Stefnt á að breytingarákvæði fari fyrir Alþingi í haust Ingvar Haraldsson skrifar 21. júlí 2015 07:00 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tekur við undirskriftum frá Bolla Héðinssyni hagfræðingi. VÍSIR/VALLI Nefnd um endurskoðun stjórnarskrárinnar stefnir að því að leggja fram frumvarp um breytingar á stjórnarskrá fyrir Alþingi næsta haust. Vonir standa til að frumvarpið verði afgreitt fyrir áramót svo hægt verði að kjósa um breytingarákvæðin samhliða forsetakosningum á næsta ári. Páll Þórhallsson, formaður nefndarinnar, segir að breytingarákvæðin snúi að sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum, þjóðaratkvæðagreiðslu og með hvaða skilyrðum megi framselja ríkisvald og umhverfisvernd. Nefndin er skipuð fulltrúum allra flokka sem eiga sæti á Alþingi. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og einn nefndarmanna, segir nefndarmenn ekki fyllilega sammála um öll efnisatriði. „Það eru uppi álitamál um orðalag og útfærslu varðandi öll þessi fjögur atriði en ég myndi segja að það bil ætti að vera brúanlegt,“ segir Birgir. Samkvæmt bráðabirgðaákvæðum sem samþykkt voru undir lok kjörtímabilsins árið 2013 er hægt að breyta stjórnarskrá út apríl 2017 með samþykki 60 prósenta greiddra atkvæða á Alþingi og í þjóðaratkvæðagreiðslu. Nefndin muni starfa áfram að frekari breytingum á stjórnarskránni þegar vinnu við forgangsatriðin lýkur. Bolli Héðinsson, hagfræðingur og einn þeirra sem stóðu að undirskriftasöfnuninni Þjóðareign, segir að vilji þjóðarinnar sé skýr. „Það liggur fyrir fullbúið frumvarp frá stjórnlagaráði. Það er búið að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um öll meginatriði sem þar voru til umfjöllunar,“ segir Bolli. Aðstandendur Þjóðareignar afhentu Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, 53.571 undirskrift í gær. Með undirskriftasöfnuninni var skorað á forsetann að vísa öllum lögum til þjóðaratkvæðagreiðslu sem ráðstafa myndu fiskveiðiauðlindum lengur en til eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum sé í stjórnarskrá. „Hann liggur fyrir, þjóðarviljinn í þessu máli, en þá er það bara ríkisstjórnarinnar eða þingmeirihlutans að ákveða hvort þeir vilji fara að þessum óskum þjóðarinnar,“ segir Bolli og segist vonast til að undirskriftarsöfnunin hvetji stjórnarskrárnefnd til dáða. Ólafur Ragnar sagði að hann vildi að ákvæði um auðlindir í þjóðareign yrði fest í stjórnarskránni og ítrekaði fyrri yfirlýsingar sínar frá því 2013 um að stjórnvöld yrðu að hlusta á þjóðina sem vilji réttlátar arðgreiðslur frá sjávarútvegi. Ólafur Ragnar Grímsson er eini forsetinn sem hefur gefið þjóðinni kost á að greiða atkvæði um lagafrumvörp frá Alþingi á grundvelli 26. greinar stjórnarskrárinnar. Það hefur hann gert þrisvar á ferli sínum. Í fyrsta skipti var um að ræða fjölmiðlalög. Í hin tvö skiptin var um að ræða lög vegna Icesave-reikninganna. Alþingi Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
Nefnd um endurskoðun stjórnarskrárinnar stefnir að því að leggja fram frumvarp um breytingar á stjórnarskrá fyrir Alþingi næsta haust. Vonir standa til að frumvarpið verði afgreitt fyrir áramót svo hægt verði að kjósa um breytingarákvæðin samhliða forsetakosningum á næsta ári. Páll Þórhallsson, formaður nefndarinnar, segir að breytingarákvæðin snúi að sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum, þjóðaratkvæðagreiðslu og með hvaða skilyrðum megi framselja ríkisvald og umhverfisvernd. Nefndin er skipuð fulltrúum allra flokka sem eiga sæti á Alþingi. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og einn nefndarmanna, segir nefndarmenn ekki fyllilega sammála um öll efnisatriði. „Það eru uppi álitamál um orðalag og útfærslu varðandi öll þessi fjögur atriði en ég myndi segja að það bil ætti að vera brúanlegt,“ segir Birgir. Samkvæmt bráðabirgðaákvæðum sem samþykkt voru undir lok kjörtímabilsins árið 2013 er hægt að breyta stjórnarskrá út apríl 2017 með samþykki 60 prósenta greiddra atkvæða á Alþingi og í þjóðaratkvæðagreiðslu. Nefndin muni starfa áfram að frekari breytingum á stjórnarskránni þegar vinnu við forgangsatriðin lýkur. Bolli Héðinsson, hagfræðingur og einn þeirra sem stóðu að undirskriftasöfnuninni Þjóðareign, segir að vilji þjóðarinnar sé skýr. „Það liggur fyrir fullbúið frumvarp frá stjórnlagaráði. Það er búið að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um öll meginatriði sem þar voru til umfjöllunar,“ segir Bolli. Aðstandendur Þjóðareignar afhentu Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, 53.571 undirskrift í gær. Með undirskriftasöfnuninni var skorað á forsetann að vísa öllum lögum til þjóðaratkvæðagreiðslu sem ráðstafa myndu fiskveiðiauðlindum lengur en til eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum sé í stjórnarskrá. „Hann liggur fyrir, þjóðarviljinn í þessu máli, en þá er það bara ríkisstjórnarinnar eða þingmeirihlutans að ákveða hvort þeir vilji fara að þessum óskum þjóðarinnar,“ segir Bolli og segist vonast til að undirskriftarsöfnunin hvetji stjórnarskrárnefnd til dáða. Ólafur Ragnar sagði að hann vildi að ákvæði um auðlindir í þjóðareign yrði fest í stjórnarskránni og ítrekaði fyrri yfirlýsingar sínar frá því 2013 um að stjórnvöld yrðu að hlusta á þjóðina sem vilji réttlátar arðgreiðslur frá sjávarútvegi. Ólafur Ragnar Grímsson er eini forsetinn sem hefur gefið þjóðinni kost á að greiða atkvæði um lagafrumvörp frá Alþingi á grundvelli 26. greinar stjórnarskrárinnar. Það hefur hann gert þrisvar á ferli sínum. Í fyrsta skipti var um að ræða fjölmiðlalög. Í hin tvö skiptin var um að ræða lög vegna Icesave-reikninganna.
Alþingi Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira