Börn lántaka ekki elt heldur börn ábyrgðarmanna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 5. mars 2015 11:24 Árni Páll Árnason segir LÍN ganga harðar fram gagnvart þriðja manns ábyrgðum en bankar. Illugi segir að stefnan sé sú sem síðasta ríkisstjórn markaði. Vísir/Daníel/EÓL/GVA Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir það andstætt markmiðum laga sem sett voru um ábyrgðarmenn þegar Lánasjóður íslenskra námsmanna gengur á eftir erfingjum ábyrgðarmanna á lánum frá sjóðnum. Tilefni fyrirspurnarinnar er frétt Vísis frá því í gær þar sem greint var frá því að sjóðurinn væri nú að senda átta þúsund manns bréf til að upplýsa það um að það hafi erft ábyrgðir á námslánum.Ganga ekki á eftir börnum lántaka „Það er sem sagt ný aðferðafræði lánasjóðsins að krefja erfingja ábyrgðarmanna á greiðslu námslána sem ekki innheimtast. Þetta hefur ekki verið gert áður. Þetta er ný stefna hjá sjóðnum,“ sagði Árni Páll í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi og beindi orðum sínum til Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra.Sjá einnig: LÍN upplýsir átta þúsund manns um að þeir séu í ábyrgðum fyrir lánum „Þessi nýja stefna lánasjóðsins hefur þau stórfurðulegu áhrif að ef að lántakandi sjálfur deyr eru börn hans, sem hafa notið menntunar hans í uppeldi og framfærslu, laus allra mála en börn og barnabörn og barnabarnabörn ábyrgðarmanna úti í bæ eru hundelt út fyrir gröf og dauða,“ sagði Árni Páll.Ekki ný stefna Ráðherrann var ekki sammála því að um nýja stefnu hefði verið að ræða og sagði þá fullyrðingu Árna Páls umdeilanlega. „Frá því árið 2012 hefur verið gengið eftir þessum ábyrgðum,“ sagði Illugi og bætti við: „Það er rangt sem hér hefur verið sagt að um stefnubreytingu sé að ræða.“ Illugi benti einnig á að ekki hafi verið að innheimta lán hjá ábyrgðarmönnunum. „Þetta voru upplýsingabréf, ekki innheimtubréf. Það var verið að upplýsa fólk um þær ábyrgðir sem þar láu undir,“ sagði ráðherrann.Sjá einnig: Ábyrgur fyrir láni í 13 ár án þess að vita af því Samkvæmt upplýsingum frá Lín er nú verið að senda bréf vegna 5.400 lána en um átta þúsund einstaklingar eru í ábyrgðum fyrir þessi lán. Í mörgum er fólk ekki upplýst um að það sé ábyrgt fyrir lánum. Lán þar sem ábyrgðarmenn hafa erft skuldbindingar sínar nema átján milljörðum króna en heildarútlán sjóðsins er 240 milljarðar króna.Vill yfirlýsingu frá ráðherra „Að það skuli vera menntamálaráðherra landsins og það skuli vera ríkisstjórnin sem að núna gangi á undan og láti opinberar stofnanir ganga framar og harðar fram en bankar voga sér að gera gagnvart þriðja manns ábyrgðum er hrikalegt að heyra,“ sagði Árni Páll eftir að Illugi hafði svarað fyrirspurninni. Árni sagði að Illugi væri maður af meiru ef hann kæmi fram með yfirlýsingu um að hann vildi virða lög um ábyrgðarmenn frá árinu 2009. „Þetta er það fyrirkomulag sem varð til í tíð síðustu ríkisstjórn sem hann sat í,“ svaraði þá Illugi. „Það voru send út upplýsingabréf í þessari viku en sú aðferðafræði sem að háttvirtur þingmaður er hér að tala um er á ábyrgð síðustu ríkisstjórnar.“ Alþingi Tengdar fréttir LÍN upplýsir átta þúsund manns um að þeir séu í ábyrgðum fyrir lánum Fjöldi bréfa til fólks sem erft hefur ábyrgðir á námslánum eru farin eða eru á leið í póst. 4. mars 2015 16:16 Ábyrgur fyrir láni í 13 ár án þess að vita af því Leikarinn Bjartmar Þórðarson fékk bréf frá LÍN um að hann væri ábyrgur fyrir láni, sem móðir hans var áður ábyrg fyrir. Hún lést fyrir þrettán árum. 3. mars 2015 17:20 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir það andstætt markmiðum laga sem sett voru um ábyrgðarmenn þegar Lánasjóður íslenskra námsmanna gengur á eftir erfingjum ábyrgðarmanna á lánum frá sjóðnum. Tilefni fyrirspurnarinnar er frétt Vísis frá því í gær þar sem greint var frá því að sjóðurinn væri nú að senda átta þúsund manns bréf til að upplýsa það um að það hafi erft ábyrgðir á námslánum.Ganga ekki á eftir börnum lántaka „Það er sem sagt ný aðferðafræði lánasjóðsins að krefja erfingja ábyrgðarmanna á greiðslu námslána sem ekki innheimtast. Þetta hefur ekki verið gert áður. Þetta er ný stefna hjá sjóðnum,“ sagði Árni Páll í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi og beindi orðum sínum til Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra.Sjá einnig: LÍN upplýsir átta þúsund manns um að þeir séu í ábyrgðum fyrir lánum „Þessi nýja stefna lánasjóðsins hefur þau stórfurðulegu áhrif að ef að lántakandi sjálfur deyr eru börn hans, sem hafa notið menntunar hans í uppeldi og framfærslu, laus allra mála en börn og barnabörn og barnabarnabörn ábyrgðarmanna úti í bæ eru hundelt út fyrir gröf og dauða,“ sagði Árni Páll.Ekki ný stefna Ráðherrann var ekki sammála því að um nýja stefnu hefði verið að ræða og sagði þá fullyrðingu Árna Páls umdeilanlega. „Frá því árið 2012 hefur verið gengið eftir þessum ábyrgðum,“ sagði Illugi og bætti við: „Það er rangt sem hér hefur verið sagt að um stefnubreytingu sé að ræða.“ Illugi benti einnig á að ekki hafi verið að innheimta lán hjá ábyrgðarmönnunum. „Þetta voru upplýsingabréf, ekki innheimtubréf. Það var verið að upplýsa fólk um þær ábyrgðir sem þar láu undir,“ sagði ráðherrann.Sjá einnig: Ábyrgur fyrir láni í 13 ár án þess að vita af því Samkvæmt upplýsingum frá Lín er nú verið að senda bréf vegna 5.400 lána en um átta þúsund einstaklingar eru í ábyrgðum fyrir þessi lán. Í mörgum er fólk ekki upplýst um að það sé ábyrgt fyrir lánum. Lán þar sem ábyrgðarmenn hafa erft skuldbindingar sínar nema átján milljörðum króna en heildarútlán sjóðsins er 240 milljarðar króna.Vill yfirlýsingu frá ráðherra „Að það skuli vera menntamálaráðherra landsins og það skuli vera ríkisstjórnin sem að núna gangi á undan og láti opinberar stofnanir ganga framar og harðar fram en bankar voga sér að gera gagnvart þriðja manns ábyrgðum er hrikalegt að heyra,“ sagði Árni Páll eftir að Illugi hafði svarað fyrirspurninni. Árni sagði að Illugi væri maður af meiru ef hann kæmi fram með yfirlýsingu um að hann vildi virða lög um ábyrgðarmenn frá árinu 2009. „Þetta er það fyrirkomulag sem varð til í tíð síðustu ríkisstjórn sem hann sat í,“ svaraði þá Illugi. „Það voru send út upplýsingabréf í þessari viku en sú aðferðafræði sem að háttvirtur þingmaður er hér að tala um er á ábyrgð síðustu ríkisstjórnar.“
Alþingi Tengdar fréttir LÍN upplýsir átta þúsund manns um að þeir séu í ábyrgðum fyrir lánum Fjöldi bréfa til fólks sem erft hefur ábyrgðir á námslánum eru farin eða eru á leið í póst. 4. mars 2015 16:16 Ábyrgur fyrir láni í 13 ár án þess að vita af því Leikarinn Bjartmar Þórðarson fékk bréf frá LÍN um að hann væri ábyrgur fyrir láni, sem móðir hans var áður ábyrg fyrir. Hún lést fyrir þrettán árum. 3. mars 2015 17:20 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
LÍN upplýsir átta þúsund manns um að þeir séu í ábyrgðum fyrir lánum Fjöldi bréfa til fólks sem erft hefur ábyrgðir á námslánum eru farin eða eru á leið í póst. 4. mars 2015 16:16
Ábyrgur fyrir láni í 13 ár án þess að vita af því Leikarinn Bjartmar Þórðarson fékk bréf frá LÍN um að hann væri ábyrgur fyrir láni, sem móðir hans var áður ábyrg fyrir. Hún lést fyrir þrettán árum. 3. mars 2015 17:20