Brúðargjald löglegt í Úganda en ekki hægt að fá endurgreitt Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. ágúst 2015 23:24 Kampala, höfuðborg Úganda. vísir/getty Hæstiréttur Úganda hefur lagt bann við því að skila brúðargjaldi í kjölfar skilnaðar hjóna. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í höfuðborginni Kampala í dag en AP segir frá. Hópur fólks hafði höfðað mál til að fá úr því skorið hvort brúðargjaldið stæðist lög. Gjaldið er oftar en ekki fé eða búfénaður sem brúðguminn greiðir til fjölskyldu verðandi eiginkonu sinnar. Meðlimir hópsins vildu meina að gjaldið væri niðurlægjandi fyrir konur og myndi í raun gera þær að eign mannsins. Rekstur málsins hófst árið 2007 og er nú lokið með niðurstöðu hæstaréttar. Dómurinn féllst á það með málshefjendum að það væri niðurlægjandi að skila brúðargjaldinu aftur til mannsins ef upp úr flosnaði og hafði orð á því að „konur væru ekki vörur sem hægt væri að kaupa og skila á markaði.“ Rétturinn taldi hins vegar að gjaldið sjálft stæðist stjórnarskrá. „Þetta er sigur fyrir okkur og fyrir konur,“ segir Leah Nabunnya talsmaður hópsins sem höfðaði málið. Hún bætir því við að rannsóknir sýni að fjöldi kvenna í Úganda séu fastar í ofbeldissamböndum og þurfi að giftast mönnum sem þær vilji lítið með hafa. „Komi til skilnaðar eru margar fjölskyldur í þeirri aðstöðu að geta ekki skilað gjaldinu og þetta er því áfangasigur.“ Tengdar fréttir Segir lögin í Úganda mikil vonbrigði "Íslensk stjórnvöld styðja réttindabaráttu hinsegin fólks á alþjóðavettvangi og það eru mér því mikil vonbrigði að þessi lög hafa nú tekið gildi,“ segir í tilkynningu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. 24. febrúar 2014 14:46 Íslenskir hommar þeir hamingjusömustu í heiminum Þetta segir ný könnun vefsíðunnar Planet Romeo, sem byggir á svörum 115 þúsund samkynhneigðra karlmanna. 18. maí 2015 22:37 Gætu fengið lífstíðardóm fyrir samkynhneigð Tveir karlmenn í Úganda voru handteknir í janúar eftir að þeir flúðu frá æstum múg. 7. maí 2014 16:46 Lífstíðardómur fyrir samkynhneigð í Úganda lögfestur Forseti landsins samþykkti harðar refsingar fyrir samkynhneigð nú rétt í þessu. 24. febrúar 2014 11:28 Mannréttindi í Úganda styrkt Samtökin 78 & Íslandsdeild Amnesty International, ásamt nemum í tómstunda- og félagsmálafræði standa fyrir tónleikumí kvöld til styrktar mannréttindum í Úganda. 6. mars 2014 12:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira
Hæstiréttur Úganda hefur lagt bann við því að skila brúðargjaldi í kjölfar skilnaðar hjóna. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í höfuðborginni Kampala í dag en AP segir frá. Hópur fólks hafði höfðað mál til að fá úr því skorið hvort brúðargjaldið stæðist lög. Gjaldið er oftar en ekki fé eða búfénaður sem brúðguminn greiðir til fjölskyldu verðandi eiginkonu sinnar. Meðlimir hópsins vildu meina að gjaldið væri niðurlægjandi fyrir konur og myndi í raun gera þær að eign mannsins. Rekstur málsins hófst árið 2007 og er nú lokið með niðurstöðu hæstaréttar. Dómurinn féllst á það með málshefjendum að það væri niðurlægjandi að skila brúðargjaldinu aftur til mannsins ef upp úr flosnaði og hafði orð á því að „konur væru ekki vörur sem hægt væri að kaupa og skila á markaði.“ Rétturinn taldi hins vegar að gjaldið sjálft stæðist stjórnarskrá. „Þetta er sigur fyrir okkur og fyrir konur,“ segir Leah Nabunnya talsmaður hópsins sem höfðaði málið. Hún bætir því við að rannsóknir sýni að fjöldi kvenna í Úganda séu fastar í ofbeldissamböndum og þurfi að giftast mönnum sem þær vilji lítið með hafa. „Komi til skilnaðar eru margar fjölskyldur í þeirri aðstöðu að geta ekki skilað gjaldinu og þetta er því áfangasigur.“
Tengdar fréttir Segir lögin í Úganda mikil vonbrigði "Íslensk stjórnvöld styðja réttindabaráttu hinsegin fólks á alþjóðavettvangi og það eru mér því mikil vonbrigði að þessi lög hafa nú tekið gildi,“ segir í tilkynningu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. 24. febrúar 2014 14:46 Íslenskir hommar þeir hamingjusömustu í heiminum Þetta segir ný könnun vefsíðunnar Planet Romeo, sem byggir á svörum 115 þúsund samkynhneigðra karlmanna. 18. maí 2015 22:37 Gætu fengið lífstíðardóm fyrir samkynhneigð Tveir karlmenn í Úganda voru handteknir í janúar eftir að þeir flúðu frá æstum múg. 7. maí 2014 16:46 Lífstíðardómur fyrir samkynhneigð í Úganda lögfestur Forseti landsins samþykkti harðar refsingar fyrir samkynhneigð nú rétt í þessu. 24. febrúar 2014 11:28 Mannréttindi í Úganda styrkt Samtökin 78 & Íslandsdeild Amnesty International, ásamt nemum í tómstunda- og félagsmálafræði standa fyrir tónleikumí kvöld til styrktar mannréttindum í Úganda. 6. mars 2014 12:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira
Segir lögin í Úganda mikil vonbrigði "Íslensk stjórnvöld styðja réttindabaráttu hinsegin fólks á alþjóðavettvangi og það eru mér því mikil vonbrigði að þessi lög hafa nú tekið gildi,“ segir í tilkynningu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. 24. febrúar 2014 14:46
Íslenskir hommar þeir hamingjusömustu í heiminum Þetta segir ný könnun vefsíðunnar Planet Romeo, sem byggir á svörum 115 þúsund samkynhneigðra karlmanna. 18. maí 2015 22:37
Gætu fengið lífstíðardóm fyrir samkynhneigð Tveir karlmenn í Úganda voru handteknir í janúar eftir að þeir flúðu frá æstum múg. 7. maí 2014 16:46
Lífstíðardómur fyrir samkynhneigð í Úganda lögfestur Forseti landsins samþykkti harðar refsingar fyrir samkynhneigð nú rétt í þessu. 24. febrúar 2014 11:28
Mannréttindi í Úganda styrkt Samtökin 78 & Íslandsdeild Amnesty International, ásamt nemum í tómstunda- og félagsmálafræði standa fyrir tónleikumí kvöld til styrktar mannréttindum í Úganda. 6. mars 2014 12:00