Clinton hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki notast við ráðuneytistölvupóstfang sitt þannig að vista mætti tölvupóstana á netþjóni ráðuneytisins.
Í tísti frá Clinton segir að ráðuneytið muni nú fara yfir póstana þannig að birta megi þá eins fljótt og auðið er.
Málið hefur reynst Clinton erfitt þar sem fastlega er búist við að hún bjóði sig fram til forseta landsins á næsta ári og hefur spurningum verið varpað fram um hvort hún hafi áhuga á að fara eftir settum reglum um gagnsæja stjórnsýslu.
Í frétt CNN segir að netþjónninn sem Clinton notaðist við hafi verið hýstur á heimili hennar í Chappaqua í New York ríki.
I want the public to see my email. I asked State to release them. They said they will review them for release as soon as possible.
— Hillary Clinton (@HillaryClinton) March 5, 2015