Meiri líkur en minni á innflutningsbanni til Rússland Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 6. ágúst 2015 19:52 Einhugur er um það í utanríkismálanefnd Alþingis að Ísland haldi áfram stuðningi við viðskiptaþvinganir ESB gegn Rússum þrátt fyrir að gríðarlegir hagsmunir séu undir í sjávarútvegi. Utanríkisráðherra telur meiri líkur en minni á því að Rússnesk stjórnvöld banni innflutning á íslenskum sjávarafurðum eftir tíðindi síðustu daga. Gunnar Bragi Sveinsson segist vera ósáttur við gagnrýni talsmanna sjávarútvegsfyrirtækja á viðbrögð stjórnvalda og skort á samráði við þá sem eiga hagsmuni undir í greininni. Hann ætli þó ekki að munnhöggvast við þá í fjölmiðlum. Hann segir engan vafa leika á því að innflutningsbannið verði mikið áfall fyrir útflytjendur og sem og þjóðina alla, ef því verði. Hann segist þó boðinn og búinn til að aðstoða við að finna nýja markaði.Við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur „Við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til að ræða eða koma skilaboðum á framfæri til rússneskra stjórnvalda,“ segir hann. „Við höfum beitt öllum þeim brögðum sem við höfum yfir að ráða en endanleg ákvörðun er að sjálfsögðu þeirra.“ Hann segir að ef allt fari á versta veg muni stjórnvöld gera allt sem þau geta til að aðstoða útflytjendur, persónulega telji hann koma til greina að fara sömu leið og Norðmenn, og styðja útflytjendur með tryggingum og fjárhagslegum stuðningi. Það þurfi þó að ræða á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Spurður að því hvort menn hafi farið of geyst í stuðningi við viðskiptaþvinganir ESB, segir hann að auðvitað komi upp efasemdir þegar miklir hagsmunir séu í húfi. Þetta snúist þó um það prinssip að alþjóðalög og alþjóðasamningar séu virtir. Alþingi Tengdar fréttir Gagnrýna samráðsleysi stjórnvalda vegna þvingana gagnvart Rússum Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri SFS, gagnrýnir að ekki hafi verið haft meira samráð við hagsmunaðila vegna þvingana gagnvart Rússlandi. Formaður atvinnuveganefndar segist áhyggjufullur en ekki sé ástæða til stefnubreytingar. 6. ágúst 2015 07:00 Yrði mikið högg fyrir sjávarútveginn og þjóðina alla Íslenskir fiskútflytjendur eru uggandi vegna frétta um að Rússar ætli að setja innflutningsbann á matvæli frá Íslandi. 5. ágúst 2015 19:45 Rússar vinna að frumvarpi um aðgerðir gegn Íslandi Rússneska landbúnaðarráðuneytið vinnur nú að gerð frumvarps um innflutningsbann á ákveðnum matvörum frá sjö Evrópuríkjum, þar á meðal Íslandi. 5. ágúst 2015 11:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Einhugur er um það í utanríkismálanefnd Alþingis að Ísland haldi áfram stuðningi við viðskiptaþvinganir ESB gegn Rússum þrátt fyrir að gríðarlegir hagsmunir séu undir í sjávarútvegi. Utanríkisráðherra telur meiri líkur en minni á því að Rússnesk stjórnvöld banni innflutning á íslenskum sjávarafurðum eftir tíðindi síðustu daga. Gunnar Bragi Sveinsson segist vera ósáttur við gagnrýni talsmanna sjávarútvegsfyrirtækja á viðbrögð stjórnvalda og skort á samráði við þá sem eiga hagsmuni undir í greininni. Hann ætli þó ekki að munnhöggvast við þá í fjölmiðlum. Hann segir engan vafa leika á því að innflutningsbannið verði mikið áfall fyrir útflytjendur og sem og þjóðina alla, ef því verði. Hann segist þó boðinn og búinn til að aðstoða við að finna nýja markaði.Við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur „Við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til að ræða eða koma skilaboðum á framfæri til rússneskra stjórnvalda,“ segir hann. „Við höfum beitt öllum þeim brögðum sem við höfum yfir að ráða en endanleg ákvörðun er að sjálfsögðu þeirra.“ Hann segir að ef allt fari á versta veg muni stjórnvöld gera allt sem þau geta til að aðstoða útflytjendur, persónulega telji hann koma til greina að fara sömu leið og Norðmenn, og styðja útflytjendur með tryggingum og fjárhagslegum stuðningi. Það þurfi þó að ræða á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Spurður að því hvort menn hafi farið of geyst í stuðningi við viðskiptaþvinganir ESB, segir hann að auðvitað komi upp efasemdir þegar miklir hagsmunir séu í húfi. Þetta snúist þó um það prinssip að alþjóðalög og alþjóðasamningar séu virtir.
Alþingi Tengdar fréttir Gagnrýna samráðsleysi stjórnvalda vegna þvingana gagnvart Rússum Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri SFS, gagnrýnir að ekki hafi verið haft meira samráð við hagsmunaðila vegna þvingana gagnvart Rússlandi. Formaður atvinnuveganefndar segist áhyggjufullur en ekki sé ástæða til stefnubreytingar. 6. ágúst 2015 07:00 Yrði mikið högg fyrir sjávarútveginn og þjóðina alla Íslenskir fiskútflytjendur eru uggandi vegna frétta um að Rússar ætli að setja innflutningsbann á matvæli frá Íslandi. 5. ágúst 2015 19:45 Rússar vinna að frumvarpi um aðgerðir gegn Íslandi Rússneska landbúnaðarráðuneytið vinnur nú að gerð frumvarps um innflutningsbann á ákveðnum matvörum frá sjö Evrópuríkjum, þar á meðal Íslandi. 5. ágúst 2015 11:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Gagnrýna samráðsleysi stjórnvalda vegna þvingana gagnvart Rússum Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri SFS, gagnrýnir að ekki hafi verið haft meira samráð við hagsmunaðila vegna þvingana gagnvart Rússlandi. Formaður atvinnuveganefndar segist áhyggjufullur en ekki sé ástæða til stefnubreytingar. 6. ágúst 2015 07:00
Yrði mikið högg fyrir sjávarútveginn og þjóðina alla Íslenskir fiskútflytjendur eru uggandi vegna frétta um að Rússar ætli að setja innflutningsbann á matvæli frá Íslandi. 5. ágúst 2015 19:45
Rússar vinna að frumvarpi um aðgerðir gegn Íslandi Rússneska landbúnaðarráðuneytið vinnur nú að gerð frumvarps um innflutningsbann á ákveðnum matvörum frá sjö Evrópuríkjum, þar á meðal Íslandi. 5. ágúst 2015 11:00