Sigmundur um skjöl Víglundar: Mættum mjög harðri viðspyrnu þegar við bentum á þetta Stefán Árni Pálsson skrifar 23. janúar 2015 12:56 „Ég er bara búinn að renna yfir umfjöllun um þetta mál í fjölmiðlum og aðeins byrjaður að kíkja á gögnin,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, um þá rannsóknarvinnu sem Víglundur Þorsteinsson hefur lagt á sig um stofnun nýju bankanna. Sigmundur var gestur í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Víglundur hefur aflað gagna og segir hann stjórnmálamenn og bankana hafa blekkt þjóðina. Víglundur telur að stórfelld og margvísleg lagabrot hafi verið framin eftir að ákvörðunum Fjármálaeftirlitsins um stofnúrskurði nýju bankanna í október 2008 var breytt. Þannig hafi erlendir kröfuhafar hagnast um 300 til 400 milljarða á kostnað þjóðarinnar.Sjá einnig: „Það má segja að ríkistjórnin hafi kerfisbundið unnið gegn íslenskum hagsmunum“ „Þetta er, svona við fyrstu sýn, býsna sláandi. Þetta byggir meðal annars á fundargerðum sem hann hefur orðið sér út um. Það er því að minnsta kostið tilefni til þess að gefa þessu gaum. Því sem er haldið þarna fram er þess eðlis að það þarf að rannsaka þetta og komast endanlega til botns í þessu.“ Sigmundur segir að hann og fólk í sínum flokki hafi reynt að benda á þetta á sínum tíma. „Þá mættum við mjög harðri viðspyrnu, vægast sagt. Þetta var mikið átakamál þannig að þetta á sér langa sögu og þetta er auðvitað ástæðan fyrir því að þetta stóra mál sem skuldaleiðréttingin varð. Við töldum það ekki aðeins skynsamlegt heldur líka beinlínis réttlætismál gagnvart heimilunum.“ Sigmundi mislíkar umræðuna um að alltaf sé verið að gefa fólki peninga. „Þetta var tekið af fólki í stað þess að láta það eðlilega gerast, að fólk myndi njóta að einhverju leyti þessarar niðurfærslu.“Verið að gefa peninga Sigmundur segir að verið sé að gefa kröfuhöfum peninga. „Það er eitthvað sem er ekki hægt að horfa framhjá þegar menn vinna úr þessum hlutum núna. Þó að margt sem þarna kemur fram sé einmitt það sem við héldum fram á sínum tíma og var efniviður í mikil pólitísk átök og alveg gríðarlega mikið reynt að keyra þetta í kaf, þá er svo sláandi að sjá hversu langt menn gengu í, ekki aðeins að líta framhjá tækifærinu, heldur að koma í veg fyrir að tækifærið yrði nýtt. Þegar meira segja Fjármálaeftirlitið er búið að ganga þarna frá stofnsamningum inn í bankana að menn fari þá í það að vinda ofan af því.“ Forsætisráðherrann segir að menn hafi fundið leiðir til þess að fara framhjá neyðarlögunum. „Þau voru sett til að tryggja hagsmuni almennings. Þetta er svo sannarlega tilefni til frekari athugunar.“ Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
„Ég er bara búinn að renna yfir umfjöllun um þetta mál í fjölmiðlum og aðeins byrjaður að kíkja á gögnin,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, um þá rannsóknarvinnu sem Víglundur Þorsteinsson hefur lagt á sig um stofnun nýju bankanna. Sigmundur var gestur í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Víglundur hefur aflað gagna og segir hann stjórnmálamenn og bankana hafa blekkt þjóðina. Víglundur telur að stórfelld og margvísleg lagabrot hafi verið framin eftir að ákvörðunum Fjármálaeftirlitsins um stofnúrskurði nýju bankanna í október 2008 var breytt. Þannig hafi erlendir kröfuhafar hagnast um 300 til 400 milljarða á kostnað þjóðarinnar.Sjá einnig: „Það má segja að ríkistjórnin hafi kerfisbundið unnið gegn íslenskum hagsmunum“ „Þetta er, svona við fyrstu sýn, býsna sláandi. Þetta byggir meðal annars á fundargerðum sem hann hefur orðið sér út um. Það er því að minnsta kostið tilefni til þess að gefa þessu gaum. Því sem er haldið þarna fram er þess eðlis að það þarf að rannsaka þetta og komast endanlega til botns í þessu.“ Sigmundur segir að hann og fólk í sínum flokki hafi reynt að benda á þetta á sínum tíma. „Þá mættum við mjög harðri viðspyrnu, vægast sagt. Þetta var mikið átakamál þannig að þetta á sér langa sögu og þetta er auðvitað ástæðan fyrir því að þetta stóra mál sem skuldaleiðréttingin varð. Við töldum það ekki aðeins skynsamlegt heldur líka beinlínis réttlætismál gagnvart heimilunum.“ Sigmundi mislíkar umræðuna um að alltaf sé verið að gefa fólki peninga. „Þetta var tekið af fólki í stað þess að láta það eðlilega gerast, að fólk myndi njóta að einhverju leyti þessarar niðurfærslu.“Verið að gefa peninga Sigmundur segir að verið sé að gefa kröfuhöfum peninga. „Það er eitthvað sem er ekki hægt að horfa framhjá þegar menn vinna úr þessum hlutum núna. Þó að margt sem þarna kemur fram sé einmitt það sem við héldum fram á sínum tíma og var efniviður í mikil pólitísk átök og alveg gríðarlega mikið reynt að keyra þetta í kaf, þá er svo sláandi að sjá hversu langt menn gengu í, ekki aðeins að líta framhjá tækifærinu, heldur að koma í veg fyrir að tækifærið yrði nýtt. Þegar meira segja Fjármálaeftirlitið er búið að ganga þarna frá stofnsamningum inn í bankana að menn fari þá í það að vinda ofan af því.“ Forsætisráðherrann segir að menn hafi fundið leiðir til þess að fara framhjá neyðarlögunum. „Þau voru sett til að tryggja hagsmuni almennings. Þetta er svo sannarlega tilefni til frekari athugunar.“
Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira