Erlent

MERS faraldrinum lokið

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Engin ný tilfelli hafa komið upp í rúmar tvær vikur.
Engin ný tilfelli hafa komið upp í rúmar tvær vikur. vísir/epa
Heilbrigðisyfirvöld í Suður-Kóreu telja sig hafa tekist að stöðva útbreiðslu MERS-veirunnar þar í landi. Engin ný tilfelli hafa komið upp í rúmar tvær vikur og er því nú unnið að því að koma heilbrigðisþjónustu aftur í rétt horf. Þegar mest lét voru öll sjúkrahús yfirfull og loka þurfti nokkrum vegna smithættu.

Viðbúnaður vegna hugsanlegrar útbreiðslu veirunnar var mikill. Hún gerði fyrst vart við sig í maí en síðan þá hafa þúsundir verið færðir í sóttkví. Varað var við ferðalögum til landsins og beið ferðaþjónusta því hnekki því yfir 120 þúsund ferðamenn afbókuðu ferð sína til höfuðborgarinnar.

MERS-veiran getur valdið bráðri lungnabólgu með hita, öndunarerfiðleikum og nýrnabilun, en er ekki sögð bráðsmitandi.


Tengdar fréttir

Tæplega 6000 í einangrun í Suður-Kóreu

Þrír til viðbótar hafa látist úr MERS-veirunni en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir þó ýmislegt benda til þess að smitum sé að fækka.

Fjölmargir smitaðir

Mikill viðbúnaður er nú í Suður-Kóreu vegna MERS-veirunnar,

Mikill viðbúnaður vegna MERS

Að minnsta kosti þrettán eru látnir og 120 sýktir af MERS-veirunni svokölluðu í Suður-Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×