Lífið

Linda P. segir örlagaríka blómvendi hafa orðið banabita Baðhússins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Linda P. opnar sig í nýju viðtali við MAN.
Linda P. opnar sig í nýju viðtali við MAN.
„Fyrst var ætlunin að opna fyrir jólin 2014 enda var ég búin að missa húsnæðið í Brautarholtinu og flutti þangað 10. desember. Ég hafði fengið loforð um að við gætum opnað fyrir jólin en bygging húsnæðisins hafði þá tekið nokkra mánuði,“ segir Linda Pétursdóttir, í samtali við tímaritið MAN en hún hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum hér á landi undanfarna tvo áratugi. Linda vann keppnina Miss World aðeins 18 ára gömul og síðan þá hefur hún verið þjóðareign.

Í viðtalinu fer hún yfir árin sem hún rak Baðhúsið, heilsulind fyrir konur, og hvernig sá rekstur hafi verið eyðilagður af yfirmönnum fasteignafélagsins Regins. Linda segir að persónulegar ástæður hafi legið þar að baki og þáverandi aðstoðarkona forstjórans hafi snúist gegn sér þegar hún hafi fengið 14 blómvendi frá forstjóranum senda á Valentínusardaginn. Eftir það hafi erfileikar komið upp og að hún hafi á endanum verið hrakin á brott.

Sjá einnig: Baðhúsið lokar: Linda Pé gefst upp á rekstrinum

Hún segir Baðhúsið hafa orðið fyrir miklum skaða þegar áætlanir um framkvæmdir á nýju Baðhúsi í Smáralind stóðust ekki.

Linda segist hafa farið fram á það við fasteignafélagið Reginn að það myndi fella niður hluta af leigunni til að mæta þessum skaða að einhverju leyti.

Sjá einnig:Linda Pé svarar fyrir sig



„Þær samningaviðræður stóðu lengi yfir, gengu vel fyrst og ég var með gott fólk með í þeim. Reginn vildi samt aldrei viðurkenna vanefndir, þó þær blöstu við öllum, en þau vildu eignast meirihluta í fyrirtækinu mínu gegn því að lækka leiguna. Þannig reyndu þau raun fjandsamlega yfirtöku,“ segir Linda sem ákvað að lokum að loka Baðhúsinu og að sú ákvörðun hafi verið gríðarlega erfið.

Helgi Gunnarsson, forstjóri Regins, og Linda P.
„Það voru gríðarlega þung skref og mikil sorg að ákveða að loka Baðhúsinu og kalla til starfsmannafundar þann 10. desember 2014 og tilkynna fólkinu mínu að það hefði ekki vinnu lengur. Það var sárt að horfa upp a sorgina sem fólkið, sem hafði unnið hjá mér í fjölda ár, upplifði.“



Sjá einnig:
Reginn segist hafa staðið við sína samninga við Lindu Pé

Hún segir samningaviðræður við Reginn hafa gengið ágætlega en það hafi breyst skyndilega þegar hún fékk óvænta blómasendingu þann 14. febrúar 2014, á sjálfan Valentínusardaginn. 

„Starfsmaður minn kemur inn á skrifstofu til mín og tilkynnir mér að það sé komin blómasending og ég sé sendilinn koma með innkaupakörfur fullar af blómvöndum og hélt í fyrstu að verið væri að ganga í öll fyrirtæki hússins með blómvendi. En svo kom í ljós að allir 14 vendirnir voru til mín frá forstjóranum með hamingjuóskum með opnunina. Daginn eftir gerði aðstoðarkona og hægri hönd forstjórans sér af einhverjum ástæðum leið inn í Baðhúsið og þegar hún spyr að gamni hvort ég hafi verið að opna blómabúð svara ég að það hafi nú verið þau sem sendu mér alla þessa vendi og þakkaði kærlega fyrir. Þá sá ég að það kom á hana,“ segir Linda og í kjölfarið af þessu atvikið hafi samningsviljinn þeirra megin horfið.

Linda segir að fólk hafi upplifað að hún virtist stjórna meira í fyrirtækinu en sjálfur forstjórinn. Skömmu síðar hafi það verið gert opinbert að forstjórinn og aðstoðarkonan voru orðin par.  

„Það var ekkert á milli mín og forstjórans og ég var ekkert inni í þeirra ástarmálum enda kom það mér ekkert við.“

Samningurinn sem Linda gerði við Reginn fasteignafélag hljóðaði upp á alls 450 milljónir. Helgi Gunnarsson er forstjóri félagsins. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×