Fótbolti

Sölvi lentur í Kína

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sölvi Geir Ottesen á leið til Kína?
Sölvi Geir Ottesen á leið til Kína? vísir/getty
Sölvi Geir Ottesen, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, virðist vera á leið til kínverska liðsins Jiangsu Sainty sem Viðar Örn Kjartansson samdi við í síðasta mánuði.

Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur Stöðvar 2 Sports, vakti athygli á málinu á Twitter í gær og fréttamaður þýska vefmiðilsins transfermarkt sagði Sölva einnig vera á leið til Nanjing til að skrifa undir samning.

Óopinber fréttastíða Jiangsu Sainty fullyrðir svo á Twitter að Sölvi Geir sé lentur í Nanjing.

Sölvi hefur spilað með rússneska úrvalsdeildarliðinu FC Ural undanfarið eitt og hálft ár, en hann á hálft ár eftir af ofursamningnum sem hann gerði við liðið sumarið 2013.

Hann var með Ural-liðinu í æfingaferð í Kýpur á dögunum, en vetrarfrí stendur nú yfir í rússnesku úrvalsdeildinni.

Sölvi Geir, sem er uppalinn hjá Víkingi, hefur spilað með Djurgården, SönderjyskE og FCK í atvinnumennskunni, en hann á að baki 26 A-landsleiki.

Uppfært 09.41: Eins og sést hér að neðan hefur Twitter-síðan China football news birt mynd af Sölva þar sem hann er mættur til Nanjing. Hann virðist því greinilega að vera að fara að skrifa undir hjá liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×