstjórnin boltanum til ESB og vonist til að þar á bæ verði kveðið upp úr með það að umræðunum sé slitið. Síðan muni andstæðingar viðræðnanna segja að ESB hafi slitið viðræðum við Ísland. Og Valgerður spyr hvernig eigi að halda fjármagni í landinu eftir að fjármagnsflutningar milli landa innan Evrópu verði gefnir frjálsir? Þetta sé eitt af því sem geri að verkum að Ísland verði að skoða mögulega aðild að Evrópusambandinu. Jón Sigurðsson flokksbróðir hennar og einnig fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins gagnrýnir harðlega að ekkert samráð hafi verið haft við utanríkismálanefnd Alþingis áður en utanríkisráðherra afhenti fulltrúa Evrópusambandsins bréfið á fimmtudag. Hvað finnst þér um þennan nýjasta snúning í evrópumálunum? „Hann er auðvitað mikil vonbrigði að því leyti að það er verið að troða á stjórnskipaninni með því að fara framhjá utanríkismálanefnd og Alþingi,“ segir Jón. Það hafi verið nefndarvika á Alþingi og því hægt um vik að kynna málið í utanríkismálanefnd ef þetta bréf hafi falið í sér formlega yfirlýsingu sem breytti einhverju í jafn mikilvægu máli og samskiptin við Evrópusambandið væru. Ef bréfið breyti hins vegar engu, þá sé það ný skýring á málinu. „En eins og er þá lítur þetta út eins og mikil léttúð, kæruleysi eða fyrirlitning á stjórnskipan lýðveldisins,“ segir Jón.Málið komið í uppnám hjá stjórnarflokkunum Báðir stjórnarflokkarnir séu komnir í versta uppnám með þetta mál. Í ljósi góðs meirihluta stjórnarflokkanna og traustan formann í utanríkismálanefnd sé þetta furðulegt. Þá tekur hann undir með Valgerði Sverrisdóttur að það þjóni ekki hagsmunum Íslands að loka fyrir möguleikann á aðild Íslands að Evrópusambandinu. „Nei ég held að það sé alveg ljóst að það getur ekki þjónað hagsmunum Íslendinga að fækka þeim tækifærum sem þeir hafa. Fækka þeim möguleikum sem þeir hafa. Það hlýtur að vera stefna ríkisstjórnar í fullvalda lýðveldi að reyna að fjölga þeim tækifærum sem þjóðin hefur. Fjölga þeim möguleikum, fjölga þeim leiðum sem eru opnar fyrir valkosti í framtíð,“ segir Jón. Það sé farsælast að þjóðin fái að greiða atkvæði um þessi mál og sú þjóðaratkvæðagreiðsla hljóti einhvern tíma að fara fram. „En mér finnst bara fyrst og fremst núna ljóst að ríkisstjórnin er búin að missa þetta mál eiginlega algerlega út úr höndunum. Og eins og ég segi; ég skil það ekki almennilega. Vegna þess að hún hefur meirihluta í utanríkismálanefnd. Hún hefur meirihluta á Alþingi. Nú þykjast þeir ætla að leysa þetta mál með einföldu bréfi. Þetta er algerlega óskiljanlegt,“ segir Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Alþingi Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Tveir fyrrverandi formenn Framsóknarflokksins lýsa undrun sinni á hvernig núverandi forysta og stjórnarflokkar halda á Evrópumálunum. Jón Sigurðsson segir utanríkisráðherra troða á stjórnskipaninni með því að fara framhjá utanríkismálanefnd með bréfi sínu til Evrópusambandsins. Valgerður Sverrisdóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins segir aðferð ríkisstjórnarinnar í tengslum við ESB viðræðurnar athygliverða. Þegar spurt sé hvort viðræðunum sé slitið með bréfi utanríkisráðherra sé því ekki svarað beint af utanríkisráðherranum en hins vegar reyni formaður Sjálfstæðisflokksins að taka af skarið með að svo sé. Í vandræðagangi sínum kasti ríkisstjórnin boltanum til ESB og vonist til að þar á bæ verði kveðið upp úr með það að umræðunum sé slitið. Síðan muni andstæðingar viðræðnanna segja að ESB hafi slitið viðræðum við Ísland. Og Valgerður spyr hvernig eigi að halda fjármagni í landinu eftir að fjármagnsflutningar milli landa innan Evrópu verði gefnir frjálsir? Þetta sé eitt af því sem geri að verkum að Ísland verði að skoða mögulega aðild að Evrópusambandinu. Jón Sigurðsson flokksbróðir hennar og einnig fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins gagnrýnir harðlega að ekkert samráð hafi verið haft við utanríkismálanefnd Alþingis áður en utanríkisráðherra afhenti fulltrúa Evrópusambandsins bréfið á fimmtudag. Hvað finnst þér um þennan nýjasta snúning í evrópumálunum? „Hann er auðvitað mikil vonbrigði að því leyti að það er verið að troða á stjórnskipaninni með því að fara framhjá utanríkismálanefnd og Alþingi,“ segir Jón. Það hafi verið nefndarvika á Alþingi og því hægt um vik að kynna málið í utanríkismálanefnd ef þetta bréf hafi falið í sér formlega yfirlýsingu sem breytti einhverju í jafn mikilvægu máli og samskiptin við Evrópusambandið væru. Ef bréfið breyti hins vegar engu, þá sé það ný skýring á málinu. „En eins og er þá lítur þetta út eins og mikil léttúð, kæruleysi eða fyrirlitning á stjórnskipan lýðveldisins,“ segir Jón.Málið komið í uppnám hjá stjórnarflokkunum Báðir stjórnarflokkarnir séu komnir í versta uppnám með þetta mál. Í ljósi góðs meirihluta stjórnarflokkanna og traustan formann í utanríkismálanefnd sé þetta furðulegt. Þá tekur hann undir með Valgerði Sverrisdóttur að það þjóni ekki hagsmunum Íslands að loka fyrir möguleikann á aðild Íslands að Evrópusambandinu. „Nei ég held að það sé alveg ljóst að það getur ekki þjónað hagsmunum Íslendinga að fækka þeim tækifærum sem þeir hafa. Fækka þeim möguleikum sem þeir hafa. Það hlýtur að vera stefna ríkisstjórnar í fullvalda lýðveldi að reyna að fjölga þeim tækifærum sem þjóðin hefur. Fjölga þeim möguleikum, fjölga þeim leiðum sem eru opnar fyrir valkosti í framtíð,“ segir Jón. Það sé farsælast að þjóðin fái að greiða atkvæði um þessi mál og sú þjóðaratkvæðagreiðsla hljóti einhvern tíma að fara fram. „En mér finnst bara fyrst og fremst núna ljóst að ríkisstjórnin er búin að missa þetta mál eiginlega algerlega út úr höndunum. Og eins og ég segi; ég skil það ekki almennilega. Vegna þess að hún hefur meirihluta í utanríkismálanefnd. Hún hefur meirihluta á Alþingi. Nú þykjast þeir ætla að leysa þetta mál með einföldu bréfi. Þetta er algerlega óskiljanlegt,“ segir Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins.
Alþingi Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira