Laith og fjölskylda hans komin til Þýskalands Atli Ísleifsson skrifar 8. september 2015 08:31 Það tók fjölskylduna fjórar vikur að komast frá grísku eyjunni Kos til Þýskalands, þar á meðal í lokuðum vörubíl milli Aþenu og Berlínar. Mynd/Daniel Etter/Europa says Oxi Sýrlenski fjögurra barna faðirinn Laith Majid og fjölskylda hans eru komin til þýsku höfuðborgarinnar Berlínar. Ljósmynd sem Daniel Etter tók af Laith vakti heimsathygli í síðasta mánuði en á henni mátti sjá grátandi Laith eftir hættumikla för á gúmmíbát yfir Miðjarðarhaf til Grikklands. Á myndinni hélt Laith þétt um börn sín á grísku eynni Kos, en átta manns höfðu verið á gúmmíbátnum sem í raun var ætlaður þremur. „Engin ljósmynd hefur snert mig eins mikið og þessi,“ sagði Etter í samtali við Independent á sínum tíma, en myndin var birt í New York Times og var henni deilt í tugþúsundavís á samfélagsmiðlum.Laith, 44 ára með eiginkonu sinni Neda, 43 ára, sonunum Mustafa, Ahmed og Taha, átján, sautján og níu ára og dóttirin Nour, sjö ára.Mynd/Europa says OxiÞýska blaðið Bild segir að nú, nokkrum vikum síðar, séu þau, Laith, 44 ára, eiginkona hans Neda synirnir Mustafa, Ahmed og Taha, átján, sautján og níu ára, og dóttirin Nour, sjö ára, komin til Berlínar. Á ljósmynd Guardian og Europa says Oxi má sjá fjölskylduna brosandi eftir komuna til Þýskalands. Það tók fjölskylduna fjórar vikur að komast frá Kos til Þýskalands, þar á meðal í lokuðum vörubíl milli Aþenu og Berlínar. Á leiðinni gat fjölskyldan einungis farið úr bílnum á nóttunni til að anda að sér fersku lofti. Fjölskyldan flúði frá heimili sínu í sýrlensku borginni Deir Ezzor þar sem átök hafa lengi geisað milli sýrlenska stjórnarhersins og uppreisnarmanna, en ISIS-liðar ráða nú yfir borginni. Fjölmörg ríki buðu fjölskyldunni að koma, en hún kaus að halda til Þýskalands. „Angela Merkel er frábær. Hún er okkur sem móðir,“ segir Neda. Dóttirin Nour segist enn fá martraðir um ferðina yfir Miðjarðarhaf. Bild segir frá því að þá sé hún vön að halda þétt um móður sína. „Við viljum aldrei framar halda aftur út á haf,“ segir Laith. Mið-Austurlönd Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Sýrlenski fjögurra barna faðirinn Laith Majid og fjölskylda hans eru komin til þýsku höfuðborgarinnar Berlínar. Ljósmynd sem Daniel Etter tók af Laith vakti heimsathygli í síðasta mánuði en á henni mátti sjá grátandi Laith eftir hættumikla för á gúmmíbát yfir Miðjarðarhaf til Grikklands. Á myndinni hélt Laith þétt um börn sín á grísku eynni Kos, en átta manns höfðu verið á gúmmíbátnum sem í raun var ætlaður þremur. „Engin ljósmynd hefur snert mig eins mikið og þessi,“ sagði Etter í samtali við Independent á sínum tíma, en myndin var birt í New York Times og var henni deilt í tugþúsundavís á samfélagsmiðlum.Laith, 44 ára með eiginkonu sinni Neda, 43 ára, sonunum Mustafa, Ahmed og Taha, átján, sautján og níu ára og dóttirin Nour, sjö ára.Mynd/Europa says OxiÞýska blaðið Bild segir að nú, nokkrum vikum síðar, séu þau, Laith, 44 ára, eiginkona hans Neda synirnir Mustafa, Ahmed og Taha, átján, sautján og níu ára, og dóttirin Nour, sjö ára, komin til Berlínar. Á ljósmynd Guardian og Europa says Oxi má sjá fjölskylduna brosandi eftir komuna til Þýskalands. Það tók fjölskylduna fjórar vikur að komast frá Kos til Þýskalands, þar á meðal í lokuðum vörubíl milli Aþenu og Berlínar. Á leiðinni gat fjölskyldan einungis farið úr bílnum á nóttunni til að anda að sér fersku lofti. Fjölskyldan flúði frá heimili sínu í sýrlensku borginni Deir Ezzor þar sem átök hafa lengi geisað milli sýrlenska stjórnarhersins og uppreisnarmanna, en ISIS-liðar ráða nú yfir borginni. Fjölmörg ríki buðu fjölskyldunni að koma, en hún kaus að halda til Þýskalands. „Angela Merkel er frábær. Hún er okkur sem móðir,“ segir Neda. Dóttirin Nour segist enn fá martraðir um ferðina yfir Miðjarðarhaf. Bild segir frá því að þá sé hún vön að halda þétt um móður sína. „Við viljum aldrei framar halda aftur út á haf,“ segir Laith.
Mið-Austurlönd Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira