Lífið

Þeyta skífum blindaðir af vináttu

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Emmsjé Gauti lofar góðri stemningu á Prikinu í kvöld.
Emmsjé Gauti lofar góðri stemningu á Prikinu í kvöld. Vísir/Pjetur
„Ég tel að við Egill séum orðnir það góðir vinir að við þurfum í raun bara vináttuna til þess að leiða okkur áfram,“ segir Gauti Þeyr Másson betur þekktur sem Emmsjé Gauti en í kvöld mun hann þeyta skífum á Prikinu ásamt vini sínum Agli Birgissyni.

„Það sem við ætlum að gera er að binda fyrir augun á okkur, láta vináttuna stjórna kvöldinu og leiða okkur áfram út í nóttina,“ segir hann og hlær, en erfitt er að greina hvort um fúlustu alvöru sé að ræða.

„Við erum að fara að spila glæparapp í vinalegu umhverfi, það verða allir vinir þetta kvöld og öllum er boðið.“ Hvort sem Emmsjé Gauti og Egill spila blindandi eða ekki lofar sá fyrrnefndi góðri stemningu í kvöld. „Við byrjum að spila klukkan svona ellefu og verðum alla nóttina, það verður tjúllað.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×