Framlag til Háskóla Íslands hækkar um rúman milljarð milli ára að meðtöldum launa- og verðlagshækkunum. Framlag til skólans hækkar að raunvirði um 309,8 milljónir króna.
Hækka framlög með hverjum nemenda
Lagt er til að framlag til skólans hækki um 249,1 milljónir króna vegna hækkunar á einingarverði á reikniflokkum skólans. Breytingarnar eru hluti af áformum um að styrkja rekstrargrunn skólans með því að hækka framlag með hverjum nemenda. Í öðru lagi er lagt til að niður falli 200 milljón króna tímabundin fjárheimild sem veitt var til tveggja ára til að ráðstafa tekjum frá Happdrætti Háskóla Íslands til byggingaframkvæmda og viðhaldsverkefna.
Einnig er lagt til að veitt verði tímabundin fjárheimild til eins árs, 250 milljónum króna til að ráðstafa tekjum frá Happdrættinu til framkvæmda við byggingu Stofnunnar Vigdísar Finnbogadóttur auk annarra viðhaldsverkefna og framkvæmda. Áætlað er að bæði ríkistekjur af skrásetningargjaldi og útgjöld sem þeim er ætlað að standa undir hækki um 35,6 milljónir króna vegna 3.900 fleiri reiknaðara ársnemenda en lagðir eru til grundavallar kennslufaramlagi.
Framlag til HR hækkar um rúmar 220 milljónir
Framlag til Háskólans í Reykjavík hækkar hins vegar um rúmar 220 milljónir króna að meðtöldum launa- og verðlagshækkunum. Framlag til skólans hækkar að raunvirði um 78,1 milljónir króna. Lagt er til að framlag til skólans hækki um 88,1 milljónir króna vegna hækkana á einingarverði á reikniflokkum náms. Breytingarnar eru eins og hjá Háskóla Íslands hluti af áformum um að styrkja rekstrargrunn skólans með því að hækka framlag með hverjum nemenda.
Framlag til HÍ hækkar um milljarð milli ára
Tengdar fréttir
Tekjur af útvarpsgjaldi hækka um tæpar níu milljónir
Framlagið nemur 3.490 milljónir króna.
Stefnt að 15,3 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2016 í Hörpu í hádeginu.
Framlög til Þjóðleikhússins og Sinfó hækka
Hækkanirnar eru ætlaðar að styrkja rekstur leikhússins og sveitarinnar.