Anna Björk: Þurfum að halda boltanum betur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. mars 2015 14:00 Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 2-0 fyrir Sviss í fyrsta leik sínum á Algarve-mótinu í gær. Bæði mörkin komu í seinni hálfleik. Stjörnukonan Anna Björk Kristjánsdóttir spilaði allan leikinn í miðri vörn Íslands en þetta var hennar 10. A-landsleikur. Þrátt fyrir tapið var Anna bærilega sátt með frammistöðu íslenska liðsins. „Þetta var fínn leikur hjá okkur. Við náðum að gera það sem var lagt upp með, sem var að loka á þeirra skyndisóknir, sem er þeirra sterkasta hlið. „Mér fannst við þéttar og flottar þannig ég fer sátt frá þessum leik, þótt það sé erfitt eftir 2-0 tap,“ sagði Anna í samtali við KSÍ í dag. Ísland tefldi fram nokkuð reynslulitlu liði í leiknum í gær en Anna segir að liðið hafi öðlast mikilvæga reynslu í gær. „Já, algjörlega. Ég held að Glódís (Perla Viggósdóttir) hafi verið sú leikjahæsta af öftustu sjö, þannig að það er fínt fyrir okkur að fá þessa leiki til að púsla liðinu saman,“ sagði Anna en þessir öftustu sjö leikmenn sem hún vitnar til hafa allir spilað með Stjörnunni á undanförnum árum og sex af þessum sjö urðu Íslands- og bikarmeistarar með Garðabæjarliðinu síðasta sumar. Ísland mætir Noregi í öðrum leik sínum á föstudaginn. Anna segir líklegt að þjálfarateymið leggi líklega áherslu á að bæta sóknarleikinn fyrir Noregsleikinn. „Þeir leggja kannski áherslu á að halda boltanum betur, það vantaði stundum í gær. Við vorum of fljótar að tapa honum - missa hann frá okkur,“ sagði Anna en viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan. Fótbolti Tengdar fréttir Stjörnuliðið á móti Sviss | Margrét Lára byrjar á bekknum Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt fyrir fyrsta leik liðsins á Algarve-mótinu í Portúgal og hann treystir mikið á fyrrum og núverandi leikmenn Íslandsmeistara Stjörnunnar. 4. mars 2015 11:34 Freyr: Þær opnuðu okkur aldrei í leiknum Landsliðsþjálfarinn ánægður þrátt fyrir tap gegn Sviss á Algarve-mótinu. 4. mars 2015 18:48 Margrét Lára: Kem aftur sem betri leikmaður Markadrottningin er með litla strákinn, kærastann og systur sína með sér á Algarve. 4. mars 2015 06:00 Tap gegn Sviss í fyrsta leik á Algarve-mótinu Stelpurnar okkar fengu á sig tvö mörk í seinni hálfleik. 4. mars 2015 16:53 Freyr: Hefði verið rómantík að fá mark frá Margréti Láru Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrsta leiknum á Algarve-mótinu í gær á móti Sviss, 2-0. Landsliðsþjálfarinn ánægður með hvernig leikurinn spilaðist. 5. mars 2015 06:00 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 2-0 fyrir Sviss í fyrsta leik sínum á Algarve-mótinu í gær. Bæði mörkin komu í seinni hálfleik. Stjörnukonan Anna Björk Kristjánsdóttir spilaði allan leikinn í miðri vörn Íslands en þetta var hennar 10. A-landsleikur. Þrátt fyrir tapið var Anna bærilega sátt með frammistöðu íslenska liðsins. „Þetta var fínn leikur hjá okkur. Við náðum að gera það sem var lagt upp með, sem var að loka á þeirra skyndisóknir, sem er þeirra sterkasta hlið. „Mér fannst við þéttar og flottar þannig ég fer sátt frá þessum leik, þótt það sé erfitt eftir 2-0 tap,“ sagði Anna í samtali við KSÍ í dag. Ísland tefldi fram nokkuð reynslulitlu liði í leiknum í gær en Anna segir að liðið hafi öðlast mikilvæga reynslu í gær. „Já, algjörlega. Ég held að Glódís (Perla Viggósdóttir) hafi verið sú leikjahæsta af öftustu sjö, þannig að það er fínt fyrir okkur að fá þessa leiki til að púsla liðinu saman,“ sagði Anna en þessir öftustu sjö leikmenn sem hún vitnar til hafa allir spilað með Stjörnunni á undanförnum árum og sex af þessum sjö urðu Íslands- og bikarmeistarar með Garðabæjarliðinu síðasta sumar. Ísland mætir Noregi í öðrum leik sínum á föstudaginn. Anna segir líklegt að þjálfarateymið leggi líklega áherslu á að bæta sóknarleikinn fyrir Noregsleikinn. „Þeir leggja kannski áherslu á að halda boltanum betur, það vantaði stundum í gær. Við vorum of fljótar að tapa honum - missa hann frá okkur,“ sagði Anna en viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Fótbolti Tengdar fréttir Stjörnuliðið á móti Sviss | Margrét Lára byrjar á bekknum Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt fyrir fyrsta leik liðsins á Algarve-mótinu í Portúgal og hann treystir mikið á fyrrum og núverandi leikmenn Íslandsmeistara Stjörnunnar. 4. mars 2015 11:34 Freyr: Þær opnuðu okkur aldrei í leiknum Landsliðsþjálfarinn ánægður þrátt fyrir tap gegn Sviss á Algarve-mótinu. 4. mars 2015 18:48 Margrét Lára: Kem aftur sem betri leikmaður Markadrottningin er með litla strákinn, kærastann og systur sína með sér á Algarve. 4. mars 2015 06:00 Tap gegn Sviss í fyrsta leik á Algarve-mótinu Stelpurnar okkar fengu á sig tvö mörk í seinni hálfleik. 4. mars 2015 16:53 Freyr: Hefði verið rómantík að fá mark frá Margréti Láru Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrsta leiknum á Algarve-mótinu í gær á móti Sviss, 2-0. Landsliðsþjálfarinn ánægður með hvernig leikurinn spilaðist. 5. mars 2015 06:00 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Stjörnuliðið á móti Sviss | Margrét Lára byrjar á bekknum Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt fyrir fyrsta leik liðsins á Algarve-mótinu í Portúgal og hann treystir mikið á fyrrum og núverandi leikmenn Íslandsmeistara Stjörnunnar. 4. mars 2015 11:34
Freyr: Þær opnuðu okkur aldrei í leiknum Landsliðsþjálfarinn ánægður þrátt fyrir tap gegn Sviss á Algarve-mótinu. 4. mars 2015 18:48
Margrét Lára: Kem aftur sem betri leikmaður Markadrottningin er með litla strákinn, kærastann og systur sína með sér á Algarve. 4. mars 2015 06:00
Tap gegn Sviss í fyrsta leik á Algarve-mótinu Stelpurnar okkar fengu á sig tvö mörk í seinni hálfleik. 4. mars 2015 16:53
Freyr: Hefði verið rómantík að fá mark frá Margréti Láru Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrsta leiknum á Algarve-mótinu í gær á móti Sviss, 2-0. Landsliðsþjálfarinn ánægður með hvernig leikurinn spilaðist. 5. mars 2015 06:00