Húsnæðismál Eyglóar í fjárlagafrumvarpi Snærós Sindradóttir skrifar 8. september 2015 07:00 Mikið mun mæða á Eygló Harðardóttur á komandi þingi. Andstæðingar segja pólitískt líf hennar velta á velgengninni. vísir/Stefán Það eru allir sammála um að húsnæðismál Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, verði stóra málið á þingi í haust. Ágreiningur milli ríkisstjórnarflokkanna um frumvarpið er ekki meiri en svo að gert er ráð fyrir kostnaði við það, mörgum milljörðum, í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Alþingi Íslendinga kemur saman í dag eftir stutt sumarleyfi. Húsnæðisfrumvarpið kveður á um byggingu 2.300 félagslegra íbúða á næstu þremur árum, stofnframlög eða vaxtaniðurgreiðslur til húsnæðissamvinnufélaga, og nýmæli um húsnæðisbótakerfi sem jafnar vaxtabætur og húsaleigubætur. Grunnhúsnæðisbæturnar hækka úr 23 þúsund krónum í 32 þúsund krónur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins snýst helsti ágreiningur ríkisstjórnarinnar um það hvort greiðslur bóta verði áfram á hendi sveitarfélaga eða hvort umsjón þeirra fari yfir til ríkisins.Vigdís HauksdóttirÞá segja heimildarmenn innan ríkisstjórnarinnar að viðbúið sé að ágreiningur verði um húsnæðisbæturnar hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Það verði erfitt fyrir þá að kyngja tillögum sem séu í prinsippinu ólíkar hugmyndum um markaðsfrelsi og einstaklingsframtak. Samið var um húsnæðisfrumvarp Eyglóar í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Í samningunum eru rauð strik í febrúar sem koma samningnum í uppnám ef ekki verður búið að afgreiða frumvarpið. Þetta þýðir, að mati stjórnarandstöðuþingmanna sem Fréttablaðið ræddi við, að pólitískt líf Eyglóar hangi á þessu frumvarpi. Frumvarpið þykir slá félagslegri tóna en nýlega hafa heyrst frá Framsóknarflokknum. Því er eðlilegt að spyrja Vigdísi Hauksdóttur, formann fjárlaganefndar, hvað henni finnist um kostnaðarsamt frumvarpið og þá staðreynd að búið sé að fjármagna það í fjárlagafrumvarpinu. „Ég get ekkert tjáð mig um þetta því fjárlaganefnd er ekki búin að fá kynningu á fjárlagafrumvarpinu,“ segir hún. Aðspurð hvernig Vigdísi lítist almennt á frumvarp flokkssystur sinnar segist hún heldur ekki geta tjáð sig um það. „Ég veit ekki hvað kemur til með að standa í þeim [breytingum á frumvarpinu]. Þú ert að biðja mig um að sjá inn í framtíðina og það get ég ekki.“ En það þykir þó ólíklegt að stjórnarandstaðan reynist óþægur ljár í þúfu þegar kemur að frumvarpinu. Eins og áður segir þykir það frekar félagslegt, sem hæfir vel stefnu sósíaldemókratísku flokkanna á vinstri vængnum. Þá þykir líklegt að leggjast muni vel í stjórnarandstöðuna ákvæði um að fjölskyldustærð hækki bæturnar sem og að foreldri, sem hefur forsjá en ekki lögheimili barns síns, eigi rétt á bótunum. Alþingi Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Það eru allir sammála um að húsnæðismál Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, verði stóra málið á þingi í haust. Ágreiningur milli ríkisstjórnarflokkanna um frumvarpið er ekki meiri en svo að gert er ráð fyrir kostnaði við það, mörgum milljörðum, í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Alþingi Íslendinga kemur saman í dag eftir stutt sumarleyfi. Húsnæðisfrumvarpið kveður á um byggingu 2.300 félagslegra íbúða á næstu þremur árum, stofnframlög eða vaxtaniðurgreiðslur til húsnæðissamvinnufélaga, og nýmæli um húsnæðisbótakerfi sem jafnar vaxtabætur og húsaleigubætur. Grunnhúsnæðisbæturnar hækka úr 23 þúsund krónum í 32 þúsund krónur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins snýst helsti ágreiningur ríkisstjórnarinnar um það hvort greiðslur bóta verði áfram á hendi sveitarfélaga eða hvort umsjón þeirra fari yfir til ríkisins.Vigdís HauksdóttirÞá segja heimildarmenn innan ríkisstjórnarinnar að viðbúið sé að ágreiningur verði um húsnæðisbæturnar hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Það verði erfitt fyrir þá að kyngja tillögum sem séu í prinsippinu ólíkar hugmyndum um markaðsfrelsi og einstaklingsframtak. Samið var um húsnæðisfrumvarp Eyglóar í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Í samningunum eru rauð strik í febrúar sem koma samningnum í uppnám ef ekki verður búið að afgreiða frumvarpið. Þetta þýðir, að mati stjórnarandstöðuþingmanna sem Fréttablaðið ræddi við, að pólitískt líf Eyglóar hangi á þessu frumvarpi. Frumvarpið þykir slá félagslegri tóna en nýlega hafa heyrst frá Framsóknarflokknum. Því er eðlilegt að spyrja Vigdísi Hauksdóttur, formann fjárlaganefndar, hvað henni finnist um kostnaðarsamt frumvarpið og þá staðreynd að búið sé að fjármagna það í fjárlagafrumvarpinu. „Ég get ekkert tjáð mig um þetta því fjárlaganefnd er ekki búin að fá kynningu á fjárlagafrumvarpinu,“ segir hún. Aðspurð hvernig Vigdísi lítist almennt á frumvarp flokkssystur sinnar segist hún heldur ekki geta tjáð sig um það. „Ég veit ekki hvað kemur til með að standa í þeim [breytingum á frumvarpinu]. Þú ert að biðja mig um að sjá inn í framtíðina og það get ég ekki.“ En það þykir þó ólíklegt að stjórnarandstaðan reynist óþægur ljár í þúfu þegar kemur að frumvarpinu. Eins og áður segir þykir það frekar félagslegt, sem hæfir vel stefnu sósíaldemókratísku flokkanna á vinstri vængnum. Þá þykir líklegt að leggjast muni vel í stjórnarandstöðuna ákvæði um að fjölskyldustærð hækki bæturnar sem og að foreldri, sem hefur forsjá en ekki lögheimili barns síns, eigi rétt á bótunum.
Alþingi Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira