Hver var amma þín? Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir skrifar 5. mars 2015 07:00 Nú þegar við minnumst og höldum upp á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna og kjörgengis kvenna til Alþingis hefur gripið um sig mikið ömmu-æði. Formæðra er nú minnst í ræðu og riti og frásögnum um ömmur, langömmur, ömmusystur og afasystur er safnað á vef Þjóðminjasafnsins. Fyrirlestrar um ömmur slá aðsóknarmet. Þetta hófst allt í byrjun afmælisársins með vikulegu fyrirlestrunum „Margar myndir ömmu“ á vegum Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands (RIKK) í samstarfi við Þjóðminjasafnið og framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Svipaðra fyrirlestra höfðu Norðmenn efnt til á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna þar 2013. Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafnsins fylltist strax á fyrsta fyrirlestrinum og síðan hefur aðsóknin verið svo mikil að margir hafa þurft frá að hverfa. Ömmusögurnar sprengdu af sér Þjóðminjasafnið og svo fyrirlestrasalinn í Öskju, húsi Náttúrufræðistofnunar, svo að næsti fyrirlestur verður í hátíðasal Háskóla Íslands. Upplýsingar um staðsetningu ömmufyrirlestranna framvegis verða á vef www.rikk.hi.is og www.kosningarettur100ara.is. Ömmufyrirlestrarnir verða á föstudögum í hádeginu fram í maí og koma svo út á bók í haust. Margar hugmyndir hafa vaknað í umræðunum eftir þessa fyrirlestra. Kennarar hafa verið hvattir til að vera með ömmuverkefni, konur vilja óðar og uppvægar safna fróðleik og miðla um ömmur sínar og aðrar formæður. Heimildasöfnun er í miklum gangi og hafa skjalasöfn ekki dæmi um annað eins.Ömmusögum safnað Nú hefur Þjóðminjasafnið ákveðið að safna sögum um ömmur í samstarfi við RIKK, sem ætlar síðan að nýta þær til kvennarannsókna. Þessar sögur má rita undir fullu nafni eða nafnlaust. Þeim er hægt að koma til safnsins á heimasíðu Þjóðminjasafnsins. Allir geta tekið þátt í þessu verkefni, konur og karlar, ungir jafnt sem aldnir. Sagan hefur verið sögð af körlum um karla, en konur hafa gengið til starfa sinna hávaðalaust og borið áhyggjur sínar og erfiði í hljóði. Nú er tími til að fræðast um allar þessar konur og safna þeim fróðleik saman á einn stað. Það ömmusögusafn mun auðga söguna og bæta til muna heimildir um hlut kvenna í samfélaginu á síðustu öld og nýtast í rannsóknarverkefni um konur. Í gangi eru námskeið þar sem kennt er að safna upplýsingum og semja erindi eða skrifa sögu formæðra sinna, ömmu, langömmu eða jafnvel langalangömmu. Formæður eru í kastljósi afkomenda sinna þetta árið í tilefni kosningaréttarafmælisins. Það er mikilvægt ljós. Kennarar ættu að hvetja nemendur til að fjalla um ömmur sínar, í ritgerð eða jafnvel í ljóði. Sögu kvenna síðustu aldar þarf að skrá. Lesandi góður, hver var amma þín? Nú er að setjast niður og leita heimilda og/eða skrá minningar um ömmur sínar og miðla lífi þeirra til komandi kynslóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Nú þegar við minnumst og höldum upp á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna og kjörgengis kvenna til Alþingis hefur gripið um sig mikið ömmu-æði. Formæðra er nú minnst í ræðu og riti og frásögnum um ömmur, langömmur, ömmusystur og afasystur er safnað á vef Þjóðminjasafnsins. Fyrirlestrar um ömmur slá aðsóknarmet. Þetta hófst allt í byrjun afmælisársins með vikulegu fyrirlestrunum „Margar myndir ömmu“ á vegum Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands (RIKK) í samstarfi við Þjóðminjasafnið og framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Svipaðra fyrirlestra höfðu Norðmenn efnt til á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna þar 2013. Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafnsins fylltist strax á fyrsta fyrirlestrinum og síðan hefur aðsóknin verið svo mikil að margir hafa þurft frá að hverfa. Ömmusögurnar sprengdu af sér Þjóðminjasafnið og svo fyrirlestrasalinn í Öskju, húsi Náttúrufræðistofnunar, svo að næsti fyrirlestur verður í hátíðasal Háskóla Íslands. Upplýsingar um staðsetningu ömmufyrirlestranna framvegis verða á vef www.rikk.hi.is og www.kosningarettur100ara.is. Ömmufyrirlestrarnir verða á föstudögum í hádeginu fram í maí og koma svo út á bók í haust. Margar hugmyndir hafa vaknað í umræðunum eftir þessa fyrirlestra. Kennarar hafa verið hvattir til að vera með ömmuverkefni, konur vilja óðar og uppvægar safna fróðleik og miðla um ömmur sínar og aðrar formæður. Heimildasöfnun er í miklum gangi og hafa skjalasöfn ekki dæmi um annað eins.Ömmusögum safnað Nú hefur Þjóðminjasafnið ákveðið að safna sögum um ömmur í samstarfi við RIKK, sem ætlar síðan að nýta þær til kvennarannsókna. Þessar sögur má rita undir fullu nafni eða nafnlaust. Þeim er hægt að koma til safnsins á heimasíðu Þjóðminjasafnsins. Allir geta tekið þátt í þessu verkefni, konur og karlar, ungir jafnt sem aldnir. Sagan hefur verið sögð af körlum um karla, en konur hafa gengið til starfa sinna hávaðalaust og borið áhyggjur sínar og erfiði í hljóði. Nú er tími til að fræðast um allar þessar konur og safna þeim fróðleik saman á einn stað. Það ömmusögusafn mun auðga söguna og bæta til muna heimildir um hlut kvenna í samfélaginu á síðustu öld og nýtast í rannsóknarverkefni um konur. Í gangi eru námskeið þar sem kennt er að safna upplýsingum og semja erindi eða skrifa sögu formæðra sinna, ömmu, langömmu eða jafnvel langalangömmu. Formæður eru í kastljósi afkomenda sinna þetta árið í tilefni kosningaréttarafmælisins. Það er mikilvægt ljós. Kennarar ættu að hvetja nemendur til að fjalla um ömmur sínar, í ritgerð eða jafnvel í ljóði. Sögu kvenna síðustu aldar þarf að skrá. Lesandi góður, hver var amma þín? Nú er að setjast niður og leita heimilda og/eða skrá minningar um ömmur sínar og miðla lífi þeirra til komandi kynslóða.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun