Af hverju er Patrekur alltaf með "teipið“ á fingrunum? Arnar Björnsson í Katar skrifar 23. janúar 2015 18:23 Patrekur Jóhannesson með "teipið“ á fingrunum. Vísir/Eva Björk Patrekur Jóhannesson var alls ekkert spældur yfir því að Austurríki náði ekki að sigra Makedóníu í síðasta leiknum í B-riðlinum. Makedónía vann 36-30. Vendipunkturinn í leiknum var þegar leikstjórnandinn Vytautas Ziura fékk beint rautt spjald þegar 5 mínútur voru búnar af seinni hálfleik. Þá var staðan 19-18, Austurríki í vil. Makedóníumenn náðu fimm marka forystu á næstu 5 mínútum og unnu öruggan sigur. Makedónía mætir Slóvenum í 16 liða úrslitum en Austurríki keppir við Katar. „Það var vont að missa Ziura af velli. Hann er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur. Við prófuðum nýtt varnarafbrigði sem við reyndum fyrst gegn Íslendingum í apríl og höfum verið að æfa inná milli. Það gekk fínt en síðan lendum við þessum brottvísunum í byrjun seinni hálfleiks og það er vont gegn liði eins og Makedóníu. Þeir spila yfirtöluna einna best af liðunum á þessu móti og hafa gert undanfarin ár," segir Patrekur. Þið voruð sendir í skammarkrókinn hvað eftir annað í seinni hálfleik. „Já dönsku dómararnir voru mjög sérstakir, ég skyldi þá ekki og ég held að þeir hafi vitað hvað þeir voru að gera sjálfir. En þetta er hluti af þessu, maður má ekki láta þetta fara í taugarnar á sér," segir Patrekur. Þú gast fengið Slóveníu með sigri en sigur uppi með heimamenn í Katar, er það gott eða vont? „Það er bara gott, Slóvenía er með frábært lið og Katarar eru búnir að spila frábærlega svo ég held að það hafi ekki skipt neinu máli. Okkur var spáð því að við kæmust ekki upp úr riðlinum. Við skákuðum Bosníu og Íran og að við séum í þriðja sæti eftir riðlakeppnina er mjög gott," segir Patrekur. Eru þínir menn orðnir saddir eða viljið meira? „Við erum ekkert orðnir saddir, alls ekki. Aðalatriðið var að komast í 16 liða úrslit og við vitum það að við getum spilað fanta góðan handbolta. Ég er ánægðastur með karakterinn og hjartað í liðinu. Við erum að spila góðan og hraðan bolta á köflum og það er góður kraftur í liðinu. Bæði í sókn og vörn erum við að spila góðan handbolta. Það koma kaflar inná milli sem eru ekki jafngóðir en ég er ánægður með mitt lið," segir Patrekur. Af hverju ertu alltaf með „teipið“ á fingrunum í leikslok? „Það er farið núna, ég hefði kannski átt að horfa meira á það í leiknum. Þetta kemur frá vini mínum Jóhanni Inga. Það á að reyna að minna mig á að einbeita mér að leiknum en ekki dómurum. Ég hefði kannski átt að horfa meira á „teipið“ í dag," segir Patrekur. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Patrek í spilaranum hér fyrir neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Tap hjá Patreki sem mætir Katar í 16-liða úrslitum Austurríki hafnaði í þriðja sæti B-riðils eftir tap gegn Makedóníu í dag. 23. janúar 2015 17:39 Fjórir leikir af átta klárir í sextán liða úrslitunum á HM Keppni í A- og B-riðli á HM í handbolta í Katar lauk í dag en Brasilía og Túnis voru síðustu þjóðirnar úr þessum riðlum til þess að tryggja sér farseðil í sextán liða úrslitin. 23. janúar 2015 17:51 Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
Patrekur Jóhannesson var alls ekkert spældur yfir því að Austurríki náði ekki að sigra Makedóníu í síðasta leiknum í B-riðlinum. Makedónía vann 36-30. Vendipunkturinn í leiknum var þegar leikstjórnandinn Vytautas Ziura fékk beint rautt spjald þegar 5 mínútur voru búnar af seinni hálfleik. Þá var staðan 19-18, Austurríki í vil. Makedóníumenn náðu fimm marka forystu á næstu 5 mínútum og unnu öruggan sigur. Makedónía mætir Slóvenum í 16 liða úrslitum en Austurríki keppir við Katar. „Það var vont að missa Ziura af velli. Hann er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur. Við prófuðum nýtt varnarafbrigði sem við reyndum fyrst gegn Íslendingum í apríl og höfum verið að æfa inná milli. Það gekk fínt en síðan lendum við þessum brottvísunum í byrjun seinni hálfleiks og það er vont gegn liði eins og Makedóníu. Þeir spila yfirtöluna einna best af liðunum á þessu móti og hafa gert undanfarin ár," segir Patrekur. Þið voruð sendir í skammarkrókinn hvað eftir annað í seinni hálfleik. „Já dönsku dómararnir voru mjög sérstakir, ég skyldi þá ekki og ég held að þeir hafi vitað hvað þeir voru að gera sjálfir. En þetta er hluti af þessu, maður má ekki láta þetta fara í taugarnar á sér," segir Patrekur. Þú gast fengið Slóveníu með sigri en sigur uppi með heimamenn í Katar, er það gott eða vont? „Það er bara gott, Slóvenía er með frábært lið og Katarar eru búnir að spila frábærlega svo ég held að það hafi ekki skipt neinu máli. Okkur var spáð því að við kæmust ekki upp úr riðlinum. Við skákuðum Bosníu og Íran og að við séum í þriðja sæti eftir riðlakeppnina er mjög gott," segir Patrekur. Eru þínir menn orðnir saddir eða viljið meira? „Við erum ekkert orðnir saddir, alls ekki. Aðalatriðið var að komast í 16 liða úrslit og við vitum það að við getum spilað fanta góðan handbolta. Ég er ánægðastur með karakterinn og hjartað í liðinu. Við erum að spila góðan og hraðan bolta á köflum og það er góður kraftur í liðinu. Bæði í sókn og vörn erum við að spila góðan handbolta. Það koma kaflar inná milli sem eru ekki jafngóðir en ég er ánægður með mitt lið," segir Patrekur. Af hverju ertu alltaf með „teipið“ á fingrunum í leikslok? „Það er farið núna, ég hefði kannski átt að horfa meira á það í leiknum. Þetta kemur frá vini mínum Jóhanni Inga. Það á að reyna að minna mig á að einbeita mér að leiknum en ekki dómurum. Ég hefði kannski átt að horfa meira á „teipið“ í dag," segir Patrekur. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Patrek í spilaranum hér fyrir neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Tap hjá Patreki sem mætir Katar í 16-liða úrslitum Austurríki hafnaði í þriðja sæti B-riðils eftir tap gegn Makedóníu í dag. 23. janúar 2015 17:39 Fjórir leikir af átta klárir í sextán liða úrslitunum á HM Keppni í A- og B-riðli á HM í handbolta í Katar lauk í dag en Brasilía og Túnis voru síðustu þjóðirnar úr þessum riðlum til þess að tryggja sér farseðil í sextán liða úrslitin. 23. janúar 2015 17:51 Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
Tap hjá Patreki sem mætir Katar í 16-liða úrslitum Austurríki hafnaði í þriðja sæti B-riðils eftir tap gegn Makedóníu í dag. 23. janúar 2015 17:39
Fjórir leikir af átta klárir í sextán liða úrslitunum á HM Keppni í A- og B-riðli á HM í handbolta í Katar lauk í dag en Brasilía og Túnis voru síðustu þjóðirnar úr þessum riðlum til þess að tryggja sér farseðil í sextán liða úrslitin. 23. janúar 2015 17:51