Birgitta sendi Ólafi Ragnari tóninn Birgir Olgeirsson skrifar 8. september 2015 22:13 Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata, sagði ljost að þörf væri á forsetaframbjóðanda sem væri annt um beint lýðræði. vísir/Valli Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, nýtti tækifærið við umræður um stefnuræðu forsætisráðherra til að andmæla staðhæfingum forseta Íslands við setningu Alþingi fyrr í dag. „Mig langar í ljósi þess að við þingmenn getum ekki hreyft við neinum andmælum þegar forseti lýðveldisins messar yfir okkur við upphaf sérhvers þing, eins og hann gerði í dag, að nota tækifærið og andmæla staðhæfingu forsetans,“ sagði Birgitta. Hún sagði forsetann hafa sniðgengið nokkur afar mikilvæg atriði í málflutningi sínum um mögulega þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar samhliða forsetakosningunum.Óþarfa áhyggjur „Í fyrsta lagi þá eru þetta óþarfa áhyggjur hjá forseta vorum Ólafi Ragnari Grímssyni um að kosningar um stjórnarskrá samhliða forsetakosningum verði ólýðræðislegar. Það er einmitt eina mögulega leiðin til að tryggja nægilega þátttöku almennings til að vega upp á móti ólýðræðislegum 40% þátttökutálmunum sem voru settar í bráðabirgðaákvæði stjórnarskrárinnar. Staðreyndin er sú að ef breytingarnar verða umdeildar þurfa yfir 80% allra á kjörskrá að mæta til að greiða atkvæði til að niðurstaða kjósenda öðlist gildi. Langbesta og tryggasta leiðin til að fá fólk á kjörstað eru fulltrúakosningar samanber Forsetakosningar eða Alþingiskosningar. Vert er vekja athygli á því að engar sambærilegar lýðræðis tálmanir eru á þátttöku til Alþingiskosninga eða Forsetakosninga.“ Hún sagði forsetann jafnframt hafa sagt í ræðu sinni fyrr í dag að þröng tímamörk og sparnaðarhvöt megi ekki stofna gæðum verksins í hættu. „Kæri Forseti Lýðveldisins, það er mér sönn ánægða að upplýsa þig um það, að þetta eru ekki hvatarnir sem liggja að baki því að spyrða saman þessar tvær kosningar, hvatarnir eru einmitt fyrst og fremst hugsaðir til að tryggja góða þátttöku.“Hvatarnir að tryggja góða þátttöku Hún sagði það vera sanna ánægju að upplýsa forsetann um það að þetta séu ekki hvatarnir sem liggja að baki því að spyrða saman þessar tvær kosningar. „Hvatarnir eru einmitt fyrst og fremst hugsaðir til að tryggja góða þátttöku.“Hún sagðist geta fullvissað forsetann um að vandað hefur verið til verksins með ótal sérfræðingum og fundum. „Og finnst mér furðu sæta að forsetinn láti svo í veðri vaka að svo sé ekki, enda komu engar nánari útlistanir á því hvað gæfi tilefni til þessa vantrausts áður en niðurstaðan liggur fyrir.“Einhver þarf að bjóða sig fram til forseta sem er annt um beint lýðræði Hún sagði ljóst að forsetinn hefur fært sig inn á háskalegar og gerræðislegar brautir gagnvart þingræðinu í dag og undir því getur hún ekki setið án þess að andmæla af fullum krafti. „Ljóst er að einhver þarf að bjóða sig fram til að sinna hlutverki Forseta sem er annt um hið beina lýðræði og er tilbúinn að sleppa tökunum af málskotsréttinum til þjóðarinnar sjálfar.“ Alþingi Tengdar fréttir Guðni segir framtíð Ólafs Ragnars óráðna gátu Gefur ekki upp hvort hann muni skora aftur á forsetann. „Hann verður að taka þessa ákvörðun með sjálfum sér, þjóð sinni og fjölskyldu sinni.“ 8. september 2015 18:37 Vill ekki stjórnarskrárkosningar samhliða forsetakosningum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að „hvorki þröng tímamörk né sparnaðarhvöt megi stofna gæðum verksins í hættu.“ 8. september 2015 12:57 Er Ólafur Ragnar Grímsson virkilega að hætta? Ráðvillt fólk á Facebook rýnir í orð forseta Íslands eins og spámiðlar í innyfli dýra og reynir að átta sig á því hvort Ólafur Ragnar Grímsson hafi í raun verið að boða brotthvarf sitt eða ekki? 8. september 2015 12:49 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, nýtti tækifærið við umræður um stefnuræðu forsætisráðherra til að andmæla staðhæfingum forseta Íslands við setningu Alþingi fyrr í dag. „Mig langar í ljósi þess að við þingmenn getum ekki hreyft við neinum andmælum þegar forseti lýðveldisins messar yfir okkur við upphaf sérhvers þing, eins og hann gerði í dag, að nota tækifærið og andmæla staðhæfingu forsetans,“ sagði Birgitta. Hún sagði forsetann hafa sniðgengið nokkur afar mikilvæg atriði í málflutningi sínum um mögulega þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar samhliða forsetakosningunum.Óþarfa áhyggjur „Í fyrsta lagi þá eru þetta óþarfa áhyggjur hjá forseta vorum Ólafi Ragnari Grímssyni um að kosningar um stjórnarskrá samhliða forsetakosningum verði ólýðræðislegar. Það er einmitt eina mögulega leiðin til að tryggja nægilega þátttöku almennings til að vega upp á móti ólýðræðislegum 40% þátttökutálmunum sem voru settar í bráðabirgðaákvæði stjórnarskrárinnar. Staðreyndin er sú að ef breytingarnar verða umdeildar þurfa yfir 80% allra á kjörskrá að mæta til að greiða atkvæði til að niðurstaða kjósenda öðlist gildi. Langbesta og tryggasta leiðin til að fá fólk á kjörstað eru fulltrúakosningar samanber Forsetakosningar eða Alþingiskosningar. Vert er vekja athygli á því að engar sambærilegar lýðræðis tálmanir eru á þátttöku til Alþingiskosninga eða Forsetakosninga.“ Hún sagði forsetann jafnframt hafa sagt í ræðu sinni fyrr í dag að þröng tímamörk og sparnaðarhvöt megi ekki stofna gæðum verksins í hættu. „Kæri Forseti Lýðveldisins, það er mér sönn ánægða að upplýsa þig um það, að þetta eru ekki hvatarnir sem liggja að baki því að spyrða saman þessar tvær kosningar, hvatarnir eru einmitt fyrst og fremst hugsaðir til að tryggja góða þátttöku.“Hvatarnir að tryggja góða þátttöku Hún sagði það vera sanna ánægju að upplýsa forsetann um það að þetta séu ekki hvatarnir sem liggja að baki því að spyrða saman þessar tvær kosningar. „Hvatarnir eru einmitt fyrst og fremst hugsaðir til að tryggja góða þátttöku.“Hún sagðist geta fullvissað forsetann um að vandað hefur verið til verksins með ótal sérfræðingum og fundum. „Og finnst mér furðu sæta að forsetinn láti svo í veðri vaka að svo sé ekki, enda komu engar nánari útlistanir á því hvað gæfi tilefni til þessa vantrausts áður en niðurstaðan liggur fyrir.“Einhver þarf að bjóða sig fram til forseta sem er annt um beint lýðræði Hún sagði ljóst að forsetinn hefur fært sig inn á háskalegar og gerræðislegar brautir gagnvart þingræðinu í dag og undir því getur hún ekki setið án þess að andmæla af fullum krafti. „Ljóst er að einhver þarf að bjóða sig fram til að sinna hlutverki Forseta sem er annt um hið beina lýðræði og er tilbúinn að sleppa tökunum af málskotsréttinum til þjóðarinnar sjálfar.“
Alþingi Tengdar fréttir Guðni segir framtíð Ólafs Ragnars óráðna gátu Gefur ekki upp hvort hann muni skora aftur á forsetann. „Hann verður að taka þessa ákvörðun með sjálfum sér, þjóð sinni og fjölskyldu sinni.“ 8. september 2015 18:37 Vill ekki stjórnarskrárkosningar samhliða forsetakosningum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að „hvorki þröng tímamörk né sparnaðarhvöt megi stofna gæðum verksins í hættu.“ 8. september 2015 12:57 Er Ólafur Ragnar Grímsson virkilega að hætta? Ráðvillt fólk á Facebook rýnir í orð forseta Íslands eins og spámiðlar í innyfli dýra og reynir að átta sig á því hvort Ólafur Ragnar Grímsson hafi í raun verið að boða brotthvarf sitt eða ekki? 8. september 2015 12:49 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Guðni segir framtíð Ólafs Ragnars óráðna gátu Gefur ekki upp hvort hann muni skora aftur á forsetann. „Hann verður að taka þessa ákvörðun með sjálfum sér, þjóð sinni og fjölskyldu sinni.“ 8. september 2015 18:37
Vill ekki stjórnarskrárkosningar samhliða forsetakosningum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að „hvorki þröng tímamörk né sparnaðarhvöt megi stofna gæðum verksins í hættu.“ 8. september 2015 12:57
Er Ólafur Ragnar Grímsson virkilega að hætta? Ráðvillt fólk á Facebook rýnir í orð forseta Íslands eins og spámiðlar í innyfli dýra og reynir að átta sig á því hvort Ólafur Ragnar Grímsson hafi í raun verið að boða brotthvarf sitt eða ekki? 8. september 2015 12:49
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“