Menning

Uppgötvum eitthvað nýtt við hvert fótmál

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Flytjendurnir Una, Hlín og Hrönn hafa notið æfingartímans fyrir Breytilegt ljós og bergmál.
Flytjendurnir Una, Hlín og Hrönn hafa notið æfingartímans fyrir Breytilegt ljós og bergmál.
„Það er alltaf ótrúlega spennandi ferli að frumflytja ný tónverk og æfingatíminn nú hefur verið mjög skemmtilegur,“ segir Hlín Pétursdóttir Behrens sópransöngkona þegar forvitnast er um tónleikana Breytilegt ljós og bergmál.

Þeir verða í Hafnarborg í Hafnarfirði annað kvöld og þar frumflytja Hlín, Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari og Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari verk eftir tónskáldin Elínu Gunnlaugsdóttur og hina finnsku Kaiju Saariaho.



Hlín segir að finna megi fyrir ólíkum efnistökum en líka sameiginlega þræði í verkum þeirra.

„Bæði Elín og Kaija vinna af sérstakri natni með ljóðin sem þær velja sér og líka tungumálið sjálft,“ segir hún. „Þegar tónskáldin skrifa af andagift og formið er sterkt þá er frelsið svo mikið og við uppgötvum eitthvað nýtt við hvert fótmál á leiðinni.“

Tónleikarnir verða annað kvöld klukkan 20 og eru hluti af tónleikaröðinni Hljóðön.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.