Enski boltinn

City að ganga frá kaupum á De Bruyne

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kevin de Bruyne í leik með Wolfsburg, en hann virðist nú vera á förum.
Kevin de Bruyne í leik með Wolfsburg, en hann virðist nú vera á förum. vísir/getty
Manchester City er að ganga frá kaupum á Kevin de Bruyne frá Wolfsburg og gæti kaupin gengið í gegn á þriðjudag, en þetta herma heimildir Sky Sports í Þýskalandi.

Félögin hafa verið í viðræðum síðustu vikur, en talið er að Wolfsburg hafi samþykkt tilboð uppá rúmar 50 milljónir punda í Bruyne.

De Bruyne var á æfngarsvæði Wolfsburg í dag, en Belginn tók ekki þátt í æfingunni. Þó er reiknað með að hann æfi á morgun, en hann spilaði í 90 mínútur í 1-1 jafntefil gegn Köln á laugardag.

Belginn var í tvö ár Chelsea, en náði sér ekki á strik þar. Hann var svo lánaður til Genk og Werder Bremen á tíma sínum hjá Chelsea áður en hann gekk svo í raðir Wolfsburg í janúar 2014 fyrir átján milljónir punda.

Tilboðið er talið hafa komið í síðustu viku til þýska félagsins, en umboðsmaður Kevin De Bruyne sagði í síðustu viku að hann myndi ekki yfirgefa þýska félagið. Nú er útlit fyrir annað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×