Forsætisráðherra segist telja að Alþingi beri skylda til að rannsaka málið Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 23. janúar 2015 19:51 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Víglundur Þorsteinsson lögfræðingur og fyrrum forstjóri BM Vallár, sakar Steingrím J. Sigfússon og fyrri ríkisstjórn, um „stófelld brot“ þegar bönkunum var skipt upp eftir hrun og fullyrðir að erlendir hrægammasjóðir hafi þannig hagnast um 300 til 400 milljarða króna. Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra segir ásakanir Víglundar um stórfelld lögbrot, fáheyrðar og fráleitar. Víglundur sendi gögn, meðal annars stofnúrskurði FME máli sínu stuðnings á Einar K. Guðfinnsson forseta Alþingis og alla þingmenn í gærkvöldi og hvatti Alþingi til að rannsaka málið.Staðfestir það sem bent var áSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að þessi nýju gögn staðfesti það sem hann og fleiri hafi lengi haldið fram. Hann telur að Alþingi beri skylda til að rannsaka málið. „Þarna kemur í ljós það sem ég og fleiri í mínum flokki höfum bent á frá ársbyrjun 2009, að þarna hafi verið til staðar stórkostlegt tækifæri til að snúa dæminu við, almenningi í hag, og ekki hvað síst, heimila með skuldir,“ segir forsætisráðherra. „Tækifærið var ekki nýtt og það sem við sjáum núna í þessum nýju gögnum, að menn létu ekki aðeins hjá líða að nýta tækifærið, heldur létu beinlínis í það að vinda ofan af því að tækifærið yrði nýtt og fara á svig við neyðarlögin,“ segir Sigmundur Davíð.Órar og barnaskapurSteingrímur J. Sigfússon segir að grundvallarmisskilningurinn og það sem felli málið strax á fyrstu metrunum hjá Víglundi sé að hann gangi út frá því að bráðabirgðaefnahagsreikningur bankanna haustið 2008 og lauslegt mat Fjármálaeftirlitsins á líklegu verðmæti þeirra eigna sem ákveðið hafi verið að færa í nýju bankanna á móti skuldum, séu endanlegar tölur. „Það liggur fyrir í þeirri ákvörðun FME að það er ekki. Framundan er að reyna að meta raunverulegt verðmæti eignanna sem voru færðar yfir til að mæta skuldum nýju bankanna. Og skuldir bankanna, það voru innstæðurnar okkar. Um leið og þetta liggur fyrir hrynur málflutningurinn til grunna.“ Hann segir að þetta sé algengur misskilningur sem einstöku stjórnmálamenn, þröngur hópur að vísu, hafi reynt að halda á lofti. Hann tengist þeim órum, að hrunið hafi verið hálfgerð blessun fyrir Ísland, sérstaklega fall bankanna, því þar hafi myndast svigrúm fyrir okkur til að græða nokkur hundruð milljarða. „Þetta er svo óskaplegur barnaskapur og misskilningur að það hálfa væri nóg,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Víglundur Þorsteinsson segir hinsvegar að Steingrímur sé að reyna að afvegaleiða umræðuna. Matið á kröfum bankanna sé það sama og hann kynnti sjálfur í skýrslu til Alþingis árið 2011. Hann hafi ekki þorað að ræða við sig um þessi mál. Hann þurfi einfaldlega að svara því ásamt Össuri Skarphéðinssyni og Ögmundi Jónassyni, hvað mönnum gekk til á fyrstu vikum ríkisstjórnarinnar. Tengdar fréttir „Það má segja að ríkistjórnin hafi kerfisbundið unnið gegn íslenskum hagsmunum“ Víglundur Þorsteinsson hefur aflað gagna og segir að stjórnmálamenn og bankarnir hafi blekkt þjóðina. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans, er honum sammála. 23. janúar 2015 12:00 Sigmundur um skjöl Víglundar: Mættum mjög harðri viðspyrnu þegar við bentum á þetta Víglundur Þorsteinsson hefur aflað gagna og segir hann stjórnmálamenn og bankanna hafa blekkt þjóðina. Sigmundur Davíð segir að hann og fólk í Framsóknarflokknum hafi reynt að benda á þetta á sínum tíma. 23. janúar 2015 12:56 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Víglundur Þorsteinsson lögfræðingur og fyrrum forstjóri BM Vallár, sakar Steingrím J. Sigfússon og fyrri ríkisstjórn, um „stófelld brot“ þegar bönkunum var skipt upp eftir hrun og fullyrðir að erlendir hrægammasjóðir hafi þannig hagnast um 300 til 400 milljarða króna. Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra segir ásakanir Víglundar um stórfelld lögbrot, fáheyrðar og fráleitar. Víglundur sendi gögn, meðal annars stofnúrskurði FME máli sínu stuðnings á Einar K. Guðfinnsson forseta Alþingis og alla þingmenn í gærkvöldi og hvatti Alþingi til að rannsaka málið.Staðfestir það sem bent var áSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að þessi nýju gögn staðfesti það sem hann og fleiri hafi lengi haldið fram. Hann telur að Alþingi beri skylda til að rannsaka málið. „Þarna kemur í ljós það sem ég og fleiri í mínum flokki höfum bent á frá ársbyrjun 2009, að þarna hafi verið til staðar stórkostlegt tækifæri til að snúa dæminu við, almenningi í hag, og ekki hvað síst, heimila með skuldir,“ segir forsætisráðherra. „Tækifærið var ekki nýtt og það sem við sjáum núna í þessum nýju gögnum, að menn létu ekki aðeins hjá líða að nýta tækifærið, heldur létu beinlínis í það að vinda ofan af því að tækifærið yrði nýtt og fara á svig við neyðarlögin,“ segir Sigmundur Davíð.Órar og barnaskapurSteingrímur J. Sigfússon segir að grundvallarmisskilningurinn og það sem felli málið strax á fyrstu metrunum hjá Víglundi sé að hann gangi út frá því að bráðabirgðaefnahagsreikningur bankanna haustið 2008 og lauslegt mat Fjármálaeftirlitsins á líklegu verðmæti þeirra eigna sem ákveðið hafi verið að færa í nýju bankanna á móti skuldum, séu endanlegar tölur. „Það liggur fyrir í þeirri ákvörðun FME að það er ekki. Framundan er að reyna að meta raunverulegt verðmæti eignanna sem voru færðar yfir til að mæta skuldum nýju bankanna. Og skuldir bankanna, það voru innstæðurnar okkar. Um leið og þetta liggur fyrir hrynur málflutningurinn til grunna.“ Hann segir að þetta sé algengur misskilningur sem einstöku stjórnmálamenn, þröngur hópur að vísu, hafi reynt að halda á lofti. Hann tengist þeim órum, að hrunið hafi verið hálfgerð blessun fyrir Ísland, sérstaklega fall bankanna, því þar hafi myndast svigrúm fyrir okkur til að græða nokkur hundruð milljarða. „Þetta er svo óskaplegur barnaskapur og misskilningur að það hálfa væri nóg,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Víglundur Þorsteinsson segir hinsvegar að Steingrímur sé að reyna að afvegaleiða umræðuna. Matið á kröfum bankanna sé það sama og hann kynnti sjálfur í skýrslu til Alþingis árið 2011. Hann hafi ekki þorað að ræða við sig um þessi mál. Hann þurfi einfaldlega að svara því ásamt Össuri Skarphéðinssyni og Ögmundi Jónassyni, hvað mönnum gekk til á fyrstu vikum ríkisstjórnarinnar.
Tengdar fréttir „Það má segja að ríkistjórnin hafi kerfisbundið unnið gegn íslenskum hagsmunum“ Víglundur Þorsteinsson hefur aflað gagna og segir að stjórnmálamenn og bankarnir hafi blekkt þjóðina. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans, er honum sammála. 23. janúar 2015 12:00 Sigmundur um skjöl Víglundar: Mættum mjög harðri viðspyrnu þegar við bentum á þetta Víglundur Þorsteinsson hefur aflað gagna og segir hann stjórnmálamenn og bankanna hafa blekkt þjóðina. Sigmundur Davíð segir að hann og fólk í Framsóknarflokknum hafi reynt að benda á þetta á sínum tíma. 23. janúar 2015 12:56 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
„Það má segja að ríkistjórnin hafi kerfisbundið unnið gegn íslenskum hagsmunum“ Víglundur Þorsteinsson hefur aflað gagna og segir að stjórnmálamenn og bankarnir hafi blekkt þjóðina. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans, er honum sammála. 23. janúar 2015 12:00
Sigmundur um skjöl Víglundar: Mættum mjög harðri viðspyrnu þegar við bentum á þetta Víglundur Þorsteinsson hefur aflað gagna og segir hann stjórnmálamenn og bankanna hafa blekkt þjóðina. Sigmundur Davíð segir að hann og fólk í Framsóknarflokknum hafi reynt að benda á þetta á sínum tíma. 23. janúar 2015 12:56