Forsætisráðherra segist telja að Alþingi beri skylda til að rannsaka málið Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 23. janúar 2015 19:51 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Víglundur Þorsteinsson lögfræðingur og fyrrum forstjóri BM Vallár, sakar Steingrím J. Sigfússon og fyrri ríkisstjórn, um „stófelld brot“ þegar bönkunum var skipt upp eftir hrun og fullyrðir að erlendir hrægammasjóðir hafi þannig hagnast um 300 til 400 milljarða króna. Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra segir ásakanir Víglundar um stórfelld lögbrot, fáheyrðar og fráleitar. Víglundur sendi gögn, meðal annars stofnúrskurði FME máli sínu stuðnings á Einar K. Guðfinnsson forseta Alþingis og alla þingmenn í gærkvöldi og hvatti Alþingi til að rannsaka málið.Staðfestir það sem bent var áSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að þessi nýju gögn staðfesti það sem hann og fleiri hafi lengi haldið fram. Hann telur að Alþingi beri skylda til að rannsaka málið. „Þarna kemur í ljós það sem ég og fleiri í mínum flokki höfum bent á frá ársbyrjun 2009, að þarna hafi verið til staðar stórkostlegt tækifæri til að snúa dæminu við, almenningi í hag, og ekki hvað síst, heimila með skuldir,“ segir forsætisráðherra. „Tækifærið var ekki nýtt og það sem við sjáum núna í þessum nýju gögnum, að menn létu ekki aðeins hjá líða að nýta tækifærið, heldur létu beinlínis í það að vinda ofan af því að tækifærið yrði nýtt og fara á svig við neyðarlögin,“ segir Sigmundur Davíð.Órar og barnaskapurSteingrímur J. Sigfússon segir að grundvallarmisskilningurinn og það sem felli málið strax á fyrstu metrunum hjá Víglundi sé að hann gangi út frá því að bráðabirgðaefnahagsreikningur bankanna haustið 2008 og lauslegt mat Fjármálaeftirlitsins á líklegu verðmæti þeirra eigna sem ákveðið hafi verið að færa í nýju bankanna á móti skuldum, séu endanlegar tölur. „Það liggur fyrir í þeirri ákvörðun FME að það er ekki. Framundan er að reyna að meta raunverulegt verðmæti eignanna sem voru færðar yfir til að mæta skuldum nýju bankanna. Og skuldir bankanna, það voru innstæðurnar okkar. Um leið og þetta liggur fyrir hrynur málflutningurinn til grunna.“ Hann segir að þetta sé algengur misskilningur sem einstöku stjórnmálamenn, þröngur hópur að vísu, hafi reynt að halda á lofti. Hann tengist þeim órum, að hrunið hafi verið hálfgerð blessun fyrir Ísland, sérstaklega fall bankanna, því þar hafi myndast svigrúm fyrir okkur til að græða nokkur hundruð milljarða. „Þetta er svo óskaplegur barnaskapur og misskilningur að það hálfa væri nóg,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Víglundur Þorsteinsson segir hinsvegar að Steingrímur sé að reyna að afvegaleiða umræðuna. Matið á kröfum bankanna sé það sama og hann kynnti sjálfur í skýrslu til Alþingis árið 2011. Hann hafi ekki þorað að ræða við sig um þessi mál. Hann þurfi einfaldlega að svara því ásamt Össuri Skarphéðinssyni og Ögmundi Jónassyni, hvað mönnum gekk til á fyrstu vikum ríkisstjórnarinnar. Tengdar fréttir „Það má segja að ríkistjórnin hafi kerfisbundið unnið gegn íslenskum hagsmunum“ Víglundur Þorsteinsson hefur aflað gagna og segir að stjórnmálamenn og bankarnir hafi blekkt þjóðina. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans, er honum sammála. 23. janúar 2015 12:00 Sigmundur um skjöl Víglundar: Mættum mjög harðri viðspyrnu þegar við bentum á þetta Víglundur Þorsteinsson hefur aflað gagna og segir hann stjórnmálamenn og bankanna hafa blekkt þjóðina. Sigmundur Davíð segir að hann og fólk í Framsóknarflokknum hafi reynt að benda á þetta á sínum tíma. 23. janúar 2015 12:56 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Sjá meira
Víglundur Þorsteinsson lögfræðingur og fyrrum forstjóri BM Vallár, sakar Steingrím J. Sigfússon og fyrri ríkisstjórn, um „stófelld brot“ þegar bönkunum var skipt upp eftir hrun og fullyrðir að erlendir hrægammasjóðir hafi þannig hagnast um 300 til 400 milljarða króna. Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra segir ásakanir Víglundar um stórfelld lögbrot, fáheyrðar og fráleitar. Víglundur sendi gögn, meðal annars stofnúrskurði FME máli sínu stuðnings á Einar K. Guðfinnsson forseta Alþingis og alla þingmenn í gærkvöldi og hvatti Alþingi til að rannsaka málið.Staðfestir það sem bent var áSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að þessi nýju gögn staðfesti það sem hann og fleiri hafi lengi haldið fram. Hann telur að Alþingi beri skylda til að rannsaka málið. „Þarna kemur í ljós það sem ég og fleiri í mínum flokki höfum bent á frá ársbyrjun 2009, að þarna hafi verið til staðar stórkostlegt tækifæri til að snúa dæminu við, almenningi í hag, og ekki hvað síst, heimila með skuldir,“ segir forsætisráðherra. „Tækifærið var ekki nýtt og það sem við sjáum núna í þessum nýju gögnum, að menn létu ekki aðeins hjá líða að nýta tækifærið, heldur létu beinlínis í það að vinda ofan af því að tækifærið yrði nýtt og fara á svig við neyðarlögin,“ segir Sigmundur Davíð.Órar og barnaskapurSteingrímur J. Sigfússon segir að grundvallarmisskilningurinn og það sem felli málið strax á fyrstu metrunum hjá Víglundi sé að hann gangi út frá því að bráðabirgðaefnahagsreikningur bankanna haustið 2008 og lauslegt mat Fjármálaeftirlitsins á líklegu verðmæti þeirra eigna sem ákveðið hafi verið að færa í nýju bankanna á móti skuldum, séu endanlegar tölur. „Það liggur fyrir í þeirri ákvörðun FME að það er ekki. Framundan er að reyna að meta raunverulegt verðmæti eignanna sem voru færðar yfir til að mæta skuldum nýju bankanna. Og skuldir bankanna, það voru innstæðurnar okkar. Um leið og þetta liggur fyrir hrynur málflutningurinn til grunna.“ Hann segir að þetta sé algengur misskilningur sem einstöku stjórnmálamenn, þröngur hópur að vísu, hafi reynt að halda á lofti. Hann tengist þeim órum, að hrunið hafi verið hálfgerð blessun fyrir Ísland, sérstaklega fall bankanna, því þar hafi myndast svigrúm fyrir okkur til að græða nokkur hundruð milljarða. „Þetta er svo óskaplegur barnaskapur og misskilningur að það hálfa væri nóg,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Víglundur Þorsteinsson segir hinsvegar að Steingrímur sé að reyna að afvegaleiða umræðuna. Matið á kröfum bankanna sé það sama og hann kynnti sjálfur í skýrslu til Alþingis árið 2011. Hann hafi ekki þorað að ræða við sig um þessi mál. Hann þurfi einfaldlega að svara því ásamt Össuri Skarphéðinssyni og Ögmundi Jónassyni, hvað mönnum gekk til á fyrstu vikum ríkisstjórnarinnar.
Tengdar fréttir „Það má segja að ríkistjórnin hafi kerfisbundið unnið gegn íslenskum hagsmunum“ Víglundur Þorsteinsson hefur aflað gagna og segir að stjórnmálamenn og bankarnir hafi blekkt þjóðina. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans, er honum sammála. 23. janúar 2015 12:00 Sigmundur um skjöl Víglundar: Mættum mjög harðri viðspyrnu þegar við bentum á þetta Víglundur Þorsteinsson hefur aflað gagna og segir hann stjórnmálamenn og bankanna hafa blekkt þjóðina. Sigmundur Davíð segir að hann og fólk í Framsóknarflokknum hafi reynt að benda á þetta á sínum tíma. 23. janúar 2015 12:56 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Sjá meira
„Það má segja að ríkistjórnin hafi kerfisbundið unnið gegn íslenskum hagsmunum“ Víglundur Þorsteinsson hefur aflað gagna og segir að stjórnmálamenn og bankarnir hafi blekkt þjóðina. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans, er honum sammála. 23. janúar 2015 12:00
Sigmundur um skjöl Víglundar: Mættum mjög harðri viðspyrnu þegar við bentum á þetta Víglundur Þorsteinsson hefur aflað gagna og segir hann stjórnmálamenn og bankanna hafa blekkt þjóðina. Sigmundur Davíð segir að hann og fólk í Framsóknarflokknum hafi reynt að benda á þetta á sínum tíma. 23. janúar 2015 12:56