Þingmaður vill breytingar í lyfjamálum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. ágúst 2015 11:15 Vilhjálmur Árnason er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. VÍSIR/ANTON BRINK Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að íslenska heilbrigðiskerfið sé ekki í stakk búið til þess að fylgja framþróun í lyfjamálum og mikilvægt sé að setja upp kerfi sem tryggi það að hægt sé að taka upp nýjustu lyfin hér á Íslandi. Þetta segir hann í kjölfar umræðu sem skapast hefur eftir að Fanney Björk Ásbjörnsdóttir stefndi íslenska ríkinu fyrr í sumar eftir að það neitaði henni um nýtt lyf gegn Lifrarbólgu C. Nýja lyfið er mun áhrifaríkara en eldri lyf en íslenska ríkið segir að lyfið sé of dýrt. „Það virðist vera að ef að það kemur nýtt lyf inn séum við ekki búinn undir að það gæti kostað mikla fjármuni að innleiða það.“ Vilhjálmur hefur velt því upp hvort að erfiðleikar við að taka upp hið nýja lyf við lyfrarbólgu C væru byggðar á fordómum enda fíklar í meirihluta þeirra sem þjást af sjúkdóminum. Vilhjálmur segir þó að þetta séu aðeins vangaveltur en þó megi ekki láta fordóma hafa áhrif á það hvaða lyf séu tekin upp. Það sé ótækt enda geri sjúkdómar ekki upp á milli manna eftir þjóðfélagsstöðu. „Allt eru þetta skattgreiðendur, sjúkdómar fara ekki í manngreinaálit. Það eiga allir að vera jafnir fyrir þessu. Þessvegna þurfum að búa til kerfi þannig að við getum tekið á móti nýju lyfi þegar það kemur.“ „Ég mun tala fyrir því að við búum til einhverskonar kerfi þannig að hluti af því sem er sett í lyfjamál í hvert skipti verði þá sett í einhverskonar lyfjasjóð til þess að við getum fylgt framþróun í lyfjamálum og bætt inn nýjum lyfjum.“ Vill hagræða í ríkisrekstri til að fjármagna heilbrigðiskerfiðAð mati Vilhjálms telur hann þetta mál, MS-málið sem kom upp árið 2007 og nýlegur dómur um túlkaþjónustu sýna það að ríkið þurfi að setja meiri fjármuni í heilbrigðismál. Skoða þurfi fjármál og rekstur ríkisins til þess að heilbrigðisþjónustan geti sinnt sínu hlutverki. „Ef við ætlum að sinna allri túlkaþjónustu eða taka inn öll ný lyf erum við að tala um tugi milljarða.Þetta getur alveg kallað á hagræðingu og forgangsröðun í ríkisrekstri. Þetta er heilbrigðisþjónusta sem skiptir líf og réttindi fólks miklu máli.“ Vilhjálmur spyr hvort að ríkið sé að setja fjármuni í eitthvað annað sem skipti ekki jafn miklu máli? „Ég vil kannski ekki setja upp eitthvað eitt á móti þessu en við gætum t.d. selt ríkiseignir eins og Landsbankann eða ÁTVR. Ríkið á sinna grunnþjónustu. Heilbrigðisþjónusta, löggæsla, samgöngukerfi og menntamál. Annað þarf að byggja upp á öðrum forsendum og þar á kannski heima slagorðið: Þeir greiða sem njóta.“ Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að íslenska heilbrigðiskerfið sé ekki í stakk búið til þess að fylgja framþróun í lyfjamálum og mikilvægt sé að setja upp kerfi sem tryggi það að hægt sé að taka upp nýjustu lyfin hér á Íslandi. Þetta segir hann í kjölfar umræðu sem skapast hefur eftir að Fanney Björk Ásbjörnsdóttir stefndi íslenska ríkinu fyrr í sumar eftir að það neitaði henni um nýtt lyf gegn Lifrarbólgu C. Nýja lyfið er mun áhrifaríkara en eldri lyf en íslenska ríkið segir að lyfið sé of dýrt. „Það virðist vera að ef að það kemur nýtt lyf inn séum við ekki búinn undir að það gæti kostað mikla fjármuni að innleiða það.“ Vilhjálmur hefur velt því upp hvort að erfiðleikar við að taka upp hið nýja lyf við lyfrarbólgu C væru byggðar á fordómum enda fíklar í meirihluta þeirra sem þjást af sjúkdóminum. Vilhjálmur segir þó að þetta séu aðeins vangaveltur en þó megi ekki láta fordóma hafa áhrif á það hvaða lyf séu tekin upp. Það sé ótækt enda geri sjúkdómar ekki upp á milli manna eftir þjóðfélagsstöðu. „Allt eru þetta skattgreiðendur, sjúkdómar fara ekki í manngreinaálit. Það eiga allir að vera jafnir fyrir þessu. Þessvegna þurfum að búa til kerfi þannig að við getum tekið á móti nýju lyfi þegar það kemur.“ „Ég mun tala fyrir því að við búum til einhverskonar kerfi þannig að hluti af því sem er sett í lyfjamál í hvert skipti verði þá sett í einhverskonar lyfjasjóð til þess að við getum fylgt framþróun í lyfjamálum og bætt inn nýjum lyfjum.“ Vill hagræða í ríkisrekstri til að fjármagna heilbrigðiskerfiðAð mati Vilhjálms telur hann þetta mál, MS-málið sem kom upp árið 2007 og nýlegur dómur um túlkaþjónustu sýna það að ríkið þurfi að setja meiri fjármuni í heilbrigðismál. Skoða þurfi fjármál og rekstur ríkisins til þess að heilbrigðisþjónustan geti sinnt sínu hlutverki. „Ef við ætlum að sinna allri túlkaþjónustu eða taka inn öll ný lyf erum við að tala um tugi milljarða.Þetta getur alveg kallað á hagræðingu og forgangsröðun í ríkisrekstri. Þetta er heilbrigðisþjónusta sem skiptir líf og réttindi fólks miklu máli.“ Vilhjálmur spyr hvort að ríkið sé að setja fjármuni í eitthvað annað sem skipti ekki jafn miklu máli? „Ég vil kannski ekki setja upp eitthvað eitt á móti þessu en við gætum t.d. selt ríkiseignir eins og Landsbankann eða ÁTVR. Ríkið á sinna grunnþjónustu. Heilbrigðisþjónusta, löggæsla, samgöngukerfi og menntamál. Annað þarf að byggja upp á öðrum forsendum og þar á kannski heima slagorðið: Þeir greiða sem njóta.“
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira