Gagnrýndi harðlega hugmyndir um nýjan þjóðarleikvang Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. september 2015 22:13 Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna. Vísir/Heiða Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður VG, gaf ekki mikið fyrir hugmyndir um að reisa nýjan þjóðarleikvang í ræðu sinni á Alþingi í kvöld. „Mestöll þjóðin var í sigurvímu eftir jafntefli íslenska karla-knattspyrnuliðsins um liðna helgi. Fáir þó eins og hæstvirtur fjármálaráðherra, sem fór þegar í fjölmiðlum að gefa undir fótinn með byggingu risavaxins knattspyrnuvallar upp á 15-20 milljarðar króna,“ sagði Steinunn „Þessi höll, myndi mögulega - að sögn hæstvirts ráðherrans - ekki kosta skattgreiðendur neitt, ekki frekar en Hvalfjarðargöngin. Hana mætti nefnilega reisa með töfraformúlunni „eignatryggðri fjármögnun”. En eignatryggð fjármögnun mun vera það sem hét „einkaframkvæmd í opinberum rekstri” áður en það hugtak fékk óorð á sig,“ sagði hún ennfremur og bætti við: „En auðvitað komum við til með að borga fyrir slíka framkvæmd, ef af yrði – á sama hátt og við greiðum enn í hvert sinn sem við ökum undir Hvalfjörð. Einkaframkvæmdadekrið hefur þann eina raunverulega tilgang að gefa milliliðum kost á að hagnast.“ Steinunn sagði að þessar hugmyndir væru þó ekki eina dæmi þess að stjórnarflokkarnir hefðu „kokgleypt“ kenningar um ágæti einkarekstrarformsins. „Það er nefnilega raunveruleg ástæða til að óttast að ríkisstjórnin hyggi lengra inn á brautir einkarekstrar og verktöku í velferðarmálum, með tilheyrandi sveltistefnu gagnvart opinbera kerfinu. Það mun aðeins leiða til aukinnar mismunar og meiri kostnaðar fyrir samfélag og einstaklinga.“ Alþingi Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Sjá meira
Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður VG, gaf ekki mikið fyrir hugmyndir um að reisa nýjan þjóðarleikvang í ræðu sinni á Alþingi í kvöld. „Mestöll þjóðin var í sigurvímu eftir jafntefli íslenska karla-knattspyrnuliðsins um liðna helgi. Fáir þó eins og hæstvirtur fjármálaráðherra, sem fór þegar í fjölmiðlum að gefa undir fótinn með byggingu risavaxins knattspyrnuvallar upp á 15-20 milljarðar króna,“ sagði Steinunn „Þessi höll, myndi mögulega - að sögn hæstvirts ráðherrans - ekki kosta skattgreiðendur neitt, ekki frekar en Hvalfjarðargöngin. Hana mætti nefnilega reisa með töfraformúlunni „eignatryggðri fjármögnun”. En eignatryggð fjármögnun mun vera það sem hét „einkaframkvæmd í opinberum rekstri” áður en það hugtak fékk óorð á sig,“ sagði hún ennfremur og bætti við: „En auðvitað komum við til með að borga fyrir slíka framkvæmd, ef af yrði – á sama hátt og við greiðum enn í hvert sinn sem við ökum undir Hvalfjörð. Einkaframkvæmdadekrið hefur þann eina raunverulega tilgang að gefa milliliðum kost á að hagnast.“ Steinunn sagði að þessar hugmyndir væru þó ekki eina dæmi þess að stjórnarflokkarnir hefðu „kokgleypt“ kenningar um ágæti einkarekstrarformsins. „Það er nefnilega raunveruleg ástæða til að óttast að ríkisstjórnin hyggi lengra inn á brautir einkarekstrar og verktöku í velferðarmálum, með tilheyrandi sveltistefnu gagnvart opinbera kerfinu. Það mun aðeins leiða til aukinnar mismunar og meiri kostnaðar fyrir samfélag og einstaklinga.“
Alþingi Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Sjá meira