Alvarlegt að ráðherra sagði ekki satt Heimir Már Pétursson skrifar 23. janúar 2015 19:02 Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, Ögmundur Jónasson, segir álit umboðsmanns Alþingis sýna að tilefni var til að rannsaka samskipti ráðherrans við lögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur boðið Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að koma á fund nefndarinnar til að skýra sína hlið mála. Formaður nefndarinnar segir álit umboðsmanns sýna að tilefni var til þess að rannsaka samskipti ráðherrans fyrrverandi við lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Ögmundur Jónasson formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir nefndina eiga eftir að fara yfir ýmsa aðra þætti í málefnum innanríkisráðherrans fyrrverandi sem umboðsmaður skoðaði ekki. „Stóru tíðindin í hans áliti eru fyrst og fremst þetta; það var tilefni til þeirrar rannsóknar sem hann réðst í,“ segir Ögmundur. Nefndin skrifaði Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í morgun þar sem henni er boðið að koma fyrir nefndina til að skýra hennar sýn á málinu og svara spurningum. „En fram hefur komið að ýmsir þingmenn telja að fullyrðingar ráðherrans fyrrverandi fái ekki staðist og séu mótsagnakenndar. Þá er ég að vísa til þess sem hefur gerst á vettvangi þingsins,“ segir Ögmundur.Ögmundur Jónassonvísir/pjeturÞað kemur fram í áliti umboðsmanns að ráðherrann fyrrverandi sagði ekki allan sannleikan í tveimur svörum til hans. Ögmundur segir það alvarlegt. „Já, það er mjög alvarlegt að sjálfsögðu. Og það er alvarlegt að svara ekki fyrirspurnum frá umboðsmanni Alþingis eins og ekki var gert á tilteknu skeiði í þessu máli,“ segir ögmundur. Þess vegna sé álit umboðsmanns mikilvægt.Sýnist þér á þessu að ráðherrann hafi beinlínis gerst brotlegur í starfi með samskiptum sínum við lögreglustjóra? „Ég ætla að vísa í greinargerð umboðsmanns Alþingis hvað þetta snertir, svona lagalegar túlkanir. En við skulum ekki gleyma því að fyrrverandi innanríkisráðherra sagði af sér embætti,“ segir Ögmundur Jónasson. Tengdar fréttir Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra. 23. janúar 2015 11:26 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur boðið Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að koma á fund nefndarinnar til að skýra sína hlið mála. Formaður nefndarinnar segir álit umboðsmanns sýna að tilefni var til þess að rannsaka samskipti ráðherrans fyrrverandi við lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Ögmundur Jónasson formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir nefndina eiga eftir að fara yfir ýmsa aðra þætti í málefnum innanríkisráðherrans fyrrverandi sem umboðsmaður skoðaði ekki. „Stóru tíðindin í hans áliti eru fyrst og fremst þetta; það var tilefni til þeirrar rannsóknar sem hann réðst í,“ segir Ögmundur. Nefndin skrifaði Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í morgun þar sem henni er boðið að koma fyrir nefndina til að skýra hennar sýn á málinu og svara spurningum. „En fram hefur komið að ýmsir þingmenn telja að fullyrðingar ráðherrans fyrrverandi fái ekki staðist og séu mótsagnakenndar. Þá er ég að vísa til þess sem hefur gerst á vettvangi þingsins,“ segir Ögmundur.Ögmundur Jónassonvísir/pjeturÞað kemur fram í áliti umboðsmanns að ráðherrann fyrrverandi sagði ekki allan sannleikan í tveimur svörum til hans. Ögmundur segir það alvarlegt. „Já, það er mjög alvarlegt að sjálfsögðu. Og það er alvarlegt að svara ekki fyrirspurnum frá umboðsmanni Alþingis eins og ekki var gert á tilteknu skeiði í þessu máli,“ segir ögmundur. Þess vegna sé álit umboðsmanns mikilvægt.Sýnist þér á þessu að ráðherrann hafi beinlínis gerst brotlegur í starfi með samskiptum sínum við lögreglustjóra? „Ég ætla að vísa í greinargerð umboðsmanns Alþingis hvað þetta snertir, svona lagalegar túlkanir. En við skulum ekki gleyma því að fyrrverandi innanríkisráðherra sagði af sér embætti,“ segir Ögmundur Jónasson.
Tengdar fréttir Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra. 23. janúar 2015 11:26 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Sjá meira
Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44
Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08
Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra. 23. janúar 2015 11:26
Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30