Innlent

Linda Pé svarar fyrir sig

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
"Það hefur aldrei talist stórmannlegt að tala gegn betri vitund en að milljarða fasteignarisi skuli leggjast svo lágt að ráðast á lítið fyrirtæki eins og Baðhúsið af þessu afli.“
"Það hefur aldrei talist stórmannlegt að tala gegn betri vitund en að milljarða fasteignarisi skuli leggjast svo lágt að ráðast á lítið fyrirtæki eins og Baðhúsið af þessu afli.“
Linda Pétursdóttir, eigandi Baðhússins, vísar yfirlýsingum Helga Gunnarssonar,forstjóra Regins, á bug en þær eru þess efnis að hún hafi ekki staðið við samninga og skuldbindingar Baðhússins í Smáralind. Í tilkynningu sem hún sendi frá sér nú fyrir skemmstu segir að hún muni kanna réttarstöðu sína og Baðhússins í málinu.

mynd/linda pétursdóttir
„Það hefur aldrei talist stórmannlegt að tala gegn betri vitund en að milljarða fasteignarisi skuli leggjast svo lágt að ráðast á lítið fyrirtæki eins og Baðhúsið af þessu afli og reyna að gera mig og starfsfólk Baðhússins að ósannindafólki er með ólíkindum. Þetta eru furðulegar yfirlýsingar sem koma frá forstjóra Regins um að staðið hafi verið við alla samninga gagnvart Baðhúsinu og vanefndir séu eingöngu okkar megin. Þessum yfirlýsingum hafna ég algjörlega,“ segir Linda en Baðhúsið hætti rekstri í vikunni.

Í tilkynningunni segir að vanefndir Regins varðandi afhendingu á húsnæðinu hafi valdið Baðhúsinu erfiðleikum sem urðu til þess að loka þurfti stöðunni. Hún segir að fyrirtækið, Reginn, ekki hafa staðið við skuldbindingar sínar og máli sínu til stuðnings sendi hún frá sér hljóðupptökur og ljósmyndir.

mynd/linda pétursdóttir
„Myndir og hljóðbrot segja allt aðra og sannari sögu um röð vanefnda, lélegs frágangs og truflana af hálfu Regins sem leiddu til þess að viðskiptavinir Baðhússins gátu aldrei notið kyrrðar og friðar fyrir háværum hamarshöggum, hávaða í borvélum, iðnaðarmönnum að störfum, ryki um allt, lekum gluggum og svo mætti áfram telja. Við slíkar aðstæður er ekki hægt að reka afslöppunar- og dekurmiðstöð.“

Þá segir hún að gögn málsins sýni að vanefndir Regins séu meginorsök þess að rekstur Baðhússins gekk ekki upp.

„Ég ítreka það sem ég hef áður sagt; Við fengum húsnæðið afhent alltof seint og í ófullnægjandi ástandi á háannatíma sem varð þess valdandi að Baðhúsið missti bróðurpart tekna sinna er  gerði reksturinn þungbæran er leið á árið. Vegna þessa tekjumissis réð reksturinn m.a. ekki við greiðslu leigu og það eru vanefndirnar sem Reginn talar um og gekk hart eftir í að tryggja sér með fullu, þ.e. með riftun á samningi og hótun um útburð.“

mynd/linda pétursdóttir
Linda Pétursdóttir sendi hljóðupptökur með tilkynningunni Hún segir þær hafa verið teknar í jógatímum og dekurstundum. Menn geti rétt ímyndað sér hvernig það hafi verið fyrir viðskiptavini Baðhússins að slaka á undir slíkum hávaða.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×