Erlent

Ítalía brýtur á samkynja pörum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Evrópudómstóllinn í Luxembourg.
Evrópudómstóllinn í Luxembourg. vísir/epa
Evrópurétturinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ítalía brjóti gegn mannréttindum með því að bjóða ekki upp á nein úrræði handa samkynja pörum.

Þrjú samkynja pör höfðuðu málið þar sem þau gátu ekki gengið í hjónaband á Ítalíu. Ekki er heldur hægt að skrá sig í staðfesta samvist. Ítalía er eina vestræna landið sem býður ekki upp á neina slíka möguleika.

Forsætisráðherrann Matteo Renzi hefur lengi boðað frumvarp til að taka á málinu en það hefur enn ekki litið dagsins ljós. Ítalski stjórnlagadómstóllinn hefur einnig kallað eftir slíkri lagabreytingu. Frumvarpið er væntanlegt á þessu ári.

Mennirnir sex sem höfðuðu málið fengu einnig andvirði 750 þúsund króna hver frá ítalska ríkinu auk þess sem málskostnaður fellur að fullu á ríkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×