Brúðargjald löglegt í Úganda en ekki hægt að fá endurgreitt Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. ágúst 2015 23:24 Kampala, höfuðborg Úganda. vísir/getty Hæstiréttur Úganda hefur lagt bann við því að skila brúðargjaldi í kjölfar skilnaðar hjóna. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í höfuðborginni Kampala í dag en AP segir frá. Hópur fólks hafði höfðað mál til að fá úr því skorið hvort brúðargjaldið stæðist lög. Gjaldið er oftar en ekki fé eða búfénaður sem brúðguminn greiðir til fjölskyldu verðandi eiginkonu sinnar. Meðlimir hópsins vildu meina að gjaldið væri niðurlægjandi fyrir konur og myndi í raun gera þær að eign mannsins. Rekstur málsins hófst árið 2007 og er nú lokið með niðurstöðu hæstaréttar. Dómurinn féllst á það með málshefjendum að það væri niðurlægjandi að skila brúðargjaldinu aftur til mannsins ef upp úr flosnaði og hafði orð á því að „konur væru ekki vörur sem hægt væri að kaupa og skila á markaði.“ Rétturinn taldi hins vegar að gjaldið sjálft stæðist stjórnarskrá. „Þetta er sigur fyrir okkur og fyrir konur,“ segir Leah Nabunnya talsmaður hópsins sem höfðaði málið. Hún bætir því við að rannsóknir sýni að fjöldi kvenna í Úganda séu fastar í ofbeldissamböndum og þurfi að giftast mönnum sem þær vilji lítið með hafa. „Komi til skilnaðar eru margar fjölskyldur í þeirri aðstöðu að geta ekki skilað gjaldinu og þetta er því áfangasigur.“ Tengdar fréttir Segir lögin í Úganda mikil vonbrigði "Íslensk stjórnvöld styðja réttindabaráttu hinsegin fólks á alþjóðavettvangi og það eru mér því mikil vonbrigði að þessi lög hafa nú tekið gildi,“ segir í tilkynningu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. 24. febrúar 2014 14:46 Íslenskir hommar þeir hamingjusömustu í heiminum Þetta segir ný könnun vefsíðunnar Planet Romeo, sem byggir á svörum 115 þúsund samkynhneigðra karlmanna. 18. maí 2015 22:37 Gætu fengið lífstíðardóm fyrir samkynhneigð Tveir karlmenn í Úganda voru handteknir í janúar eftir að þeir flúðu frá æstum múg. 7. maí 2014 16:46 Lífstíðardómur fyrir samkynhneigð í Úganda lögfestur Forseti landsins samþykkti harðar refsingar fyrir samkynhneigð nú rétt í þessu. 24. febrúar 2014 11:28 Mannréttindi í Úganda styrkt Samtökin 78 & Íslandsdeild Amnesty International, ásamt nemum í tómstunda- og félagsmálafræði standa fyrir tónleikumí kvöld til styrktar mannréttindum í Úganda. 6. mars 2014 12:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Hæstiréttur Úganda hefur lagt bann við því að skila brúðargjaldi í kjölfar skilnaðar hjóna. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í höfuðborginni Kampala í dag en AP segir frá. Hópur fólks hafði höfðað mál til að fá úr því skorið hvort brúðargjaldið stæðist lög. Gjaldið er oftar en ekki fé eða búfénaður sem brúðguminn greiðir til fjölskyldu verðandi eiginkonu sinnar. Meðlimir hópsins vildu meina að gjaldið væri niðurlægjandi fyrir konur og myndi í raun gera þær að eign mannsins. Rekstur málsins hófst árið 2007 og er nú lokið með niðurstöðu hæstaréttar. Dómurinn féllst á það með málshefjendum að það væri niðurlægjandi að skila brúðargjaldinu aftur til mannsins ef upp úr flosnaði og hafði orð á því að „konur væru ekki vörur sem hægt væri að kaupa og skila á markaði.“ Rétturinn taldi hins vegar að gjaldið sjálft stæðist stjórnarskrá. „Þetta er sigur fyrir okkur og fyrir konur,“ segir Leah Nabunnya talsmaður hópsins sem höfðaði málið. Hún bætir því við að rannsóknir sýni að fjöldi kvenna í Úganda séu fastar í ofbeldissamböndum og þurfi að giftast mönnum sem þær vilji lítið með hafa. „Komi til skilnaðar eru margar fjölskyldur í þeirri aðstöðu að geta ekki skilað gjaldinu og þetta er því áfangasigur.“
Tengdar fréttir Segir lögin í Úganda mikil vonbrigði "Íslensk stjórnvöld styðja réttindabaráttu hinsegin fólks á alþjóðavettvangi og það eru mér því mikil vonbrigði að þessi lög hafa nú tekið gildi,“ segir í tilkynningu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. 24. febrúar 2014 14:46 Íslenskir hommar þeir hamingjusömustu í heiminum Þetta segir ný könnun vefsíðunnar Planet Romeo, sem byggir á svörum 115 þúsund samkynhneigðra karlmanna. 18. maí 2015 22:37 Gætu fengið lífstíðardóm fyrir samkynhneigð Tveir karlmenn í Úganda voru handteknir í janúar eftir að þeir flúðu frá æstum múg. 7. maí 2014 16:46 Lífstíðardómur fyrir samkynhneigð í Úganda lögfestur Forseti landsins samþykkti harðar refsingar fyrir samkynhneigð nú rétt í þessu. 24. febrúar 2014 11:28 Mannréttindi í Úganda styrkt Samtökin 78 & Íslandsdeild Amnesty International, ásamt nemum í tómstunda- og félagsmálafræði standa fyrir tónleikumí kvöld til styrktar mannréttindum í Úganda. 6. mars 2014 12:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Segir lögin í Úganda mikil vonbrigði "Íslensk stjórnvöld styðja réttindabaráttu hinsegin fólks á alþjóðavettvangi og það eru mér því mikil vonbrigði að þessi lög hafa nú tekið gildi,“ segir í tilkynningu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. 24. febrúar 2014 14:46
Íslenskir hommar þeir hamingjusömustu í heiminum Þetta segir ný könnun vefsíðunnar Planet Romeo, sem byggir á svörum 115 þúsund samkynhneigðra karlmanna. 18. maí 2015 22:37
Gætu fengið lífstíðardóm fyrir samkynhneigð Tveir karlmenn í Úganda voru handteknir í janúar eftir að þeir flúðu frá æstum múg. 7. maí 2014 16:46
Lífstíðardómur fyrir samkynhneigð í Úganda lögfestur Forseti landsins samþykkti harðar refsingar fyrir samkynhneigð nú rétt í þessu. 24. febrúar 2014 11:28
Mannréttindi í Úganda styrkt Samtökin 78 & Íslandsdeild Amnesty International, ásamt nemum í tómstunda- og félagsmálafræði standa fyrir tónleikumí kvöld til styrktar mannréttindum í Úganda. 6. mars 2014 12:00